Straumur 16. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Gusgus og Lone, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Hundred Waters, Gems, Essáy, Giorgio Moroder og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Restless City – Lone
2) Jaded – Lone
3) Vengeance Video – Lone
4) Giorgio’s Theme – Giorgio Moroder
5) Ocarina – Essáy
6) Scars – Gems
7) Another Life – GusGus
8) Not The First Time – GusGus
9) Mexico – GusGus
10) Murmurs – Hundred Waters
11) Innocent – Hundred Waters
12) The Chauffeur – Warpaint

Straumur 13. maí 2013

Í Straumi í kvöld kikjum við á fyrstu plötu Daft Punk í 8 ár Random Access Memories. Víð kíkjum einnig á nýtt efni frá Wampire, Wild Nothings, The National og mörgum öðrum. Straumur á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 13. maí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Give Life Back To Music – Daft Punk
2) Giorgio by Moroder – Daft Punk
3) Instant Crush (featuring Julian Casablancas) – Daft Punk
4) Lose Yourself to Dance (featuring Pharrel Williams)  – Daft Punk
5) Doin’ it Right! (featuring  Panda Bear) – Daft Punk
6) The Socialites (AlunaGeorge remix) – Dirty Projectors
7) Warm Water – Banks
8) Trains – Wampire
9) The Hease – Wampire
10) Spirit Forest – Wampire
11) Snacks – Wampire
12) The Body In Rainfall – Wild Nothing
13) Ride – Wild Nothig
14) Heavenfaced – The National
15) This Is The Last Time – The National
16) Graceless – The National
17) Latch (acoustic Live) – Sam Smith

 

Casablancas og Pharrel Williams á nýju Daft Punk?

Nýja Daft Punk platan sem allir diskóboltar og danstónlistarnerðir heimsins bíða eftir eins og endurkomu krists kemur út 21. maí en í dag bárust fregnir af öllum tónlistarmönnum sem leika gestahlutverk á henni. Áður hefur verið sagt frá því að Nile Rodgers og Giorgio Moroder hafi komið að gerð hennar en í dag upplýsti franska vefsíðan konbini.com að Julian Casablancas, söngvari Strokes, syngi í einu lagi og Pharrel Williams í tveimur. Þar kemur einnig fram að Noah Lennox úr Animal Collective syngi eitt lag og gamla House-kempan Todd Edwards, sem einnig söng á Discovery, annað. Þetta hefur þó ekki verið opinberlega staðfest af Daft Punk-liðum en upplýsingarnar koma þó heim og saman við það sem áður hefur komið fram um plötuna. Ef þetta er rétt er svo sannarlega enn meiri ástæða til að vera spenntur, fréttaritari straums er alla vega við það að pissa á sig. Fyrir neðan má skoða allan gestalistann á plötunni sem að kombini sagði frá en titlar laganna eru enn á huldu.

1 – Nile Rodgers (Guitar), Paul Jackson Jr. (Guitar) – 4:34
2 – Instrumental – 5:21
3 – Giorgio Moroder (Synth) – 9:04
4 – Gonzales (Piano) – 3:48
5 – Julian Casablancas (Vocals) – 5:37
6 – Loose yourself to dance – Nile Rodgers (Guitar), Pharrell Williams (Vocals) – 5:53
7 – Paul Williams (Vocals and Lyrics) – 8:18
8 – Nile Rodgers (Guitar), Pharrell Williams (Vocals) – 6:07
9 – Paul Williams (Lyrics) – 4:50
10 – Instrumental – 5:41
11 – Todd Edwards (Vocals) – 4:39
12 – Noah Benjamin Lennox (Panda Bear – Vocals) – 4:11
13 – Dj Falcon – 6:21

Viðtal við Giorgio Moroder um samstarf hans við Daft Punk

Nýju Daft Punk plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og var um daginn settur útgáfudagur á gripinn, 21. maí. Þá var jafnframt tilkynnt um titilinn sem er Random Access Memories og umslag plötunnar. Nú hafa Daft Punk liðar sett á netið viðtal við upptökustjórann fræga Giorgio Moroder um samstarfið við þá á plötunni, hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.

 

Safnskífa með Giorgio Moroder

Ítalski upptökustjórinn og lagahöfundurinn Giorgio Moroder mun þann 22. apríl gefa út safndisk með gömlu og sjaldgæfu efni frá árunum 1966 til 1975. Moroder er þekktastur fyrir samstarf sitt við Donnu Summer og kvikmyndatónlist við myndir eins og Scarface, Flashdance og Top Gun en á fyrri hluta ferilsins fékkst hann helst við tyggjókúlupopp. Af Moroder fréttist það síðast að hann hafi unnið með dúettnum Daft Punk að þeirra nýjustu plötu auk þess sem hann stofnaði Soundcloud síðu á síðasta ári þar sem hann hlóð upp ýmsu sjaldgæfu efni af löngum og farsælum ferli. Platan hefur hlotið heitið Schlagermoroder (Volume 1: 1966-1975) og gæti því verið sú fyrsta af mörgum skífum en á henni má meðal annars finna lagið Son of my Father frá 1972 sem má hlýða á hér fyrir neðan.

Dularfull auglýsing frá Daft Punk

Dularfull auglýsing frá frönsku róbótunum í Daft Punk var birt í síðasta þætti af Saturday Night Life skemmtiþættinum. Í auglýsingunni birtist lógó hljómsveitarinnar og að lokum mynd af dúettinum meðan mjúkt diskófönk ómar undir. Nýjustu plötu sveitarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hana unnu þeir meðal annars í samstarfi við Chic-liðann Nile Rodgers og Giorgio Moroder. Enginn útgáfudagur hefur verið settur á plötuna en Nile Rodgers skrifaði á vefsíðu sína fyrir stuttu að hún kæmi út á þessu ári. Hvort að auglýsingin sé fyrirboði plötunnar eða hvort vélmennatvíeykið sé bara að minna á sig veit enginn en áhugasamir geta rýnt í skilaboðin og lesið milli línanna hér að neðan. Heil níu ár eru síðan síðasta hljóðversplata sveitarinnar, Human After All, kom út þannig að aðdáendur eru orðnir nokkuð langeygir eftir framhaldinu.

Giorgio Moroder fann upp dubstep

Lagið Looky Looky með upptökustjóranum Giorgio Moroder frá árinu 1969 hefur nú verið nefnt sem fyrsta dubstep lagið. Moroder póstaði broti úr laginu á facebook síðu sinni í dag og baðst afsökunar þegar að einn aðdáandi hans sagði hann hafa skapað skrímsli. Hlustið á dubstep bútinn úr laginu hér fyrir neðan og horfið á Moroder flytja lagið í frönskum sjónvarpsþætti frá árinu 1969.

Giorgio Moroder kominn á Soundcloud

Hinn goðsagnakenndi pródúsant og lagahöfundur Giorgio Moroder stofnaði nýverið ekki bara eina, heldur tvær soundcloud síður. Þar hefur hann hlaðið upp ótal lögum frá löngum og farsælum ferli, en sumt af því er afar sjaldgæft efni. Hinn ítalski tónlistarmaður var helsti lagahöfundur og upptökustjóri Donnu Summer á hápunkti ferils hennar en hann hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni og samið tónlist við fjölda kvikmynda, þar á meðal Scarface, Midnight Express og Top Gun. Þá hefur hann unnið með mörgum stjórstjörnum svo sem Bonnie Tyler, Freddy Mercury, David Bowie og Debby Harry og hlotið þrjú óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist. Hann hætti að mestu afskiptum af tónlistarbransanum í byrjun 10. áratugarins en hefur síðan öðlast költ status meðal margra tónlistaráhugamanna. Hér fyrir neðan má hlusta á endurhljóðblandaða útgáfu af From here to Eternity frá 1977 og lag af plötunni EINZELGÄNGER frá 1975.