Tónlistarmarkaður – Bernhöfts Bazaars

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum frá 20 júní – 25 júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Fyrsti markaður sumarsins snýr að tónlist og fer hann fram laugardaginn 20 júní frá klukkan kl 13 – 18.

Tónlistarunnendur, útgáfufyrirtæki og listamenn munu bjóða uppá breitt safn af tónlistartengdum varningi, nýútgefnu efni, vínylplötum, geisladiskum og kassettum fyrir alla aldurshópa. Veitingarstaðurinn Torfan verður á svæðinu og selur svalandi veitingar fyrir fjölskylduna, DJ Óli Dóri þeytir skífum og tónlistarfólk spilar.

https://www.facebook.com/events/578058362331947/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *