3.4.2013 19:15

Viðtal við Giorgio Moroder um samstarf hans við Daft Punk

Nýju Daft Punk plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og var um daginn settur útgáfudagur á gripinn, 21. maí. Þá var jafnframt tilkynnt um titilinn sem er Random Access Memories og umslag plötunnar. Nú hafa Daft Punk liðar sett á netið viðtal við upptökustjórann fræga Giorgio Moroder um samstarfið við þá á plötunni, hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.

 


©Straum.is 2012