Tónlistarmarkaður – Bernhöfts Bazaars

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum frá 20 júní – 25 júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Fyrsti markaður sumarsins snýr að tónlist og fer hann fram laugardaginn 20 júní frá klukkan kl 13 – 18.

Tónlistarunnendur, útgáfufyrirtæki og listamenn munu bjóða uppá breitt safn af tónlistartengdum varningi, nýútgefnu efni, vínylplötum, geisladiskum og kassettum fyrir alla aldurshópa. Veitingarstaðurinn Torfan verður á svæðinu og selur svalandi veitingar fyrir fjölskylduna, DJ Óli Dóri þeytir skífum og tónlistarfólk spilar.

https://www.facebook.com/events/578058362331947/

Tónleikar helgarinnar 5. – 6. júní

Föstudagur 5. júní

Tónlistarmennirnir Helgi Valur, Ósk og Brynja koma fram á Sumargleði Bíó Paradís klukkan 17:00.

Tónlistarmaðurinn Onsen öðru nafni Trevor Welch heldur útgáfutónleika í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
The Bangoura Band, Unnur Sara, Caterpillarmen og Mc Bjór og Bland halda tónleika á Gauknum. Ókeypis inn og hefjast tónleikarnir á slaginu 23:00.
Laugardagur 6. júní

DJ Flugvél og Geimskip kemur fram í Reykjavík Record Shop klukkan 16:00 í tilefni af útgáfu nýjustu plötu sinnar Hafsbotninn.

Skemmtistaðurinn Húrra fagnar 1. árs afmæli með stuðveislu sem hefst klukkan 18:00. Saga Garðarsdóttir, loldrottning Íslands, mun fara með gamanmál. Milkywhale, nýtt verkefni Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur frumflytja sitt stöff og svo mun Babies Flokkurinn tjúlla kosmósið með sínu þrumustuði langt fram á kvöld þar til DJ Óli Dóri tekur við og pakkar þessu saman.

Tónleikahelgin 21.-24. maí

Fimmtudagur 21. maí

 

Sveinn Guðmundsson, slowsteps og Four Leaves Left verða með akústíska tónleika á Dillon. Það er frítt inn og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Föstudagur 22. maí

 

Pink Street Boys fagna útgáfu plötunnar HITS #1 á kaffistofu nemendagallerýs Listaháskólans á Hverfisgötu. Ásamt þeim koma fram Singapore Sling, russian.girls, Godchilla og Seint. Aðgangseyrir er 1000 krónur og veislan byrjar klukkan 21:00. Þeir sem hyggjast neyta áfengra veiga meðan tónleikunum stendur er bent á að koma með þær að heiman.

 

Hljómsveitin Ylja og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon ásamt hljómsveit blása til tónleikaveislu á Cafe Rósenberg. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja klukkan 22:00.

 

Laugardagur 23. maí

 

Tónleikar til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Nepal verða á Gamla Gauknum. Fram koma í þessari röð: Meistarar dauðans, Daníel Hjálmtýsson, DJ Smutty Smiff, Art Show/Auction, Greyhound, The 59’s, Q4U, Dikta, Kontinuum og Esja. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 17:00.

 

Í Mengi verða flutt sex verk eftir Báru Gísladóttur fyrir klarínettu, kontrabassa, saxafón og rafhljóð. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00

 

Sunnudagur 24. maí

 

Hilmar Jensson leikur spunakennd verk í Mengi ásamt bandaríska djasstrommaranum Jim Black og norska bassaleikaranum Jo Berger Myhre. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

Tónleikar helgarinnar 22. – 26. apríl 2015

Miðvikudagur 22. apríl

Hafnfirðingar kveðja veturinn og bjóða fólki heim til sín í tónleikaveislu í kvöld. Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað sinn og spila 13 hljómsveitir/listamenn í 13 HEIMA-húsum í miðbæ Hafnarfjarðar: Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family

 

 

Holy Hrafn, Alvia Islandia, Átrúnaðargoðin, Þriðja Hæðin og Shades of Reykjavík koma fram á Húrra. Það kostar 1000 kr inn og tónleikarnir byrja á slaginu 20:00
Lágtíðin og Secret Solstice kynna Secret Solstice 2015 launch party á Palóma.
Uppi:
22:30 – 23:30 // KSF
23:30 – 24:00 // Alvia Islandia
24:00 – 01:00 // Gervisykur
01:00 – 01:20 // GKR
01:20 – 02:00 // Gísli Pálmi
02:00 – 03:00 // Shades of Reykjavik
03:00 – 04:30 // Árni Kocoon

Niðri:
23:00 – 01:00 // Ómar Borg
01:00 – 02:00 // DJ Yamaho
02:00 – 03:40 // Skeng b2b Tandri
03:40 – 04:30 // Hidden People

 

 

Fimmtudagur 23. apríl

Unnur Sara og Teitur Magnússon koma fram á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar 1500 kr inn og 1000 kr fyrir námsmenn.

 

Guðmundur Herbertsson kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

 
Föstudagur 24. apríl
Reykjavík Grapevine og Húrra kynna: Langtframánótt hip hop partý með nokkrum helstu öðlingum þess geira á Húrra. Bent, Gísli Pálmi & Emmsjé Gauti manna mæka, meðan sjálfur Logi Pedro skaffar beatz+vibez. Fjölmargir, handvaldir gesta MCs og performers bregða á leik. Logi leikur til lokunar. Miðaverð: 1500 kr og byrjar kvöldið klukkan 23:00

 
Mr. Silla og Teitur halda tónleikar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

Pungsig og Elín Helena spila á Bar 11. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Laugardagur 25. apríl

Pink Street Boys og norska hljómsveitin The Wednesdays Knights munu trođa upp á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Sunnudagur 26. apríl

Hljómsveitin Hugar halda sína fyrstu tónleika í Gym & Tonic á Kex Hostel. Tónleikarnir verða einskonar útgáfutónleikar þeirra fyrstu plötu sem kom út sumarið 2014 en þó verða leikin ný lög í bland við efni plötunnar. Tónleikarnir hefjast tímanlega kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Eftir tónleikana verður síðan frír bjór á barnum á meðan birgðir endast.

Jón Þór – Stelpur

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út nýtt lag í dag að nafninu Stelpur. Jón gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2012 og fylgir henni hér eftir með þessu lagi. Lagið er að okkar mati eitt af hressari lögum sem komið hefur út hér á landi í langan tíma.

Sónarskoðun #3: Hvítt fönk, dubstep og djöfulgangur

 

Myndir: Aron Guðmundsson

 

Ég mætti rúmlega 9 í Silfurberg til að sjá sænsku táningarappsveitinn Young Lean and the Sad Boys. Þeir spiluðu nokkurs konar átótjúnað emo-rapp, og ég meina það ekki á neikvæðan hátt. Þvínæst sá ég japanska stelpnatríóið Nisennenmondai. Þær spiluðu á bassa, trommur og gítar og framkölluðu dáleiðandi mínímalíska tekknótónlist þar sem taktföst endurtekningin hamraði sér leið inn í undirmeðvitundina.

Nisennenmondai

Þær virtust algjörlega í leiðslu og stemmningin var eins og týndi hlekkurinn milli frumstæðra ættbálkaathafna og nútíma tekknóklúbba. Stelpan á trommunum hélt úti mekanískri keyrslu allan tímann og missti ekki úr slag, og úr gítarnum komu hljóð sem minntu sitt á hvað á bílvél eða draugagang. Eftir svona hálftíma var ég samt farinn að þrá smávægilega tilbreytingu, það sem gerði þetta kúl var naumhyggjan og endurtekningin en það vantaði bara eitthvað pínu ponsu meira; þetta var einum of einsleitt en næstum því frábært.

reyan_hems2

Plötusnúðurinn Ryan Hemsworth spilaði léttari tónlist en margir aðrir plötusnúðar á hátíðinni en hann bauð upp á fjölbreytta blöndu af Hip Hop, R’n’B og poppuðu Dub Step og jók tempóið eftir því sem leið á settið. Næst á dagskrá var hinn breski sláni Adam Bainbridge sem gengur undir vinalega listamannsnafninu Kindness. Hann kom fram með heljarinnar hljómsveit og blökkum bakraddasöngkonum og lék fágað fönk og grúví diskó af fádæma öryggi næstu þrjú kortérin eða svo.

kindness

Ég hafði ekki heyrt neitt af tónlist hans áður en smitaðist af ryþmanum frá fyrsta lagi. Af og til var splæst bútum úr lögum eftir listamenn eins og Prince, Bobbie Womack og Art of Noise inn í settið og á einum tímapunktu brast á með Conga-röð hljómsveitarmeðlima um allt sviðið þar sem allir höfðu kúabjöllu, hristu eða annað ásláttarhljóðfæri í hönd. Þetta var algjört funkathon og skemmtilegustu tónleikar hátíðarinnar fyrir mig persónulega.

 

Þá var bara stærsta nafn hátíðarinnar eftir, ameríski dubstep æringinn Skrillex, sem er dáður eins og guð af glataðri æsku, en litinn hornauga af gömlum, bitrum og sjálfskipuðum spekingum eins og mér. Ég gat samt ekki sleppt því tækifæri að fylgjast með tónleikunum og sé alls ekki eftir því. Ég myndi ekki nenna að hlusta á þessa tónlist heima hjá mér, en þetta var allsherjar loftárás á skilningarvitin af nördalegum unglingi með allt of dýrar græjur. Og ég meina það á góðan hátt. Svona tiltölulega. Þarna var dropp-um, grafík, lazer-um og reyk bombað í fésið á þér á hverju sekúndubroti þannig ekki gafst tækifæri til að hugsa eða greina eina einustu einingu, því þá var nýtt áreiti komið á sjóndeildarhringinn. Hann henti svo Björk, Stars Wars laginu og íslenska fánanum inn í settið meðan hann klifraði, hoppaði og bara almennt djöflaðist í og ofan á tækjaborðinu sínu.

skrillex4

Eftir þessa æskudýrkun og fjallstind sem Skrillex var fór ég alla leið niður í bílakjallaran til að sjá einn langlífasta og farsælasta plötusnúð landsins, DJ Margeir. Hann spilar tónlist sem er einhvern veginn viðeigandi hvar sem er fyrir hvern sem er, harðan kjarna með mjúkri áferð. Þar dönsuðu gestir með öllum frumum líkama sinna og reyndu hvað þeir gátu að halda lífsmarki í Sónarnum þegar endirinn var yfirvofandi.

margeir

En allt spennandi endar og Sónar hátíðin er engin undantekning þar á. Hún var samt frábærlega heppnuð og minningarnar lifa, allavega þangað til við fáum öll alzheimer eða drepumst. Ég er strax farinn að hlakka til næstu hátíðar en þangað til getið þið lesið umfjallanir Straums um fimmtudagskvöldið, föstudagskvöldið eða fyrri hátíðir.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Tólf góð atriði á Sónar

Sónar hátíðin hefst í Hörpu í dag og Straumur mun að sjálfsögðu verða á svæðinu næstu daga með daglegar fréttir af hátíðinni. Til þess að hita upp höfum við tekið saman lista yfir 12 atriði á hátíðinni sem við mælum sérstaklega með. Listinn er þó alls ekki tæmandi þar sem yfir 60 atriði eru á hátíðinni og mjög mikið af rjóma þannig að erfitt var að velja. En hér er listinn og gleðilegan Sónar!

Todd Terje

 

Terje-inn hefur verið í uppáhaldi hjá ritstjórn Straums um alllangt skeið, en hann átti eina allra bestu breiðskífu síðasta árs, It’s Album Time, sem var hans fyrsta plata í fullri lengd. Hann er jafnfær á ítalódiskó og evrópskt spæjarafönk og algjör meistari í hljóðgervlum.

 

SBTRKT

 

Breski pródúsantinn SBTRKT hefur getið sér geisigott orð fyrir dubstep-skotið rafpopp af bestu sort. Smellurinn Wildfire sem söngkonan Yukumi Nagato syngur tröllreið dansgólfum beggja vegna Atlantshafsins árið 2011.

 

Randomer

 

Bretinn Randomer sækir jöfnum höndum í tekknó-arfleið Detroit og Berlínar í dökkum og dúndrandi hljóðheimi sínum.

 

Tonik Ensemble

 

Raftónlistarmaðurinn Anton Kaldal sem leiðir Tonik Ensemble er einn allra fremsti pródúsant þjóðarinnar og í Tonik Ensemble fær hann til liðs við sig selló- og saxafónleikara ásamt söngvaranum Herði Má úr M-Band. Útkoman er tregafullt sálartekknó sem hittir beint í mark og miðar bæðið á mjaðmir og hjarta. Hans fyrsta breiðskífa, Snapshots, kom út í vikunni og er feikilega sterkur frumburður.

 

Jamie xx

 

Forsprakki mínímalísku indípoppsveitarinnar xx er með allra heitustu plötusnúðum Bretlands um þessar mundir.

 

Yung Lean

 

Þessi knái sænski rappari er einungis 19 ára gamall og textarnir hans eru uppfullir af tilvísunum í samtímapoppmenningu minecraft kynslóðarinnar.

 

Paul Kalkbrenner

 

Þýski tekknójálkurinn Paul Kalkbrenner átti að koma á síðustu Sónar hátíð en neyddist til að afboða koma sína vegna augnsýkingar. Það eru því margir sem bíða komu hans með mikilli eftirvæntingu í ár.

 

Kindness

 

Kindness er listamannsnafn hins breska Adam Bainbridge sem er þekktur fyrir að blanda saman poppi, sálartónlist, R&B og diskói í ómóstæðilegan bræðing.

 

M-Band

 

Hörður Már Bjarnason framleiðir vandaða dansmúsík undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Jon Hopkins, Gus Gus og Caribou. Hann átti að mati Straums bestu íslensku plötu síðasta árs, Haust, og eitt af bestu lögunum líka, Never Ending Never.

 

Nina Kraviz

 

Hin rússneska plötusnælda Kraviz hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhiminn alþjóðlegu plötusnúðasenunnar. Frumleg blanda af tekknói og acid house hefur fleytt henni í helstu dansklúbba veraldar.

 

Ametsub

 

Japanskur tónlistarmaður sem skapar undurfalleg hljóðræn landslög úr ambíent og umhverfishljóðum.

 

Páll Ívan frá Eiðum

 

Tónskáldið, myndlistarmaðurinn, forritunarneminn og djókarinn Páll Ívan frá Eiðum var einn óvæntasti nýliðinn í raftónlistinni á árinu. Með laginu Expanding og glæsilegu myndbandi stimplaði hann sig rækilega inn, meðan lög eins og Lommi farðu heim og Atvinnuleysi fyrir alla eru þrusugóð þó þau séu gerð með glott á brá.

 

Tónleikar helgarinnar 5. – 8. febrúar 2015

Fimmtudagur 5. febrúar

Félagarnir Jo Berger Myhre, Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason verja kvöldinu saman í Mengi í frjálsum spuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Tónleikar með Teiti Magnússyni í Gym & Tonic á Kex Hostel. Teitur er annar aðallagahöfunda Obja Rasta og mun hann koma fram ásamt fullskipaðri hljómsveit. Miðaverð er 1500 kr. “Tuttugu og sjö” platan með Teiti á CD + miði á tónleika = 2500 kr.

In The Company Of Men, Ophidian I & Mannvirki á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Föstudagur 6. febrúar

Oyama og Tilbury spila á Húrra Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Krakkkbot heldur útgáfutónleika í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar í tilefni að Safnanótt Vetrarhátíðar, en þar mun Krakkkbot flytja plötu sína Blak Musik í heild sinni.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20:45.

Hjalti Þorkelsson og hljómsveit leika lög Hjalta á Café Rósenberg. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 7. febrúar

Oberdada von Brútal mætir til leiks íj Mengi með frumflutning á antí-músíkverkinu PNTGRMTN, en Harry Knuckles ætlar að hita upp fyrir hann og flytja nokkur tilbrigði við stefið hávaða. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytur nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur 8. febrúar

Rafdúóið Mankan sem skipað er þeim Guðmundi Vigni Karlssyni og Tom Manoury koma fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.

Django Django snúa aftur

Skoska rafpoppbandið Django Django sendu frá sér nýtt lag í dag sem ber nafnið First Light, en það verður á breiðskífu sem er væntanleg í vor. Lagið er hið fyrsta til að heyrast frá sveitinni frá samnefndri breiðskífu þeirra sem kom út árið 2012 og var með betri plötum þess árs. Hlustið á First Light hér fyrir neðan:

Bestu erlendu lög ársins 2014

50. Master Pretender – First Aid Kit

 

49. Salad Days – Mac DeMarco

 

48. Gold Coins – Charli XCX

 

47. 5thep – Todd Osborn

 

46. Archie Marry Me – Alvvays

 

45. Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz

 

44. You Stessin – Bishop Nehru

 

43. Fiona Coyne – SAINT PEPSI

 

42. Talking Backwards – Real Estate

 

41. Drive, Pt. 1 – Ben Khan

 

40. 1998 – Chet Faker

 

39. Chandelier (Four Tet Remix) – Sia

 

38. Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels

 

37. Love Letters (Soulwax remix) – Metronomy

 

36. Hey Life – tUnE-yArDs

 

35. Birthday Song – Frankie Cosmos

 

34. Got To My Head – Waters

 

33. Mister Main – Ty Segall

 

32. Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts

 

31. Completely Not Me – Jenny Lewis

 

30. Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin

 

29. Never Catch Me (ft .Kendrick Lamar) – Flying Lotus

 

28. Little Fang – Avey Tare

 

27. Put Your Name In My Phone – Ariel Pink

 

26. Mr Tembo – Damon Albarn

 

25. Lay-by – Tennyson

 

24. King Bromeliad – Floating Points

 

23. The Lens – The Oh Sees

 

22. The British Are Coming – Weezer

 

21. 11 O’Clock Friday Night – Hamilton Leithauser

 

20. Better Blues – Chance The Rapper

Er hægt að gera hugljúft og bjartsýnt lag sem fjallar um hatur á öllum sköpuðum hlutum og sálum, hatur sem beinist jafnt að samfélaginu og sjálfum sér? Chance The Rapper svaraði þeirri spurningu játandi með laginu Better Blues. Við hötum það ekki.

19. Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware

Í þessari hugvitssamlegu endurhljóðblöndun er komin dansvænleg bassatromma á hvert slag, en fínleg og allt að því loftkennd rödd Jessie Ware trónir hins vegar yfir öllu saman og nýtur sín einstaklega vel.

18. Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

Chaz Bundick, betur þekktur sem Toro Y Moi, sýndi á sér ferska hlið á árinu með þessum fönk- og diskóskotna danssmelli. Áferðin er organísk og söngurinn einlægur en bassatromman en þyngri en oft áður, svo lagið flýtur beinustu leið á dansgólfið.

17. Digital Witness – St. Vincent

Það er deginum ljósara að St. Vincent hefur drukkið í sig áhrif frá samstarfinu við David Byrne, því Digital Witness hljómar eins og nýstárlegur snúningur á týndum Talking Heads smelli. Textinn fjallar um póstmódernískra tæknifyrringu nútímamannsins og ofgnótt upplýsingasamfélagsins með brassaðri uppsveiflu og firnagóðu gripi í viðlaginu.

16. Alfonso Muskedunder – Todd Terje

Þó að Todd Terje hafi mest unnið innan geimdiskórammans er hann þó mikið ólíkindatól og jafnfær á ýmsar strauma og stefnur. Í Alfonso Musketer er hann að vinna úr arfleið kvikmyndatónlistar 8. áratugarins, djassað spæjarafönk í sjö áttundu þar sem sótt er jöfnum höndum í smiðju Lalo Schifrin og Henry Mancini. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli þegar þú ert í villtum dillidansi sem er óhjákvæmilegt þegar lagið berst til eyrna.

15. Flashlight – Bonobo

Bonobo átti frábæra tónleika á Sónar hátíðinni og sýndi það í þessu lagi að hann hefur þróast talsvert frá trip hop-inu sem kom honum á kortið fyrir um áratug síðan. Flashlight er fönkí house-lag sem er dregið áfram af grófum bassaslætti í bland við ótal tegundir af exótískum ásláttarhljóðum.

14. Back, Baby – Jessica Pratt

Back, Baby hljómar eins það hafi verið tekið upp fyrir 50 árum síðan og ég veit ekkert hvaðan þessi rödd kemur. Ekki af þessum heimi allavega, til þess er hún of skrýtin og falleg.

13. True Love – Tobias Jesso jr

Tobias Jesso jr sækir innblástur til helstu meistara melódramatíkurinnar, Billy Joel og Elton John, í þessari lágstemmdu en þó mikilfenglegu píanóballöðu.

12. Alena – Yumi Zouma

Alena er svo létt og leikandi að það er næstum því þyngdarlaust. Undurfögur röddin svífur yfir house píanói og alls konar hljóðum sem minna á strandir og sjávarföll.

11. Soda – Azealia Banks

Töffarlegt rapp og attitúd Banks er fullkomið lím fyrir þá 50/50 blöndu af House og hip hoppi sem þessi óstöðvandi danssmellur er gerður úr.

10. 2 Is 8 – Lone

2 is 8 hljómar eins og takturinn úr einhverjum gullaldar hip hop slagara nema í eylítið hraðara tempói. Í stað rapps fáum við svo hljóðgervlamelódíur sem tvístrast eins og lækjarsprænur í ótal áttir yfir hoppandi bítinu.

9. minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin

Í þessu fyrsta lagi frá Aphex Twin í óralangan tíma mátti heyra níðþungan og margbrotinn takt í bland við draugalegar raddir, bjagaða píanóhljóma og ægifögur synþahljóð í súpu sem gæti ekki hafa verið framreidd af neinum öðrum en séní-inu sjálfu. Það er eins og Alberto Balsam, Windowlicker og Iz-Uz í hárréttum hlutföllum. Það var gott að fá Aphex-inn sinn aftur.

8. Pretty Girls – Little Dragon

Óaðfinnanlegur hljómur, frumlega strengjaútsetningar, endalaus smáatriði í hverju horni og rödd söngkonu Little Dragon gera Pretty Girls að nánst ósnertanlegu popplagi, á ári með harða samkeppni í þeirri deild.

7. Rocketship (Daniel Johnston cover) – The Unicorns

Hin fornfræga indísveit Unicorns sneri aftur á árinu með túr um heiminn og þessa dásamlegu ábreiðu af Daniel Johnston í farteskinu. Þeir heiðra gamla meistarann og furðufuglinn með ótrúlega frjórri útgáfu sem sækir jöfnum höndum í skynvillutónlist og gamaldags vísindaskáldskap.

6. Two Weeks – FKA Twigs

FK Twigs hafði lengi byggt upp hæpið fyrir sína fyrstu breiðskífu sem loksins kom á árinu. Two Weeks var hæsti tindurinn í þeim mikla fjallgarði sem platan er, loksins er komin söngkona til að leiða trip hoppið inn í framtíðina.

5. Silver – Caribou

Caribou virðist vera ófær um að gera lélega eða leiðinlega tónlist, og þrátt fyrir stærðfræðigráðuna og nákvæmnina er mannleg hlýja í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Á Our Love er hann í hugljúfum og allt að því væmnum gír, en í besta lagið að okkar mati var Silver. Það hefur seigfljótandi synþabassa með höktandi raddsampli, smekklegum strengjum og dúnmjúkum söng Daniel Snaith. Bara það hefði nægt því til að komast á þennan lista, en hækkunin og kaflaskiptingin sem hefst á 3:23 fleytir því alla leið í fimmta sætið. Þá eru allir synþar tvíkaðir í botn og endalausar arpeggíur og melódíur fossast yfir þig og valda gæsahúð á gæsahúð ofan og hækkandi sálarhita. Hljómar eins og að troða alsælu í eyrun á sér.

4. How Can You Really – Foxygen

Okkur hættir til þess að gleyma því að í rauninni fögnum við jólunum því þá fara dagarnir að lengjast aftur, með öðrum orðum, þá er styttra í sumarið. Foxygen áttu bestu plötu ársins 2013 að okkar mati en platan sem kom út í ár var nokkuð mistæk. Hún gaf okkur þó eitt allra besta lag ársins sem er svo mikið sumar að það drýpur sólskin af hverjum píanóhljómi og saxafónblæstri. Við hlökkum til sumarsins í hver sinn sem við hlustum.

3. L – Tycho

L er eins og heitt teppi í svartasta skammdeginu, ekki svona sem stingur heldur úr mjúkri flís sem þú hjúfrar þig inn í eins og púpa. Lagið hreinlega umvefur þig á alla vegu og gerir slæma daga bærilega og góða daga eins og lúr á bleikfjólubláu skýi. Angurvær elektróníkin fyllir út í og aðlagast hverju því herbergi þar sem hún ómar og er alltaf og alls staðar viðeigandi.

2. Wave 1 – Com Truise

Com Truise verður ólíkt rímnafna sínum í vísindakirkjunni bara betri og betri með tímanum. Það heyrist glöggt á hans nýjustu skífu, Wave 1, og hvergi betur en í titillaginu þar sem öldur af melódíum skella á hlustandanum hver á eftir annarri. Þetta er raftónlist með sammannlega eiginleika, þú skynjar ástríðuna og natnina á bak við hvert einasta hljóð og nótu.

1. On The Regular – Shamir

Frumburður hins 19 ára gamla Shamir Baily, Ep-platan Northtown, var algjört afbragð og lagið If It Wasn’t True hefði lent ofarlega á árslistanum ef við takmörkuðum okkur ekki við eitt lag á hvern listamann. Í október staðfesti Shamir hins vegar undraverða tónlistarhæfileika og það að hann ætlaði sér langt, því On the Regular er það sem á ensku er stundum kallað Calling Card. Lag sem segir “Hér er ég og mættur á svæðið!”, með sjálfstraust og attitúd vigtað í tonnum. On The Regular hefst á kúabjöllu og inniheldur groddalegt elektró, óldskúl rapp, sungna brú og stórkostlegt myndband. En það er flutningur Shamirs sem heldur því saman; naívur en samt fullorðins, macho og kvenlegur á sama tíma, glettinn en samt alls ekki að grínast. Í okkar bókum verðskuldar það lag ársins 2014 og við munum fylgjast stíft með Shamir á því næsta.