Tónleikar helgarinnar 22. – 26. apríl 2015

Miðvikudagur 22. apríl

Hafnfirðingar kveðja veturinn og bjóða fólki heim til sín í tónleikaveislu í kvöld. Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað sinn og spila 13 hljómsveitir/listamenn í 13 HEIMA-húsum í miðbæ Hafnarfjarðar: Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family

 

 

Holy Hrafn, Alvia Islandia, Átrúnaðargoðin, Þriðja Hæðin og Shades of Reykjavík koma fram á Húrra. Það kostar 1000 kr inn og tónleikarnir byrja á slaginu 20:00
Lágtíðin og Secret Solstice kynna Secret Solstice 2015 launch party á Palóma.
Uppi:
22:30 – 23:30 // KSF
23:30 – 24:00 // Alvia Islandia
24:00 – 01:00 // Gervisykur
01:00 – 01:20 // GKR
01:20 – 02:00 // Gísli Pálmi
02:00 – 03:00 // Shades of Reykjavik
03:00 – 04:30 // Árni Kocoon

Niðri:
23:00 – 01:00 // Ómar Borg
01:00 – 02:00 // DJ Yamaho
02:00 – 03:40 // Skeng b2b Tandri
03:40 – 04:30 // Hidden People

 

 

Fimmtudagur 23. apríl

Unnur Sara og Teitur Magnússon koma fram á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar 1500 kr inn og 1000 kr fyrir námsmenn.

 

Guðmundur Herbertsson kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

 
Föstudagur 24. apríl
Reykjavík Grapevine og Húrra kynna: Langtframánótt hip hop partý með nokkrum helstu öðlingum þess geira á Húrra. Bent, Gísli Pálmi & Emmsjé Gauti manna mæka, meðan sjálfur Logi Pedro skaffar beatz+vibez. Fjölmargir, handvaldir gesta MCs og performers bregða á leik. Logi leikur til lokunar. Miðaverð: 1500 kr og byrjar kvöldið klukkan 23:00

 
Mr. Silla og Teitur halda tónleikar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

Pungsig og Elín Helena spila á Bar 11. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Laugardagur 25. apríl

Pink Street Boys og norska hljómsveitin The Wednesdays Knights munu trođa upp á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Sunnudagur 26. apríl

Hljómsveitin Hugar halda sína fyrstu tónleika í Gym & Tonic á Kex Hostel. Tónleikarnir verða einskonar útgáfutónleikar þeirra fyrstu plötu sem kom út sumarið 2014 en þó verða leikin ný lög í bland við efni plötunnar. Tónleikarnir hefjast tímanlega kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Eftir tónleikana verður síðan frír bjór á barnum á meðan birgðir endast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *