Opnunarveisla Reykjavík Music Mess

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst föstudaginn 24. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi. Dagskrá og upplýsingar um hátíðina er að finna á www.reykjavikmusicmess.com og facebook síðunni  www.facebook.com/rvkmusicmess.
Hátíðin hefst þó með opnunarveislu á KEX Hostel fimmtudaginn 23. maí kl. 20. Þar mun opna myndlistarsýning samhliða hátíðinni en hátíðarhaldarar fengu hóp listamanna til að endurvinna sjónrænt kynningarefni þeirra hljómsveita sem koma fram. Eins mun hin frábæra og stuðvæna Boogie Trouble leika fyrir nokkur lög. Hægt verður að ná í armbönd og kaupa miða á hátíðina og svo munu Thule og Reyka bjóða upp á léttar veitingar.
Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru KEX Hostel, Thule, Reyka, Reykjavíkurborg, Íslandsstofa, Reykjavík Grapevine, Clash Magazine og Volta. Miðasala á hátíðina er enn í fullum gangi á www.midi.is.

Frank Ocean til Íslands í sumar

R&B stórstjarnan Frank Ocean er væntanlegur til landsins og mun spila á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. júlí næstkomandi. Platan hans Channel Orange tróndi hátt bæði á vinsældalistum og listum gagnrýnenda á síðasta ári og var meðal annars í öðru sæti á árslista þessarar síðu. Það er skammt stórra högga á milli í innflutningi á erlendum stórstjörnum til eyjunnar þessi misserin en í byrjun vikunnar var tilkynnt um tónleika hinnar sögufrægu diskósveitar Chic. Miðasala á tónleika Frank Ocean hefst 29. maí á miði.is.

 

Tónleikar um Hvítasunnuhelgina

Að fimmtudeginum meðtöldum er þessi helgi fjórir dagar og fyrir utan Eruovision er af nægu að taka í tónleikum og tryllingi þessa helgi.

Fimmtudagur 16. maí

Það verður slegið upp hip hop veislu í óhefðbundnari kantinum á Prikinu en þar munu taktsmiðirnir Marteinn, Lord Pusswhip og Tonmo úr Hip Hop krúinu Mudd Mobb leika listir sínar og tónsmíðar. Gjörningurinn hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er ekki til staðar.

Hljómsveitirnar Murrk og Óregla troða upp á Volta og í tilkynningu frá þeim er lofað brjáluðu proggi og helluðu fusion. Fyrir áhugamenn um slíkt þá opna dyrnar á Volta klukkan 21:00 og inngöngueyrir er 1000 krónur.

Föstudagur 17. maí

Hin kynþokkafulla ábreiðusveit Babies kemur fram ásamt Boogie Trouble og DMG á Faktorý. Gestum er ráðlagt að taka með sér dansskó, bjórpening og getnaðarvarnir. Gleðidyrnar opnast 22:00 og 1000 krónur kostar að ganga í gegnum þær.

Á Faktorý verða einnig aðrir tónleikar með tilraunakennda þjóðlagasöngvaranum Daniel Higgs frá Baltimore. Honum til halds og trausts verður Just Another Snake Cult en tónleikarnir hefjast 20:00 og aðgangur er ókeypis.

Söngvaskáldið Jón Þór sem gaf út hina prýðilegu plötu Sérðu mig í lit á síðasta ári stígur á stokk á Bar 11 ásamt Knife Fight sem að eigin sögn spila hávært indírokk. Tónleikarnir hefjast 22:00 og eru fríkeypis.

Ný klúbbakvöld, RVK DNB, hefja göngu sína á Volta. Eins og nafnið gefur til kynna verða kvöldin helguð Drum & Bass tónlist og þeir sem snúa skífunum á þessu fyrsta kvöldi verða Agzilla, Plasmic, DJ Andre og Elvar.

Blúsaða djasssveitin Beebee and the bluebirds kemur fram á ókeypis tónleikum á Dillon sem hefjast 22:00.

Laugardagur 18. maí

Eftir Eurovisionpartýið verður boðið upp á rapp og dans á Gauk á Stöng þar sem Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti og UMTBS stíga á stokk. Húsið opnar 22:00 og kostar 1000 kall inn.

Sísí Ey, Oculus, Kid Mistik og Sean Danke efna til dansveislu á efri hæð Faktorý sem hefst klukkan 10 og kostar 1000 krónur inn.

Öfgarokksveitin Azoik leikur á hljómleikum á Dillon klukkan 22:00 og ókeypis er inn. Sveitin lofar sprengdum hljóðhimnum og kílóum af flösu fyrir þá sem mæta.

Sunnudagur 19. maí

Elektrórokksveitin RetRoBot sem unnu músíktilraunir á síðasta ári og fönkbandið The Big Band Theory slá upp dansleik á Volta. Ballið hefst klukkan 21:00 og það kostar 500 krónur inn.

Straumur 13. maí 2013

Í Straumi í kvöld kikjum við á fyrstu plötu Daft Punk í 8 ár Random Access Memories. Víð kíkjum einnig á nýtt efni frá Wampire, Wild Nothings, The National og mörgum öðrum. Straumur á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 13. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Give Life Back To Music – Daft Punk
2) Giorgio by Moroder – Daft Punk
3) Instant Crush (featuring Julian Casablancas) – Daft Punk
4) Lose Yourself to Dance (featuring Pharrel Williams)  – Daft Punk
5) Doin’ it Right! (featuring  Panda Bear) – Daft Punk
6) The Socialites (AlunaGeorge remix) – Dirty Projectors
7) Warm Water – Banks
8) Trains – Wampire
9) The Hease – Wampire
10) Spirit Forest – Wampire
11) Snacks – Wampire
12) The Body In Rainfall – Wild Nothing
13) Ride – Wild Nothig
14) Heavenfaced – The National
15) This Is The Last Time – The National
16) Graceless – The National
17) Latch (acoustic Live) – Sam Smith

 

Streymið Random Access Memories með Daft Punk

Nú rétt í þessu var platan Random Access Memories með Daft Punk gerð aðgengileg til streymis á iTunes tónlistarversluninni og hægt er að hlusta á hana hér. Platan kemur út næsta föstudag og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir þá sem ekki eru með aðgang að iTunes er hægt að nálgast grooveshark playlista hér og væntanlega á ótal öðrum stöðum þegar þessi orð eru komin í birtingu.

Chic spila á Íslandi 17. júlí

Diskósúpersveitin Chic sem leidd er af gítarleikaranum Nile Rodgers mun halda tónleika hér á landi í Laugardalshöll þann 17. júlí næstkomandi. Chic var ein helsta sveitin í diskósenu New York borgar á ofanverðum 8. áratugnum og eftir hana liggja ótal smellir eins og Le Freak, Everybody Dance og I Want Your Love. Þá var sveitin ötul í lagasmíðum og upptökum fyrir aðra listamenn eins og Sister Sledge og Diana Ross og sem slík ábyrg fyrir ódauðlegum slögurum eins og We are Family og Upside Down. Nile Rodgers hefur einnig stjórnað upptökum á plötum á borð við Let’s Dance með David Bowie og Like a Virgin með Madonnu. Þá ætti hann að vera hlustendum samtímans kunnugur þar sem hann er í stöðugri útvarps- og dansgólfaspilun um þessar mundir í Daft Punk laginu Get Lucky sem hann fönkar all svaðalega upp með sínum óviðjafnanlega gítarleik. Annar helmingur Chic, hinn frábæri bassaleikari Bernand Edwards, er því miður látinn en koma sveitarinnar ætti þó að vera diskóboltum og grúvhundum mikið fagnaðarefni. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sísí Ey sjá um upphitun á tónleikunum en miðasala hefst á föstudaginn á midi.is. Hlustið á lögin Everybody Dance og Good Times hér fyrir neðan.

Myndband frá Foxygen

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen frá Westlake Village í Kaliforníu gáfu út sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic þann 22. janúar. Lagið No Destruction er án efa einn af hápunktum plötunnar en því mætti lýsa eins og skemmtilegri  blöndu af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement. Hljómsveitin sendi í dag myndband við þetta frábæra lag.

Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí

Miðvikudagur 8. maí

Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.

Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 9. maí

Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.

Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.

Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.

 

 

Föstudagur 10. maí

Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast   klukkan 22.

Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

 

 

Laugardagur 11. maí

Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!

15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín

FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.

 

 

Mynd: Elín Lóa

Yo La Tengo á Iceland Airwaves

Tilkynnt var um 25 nýja listamenn sem munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í dag og þar ber hæst hina mikilsvirtu  bandarísku indísveit Yo La Tengo. Aðrir í erlendu deildinni eru Tape og El Rojo frá Svíþjóð, Carmen Villain frá Noregi, Moon King frá Kanada og Jakob Juhkam frá Eistlandi. Af íslenskum listamönnum sem bætt hefur verið við má nefna Ólaf Arnalds, Sólstafi, Prins Póló, Samaris, Low Roar, Nolo, UMTBS og Lord Pusswhip. Hægt er að skoða öll böndin sem bættust við á heimasíðu airwaves.