Bestu erlendu plötur ársins 2014

Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

29. Mourn – Mourn

28. Arca – Xen

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

26. Damon Albarn – Everyday Robots

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24. Metronomy – Love Letters

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22. FKA twigs – LP1

21. Shamir – Northtown EP

20. Ben Khan – 1992 EP

19. Giraffage – No Reason

18. Mac DeMarco – Salad Days

17. Real Estate – Atlas

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste

Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.

14. Aphex Twin – Syro

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.

13. Les Sins – Michael

Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.

 

12. Com Truise – Wave 1

Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.

11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea

Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.

10. Jessie Ware – Tough Love

Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.

9. Frankie Cosmos – Zentropy

Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.

8. The War On Drugs – Lost In the Dream

Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári.  Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki  9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.

7. St. Vincent – St. Vincent

Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu.  Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.

 

6. Caribou – Our Love

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.

5. Tycho – Awake

Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.

4. Ty Segall – Manipulator

Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.

3. Todd Terje – It’s Album Time

Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.

2. Sun Kil Moon – Benji

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra.  Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.

1. Lone – Reality Testing

Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári.  Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.

11 erlend bönd sem þú mátt ekki missa af

Aragrúi af misþekktum erlendum hljómsveitum kemur fram á Iceland Airwaves sem hefst í dag svo erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir þær. Straumur hefur því til yndis- og hægðarauka fyrir lesendur tekið saman 11 erlend bönd sem við mælum sérstaklega með. Þau eru í stafrófsröð og öll með tölu æðisleg.

 

Black Bananas (US) – Föstudaginn 23:20 á Gauknum

Suddalega grúví synþapopp sem hljómar eins og afkvæmi Prince og Rick James að fönka í fjarlægri framtíð.

 

Caribou (CA) – Laugardaginn 23:45 í Listasafni Reykjavíkur

Lífrænt tekknó á stöðugri hreyfingu. Our Love er ein besta plata ársins og við erum ennþá að hlusta á Swim sem kom út 2010. Spilaði á frábærum tónleikum á Nasa 2011.

 

 

Ezra Furman (US) – Laugardaginn 00:30 í Iðnó

Bættu þremur desilítrum af saxafón út í passlega pönkaða poppsúpu og útkoman er Ezra Furman. My Zero er eitt mest grípandi lag sem við höfum heyrt í ár.

 

Flaming Lips (US) – Sunnudagur 22:30 Vodafonehöllin (þarf sérstakan miða)

Það þarf svo sem ekki að segja mikið um Flaming Lips. Eitt stöndugasta band óháðu tónlistarsenunnar í hátt í tvö áratugi og frægir fyrir æðisgengin live sjó.

 

Ibibo Sound Machine (UK) – Föstudaginn 22:50 í Listasafni Reykjavíkur

Sjóðheitur grautur úr ótal exótískum áttum. Afrískt diskó með rafræna sál og framsækin grúv.

The Knife (SE) – Laugardaginn 22:00 í Silfurbergi Hörpu

Sænski sifjaspellsdúettinn tilkynnti með trompi að hann myndi halda sína síðustu tónleika á Airwaves. Tónlist þeirra er á köflum drungaleg, poppuð, tilraunakennd eða allt í senn. I’m in love with your brother.

 

La Femme (FR) – Fimmtudaginn 00:00 í Silfurbergi Hörpu

Tilraunakennt franspopp með töffaraskap í tonnatali.

 

Roosevelt (DE) – Föstudaginn 20:50 á Húrra

Raftónlist sem er í senn draumkennd og dansvæn, rambar á barmi chillwave og tekknós.

 

Unknown Mortal Orchestra (NZ) – Föstudaginn 18:15 í Bíó Paradís og laugardaginn 00:20 í Norðurljósum í Hörpu

Lo-Fi 60’s stöff af bestu mögulegu bítlalegu gerð; fönkí, sækadelic og seiðandi.

 

The War on Drugs (US) – Sunnudaginn 21:30 í Vodafone höllinni (þarf sérstakan miða)

Eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum um þessar mundir og gáfu út eina af bestu plötum þessa árs, Lost in a Dream.

Yumi Zouma (NZ) – Laugardaginn 22:30 Kaldalón í Hörpu

Undurfalleg rödd og ótrúlega hugvitsamlega útsett og vandað draumapopp.

The War on Drugs á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
The War on Drugs (US), sem munu loka hátíðinni ásamt Flaming Lips sunnudaginn 9. nóvember.
Caribou (CA)
Future Islands (US)
Oyama
Farao (NO)
Kaleo
Zhala (SE)
Spray Paint (US)
Rökkurró
Emilie Nicolas (NO)
Endless Dark
Kippi Kaninus
King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)
Brain Police
Beneath
Þórir Georg
Fufanu
Epic Rain
Skurken
AMFJ
Kontinuum
Ophidian I
Var
Atónal Blús
Mafama
Vio
Lucy in Blue
Conflictions

Straumur 24. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá The War On Drugs og Real Estate. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Waters, Com Truise, Skakkamange  og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Got To My Head – Waters
2) Under the Pressure – The War On Drugs
3) An Ocean In Between the Waves – The War On Drugs
4) Lost In the Dreams – The War On Drugs
5) Wave 1 – Com Truise
6) Spectre – Tycho
7) Pffff – Big Spider’s Back
8) Good Mistake – Mr Little Jeans
9) Free From Love – Skakkamange
10) Had to Hear – Real Estate
11) Crime – Real Estate
12) Navigator – Real Estate
13) Lonely Richard – Amen Dunes
14) Naturally – Sean Nicholas Savage

Straumur 6. janúar 2014

Í fyrsta Straumi ársins verður nýjasta plata Stephen Malkmus & The Jicks tekin fyrir, við heyrum einnig nýtt efni frá Danny Brown, Sbtrkt, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

Straumur 6. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Planetary Motion – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Houston Hades – Stephen Malkmus & The Jicks
3) Shibboleth – Stephen Malkmus & The Jicks
4) Chartjunk – Stephen Malkmus & The Jicks
5) My Molly – Sky Ferreira & Ariel Pink
6) Step (Remix) [ft. Danny Brown, Heems, and Despot] – Vampire Weekend
7) r u n a w a y – Sbtrkt
8) Argentina (Parts I, II, III) – Tokyo Police Club
9) Red Eyes – The War On Drugs
10) Birth In Reverse – St. Vincent
11) Digital Witness – St. Vincent
12) Faith – I Break Horses
13) Berceuse – I Break Horses
14) Weigh True Words – I Break Horses
15) Windstorm – School Of Seven Bells


Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Nýtt frá The War On Drugs

Philadelphia sveitin The War On Drugs sendi í dag frá sér lagið Red Eyes sem er fyrsta nýja efnið frá bandinu í rúm tvö ár.  Árið 2011 kom platan The Slave Ambient út en hún var á lista Straums yfir bestu plöturnar það árið. Þessi fyrrum sveit Kurt Vile sendir frá sér plötuna Lost In The Dream á næsta ári.

 

Way Out West 2012

Way Out West er þriggja daga tónleikahátíð sem er haldin í Gautaborg í Svíþjóð, í ágústmánuði á ári hverju. Hátíðin, sem var fyrst haldin árið 2007, er þekkt fyrir að vera með fjölbreytt úrval af tónlist,  þó aðal fókusinn sé á rokk, elektró og hip hop. Á daginn fer hátíðin fram á þremur sviðum í almenningsgarði í miðborg Gautaborgar sem nefnist Slottsskogen en eftir miðnætti taka við klúbbar í miðbænum. Hátíðinni mætti lýsa sem blöndu af Hróaskeldu og Iceland Airwaves. Tæplega 30 þúsund manns sækja hana á ári hverju. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags.

 

 

Fimmtudagur 9. ágúst

Fyrsti listamaðurinn sem ég sá á Way Out West í ár var Thurston Moore söngvari Sonic Youth. Thurston, sem spilaði ásamt trommara, bassaleikara og fiðluleikara á minnsta sviði hátíðarinnar – Linné, framleiddi hágæða gítarsurg og var hápunktur tónleikanna þegar hann stóð á gítarnum og vaggaði sér fram og til baka til að ná sem mestu feedbakki.Eftir tónleika Moore kom ég við á stærsta sviðinu þar sem heimamennirnir í Deportees spiluðu á vel sóttum tónleikum. Eins góð og mér þykir þeirra síðasta plata  þá heilluðu þeir mig ekki í þetta skiptið. Strax á eftir þeim var röðin kominn að hip hop hljómsveitinni De La Soul sem spiluðu á næst  stærsta sviðinu sem nefnist Azalea. Þetta voru vægast sagt verstu tónleikar hátíðarinnar. Eftir að hafa spilað 45 sekúndur úr smelli sínum All Good hófu hljómsveitarmeðlimir að keppast um hvorum megin við sviðið væri meira klappað og reyndu að leiða áhorfendur í eitthvað klappstríð sín á milli. Þetta var gífurlega vandræðalegt og ég sá ekkert annað í stöðunni nema að yfirgefa þessar útbrunnu goðsagnir.  Florence And The Machine stóðu fyrir sínu og áttu þrusu gott sett á stærsta sviðinu sem nefnist Flamingo. Á tónleikunum hitti ég sænsku systurnar í First Aid Kit sem voru spenntar fyrir að spila á sama sviði daginn eftir.  Það kom svo í hlut bandaríska rokk dúósins The Black Keys að loka deginum í Slottsskogen. Þeir stóðu fyrir sínu og gott betur en það og hafa fyllt vel upp í það skarð sem The White Stripes skildu eftir þegar þau hættu í fyrra.

 

Það sem kom mér mest á óvart við þennan fyrsta dag í Slottsskogen var hversu erfitt það reyndist að neyta áfengis á hátíðinni. Það er með öllu óheimilt að koma með áfengi inn á svæðið og öll neysla á tónleikum er bönnuð. Til þess að neyta áfengis þarf maður að fara í sértök tjöld á svæðinu sem selja það og þarf maður að drekka á staðnum. Maturinn á svæðinu þótti mér góður en hefði mátt vera fjölbreyttari, en í ár var grænmetisþema. Þrátt fyrir það var allt flæðandi í kjöti á  blaðamannsvæðinu.

Nú var röðin komin að Stay Out West, sem er fyrir þá tónleikagesti sem vilja halda áfram eftir að tónleikunum í Slottsskogen lýkur. Fyrirkomulagið er á þann hátt að tónleikar eru haldnir í tólf klúbbum sem eru dreifðir um miðbæ Gautaborgar. Þetta er svona svipað og ef Iceland Airwaves væri haldið í Kópavogi, Skeifunni og í miðbæ Reykjavíkur. Allir þessir klúbbar eru frekar litlir og þess vegna þarf maður að vera snar í snúningum til þess að komast inn á þá. Ólíkt Iceland Airwaves getur maður ekki kíkt á tónleika í næsta nágrenni ef húsið er fullt. Fyrsta kvöldið stefndi ég á að sjá Purity Ring á stað sem var næstur Slottsskogen. Þegar þanngað var komið beið mín röð sem minnti á það allra versta í sögu Iceland Airwaves og þó ég hefði blaðamannapassa var mér ekki veittur aðgangur. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka sporvagn á næstu tónleika sem tók um hálftíma. Ég fór á stað í miðbænum sem hýsti Alt J, Bob Mould og Cloud Nothings. Þar var einnig röð og komst ég inn þegar Alt J áttu þrjú lög eftir. Hljómsveitin flutti þau af stakri prýði. Næstur á svið á eftir þeim var Bob Mould sem var áður söngvari hinnar goðsagnakenndu indie hljómsveitar Hüsker Dü frá Minnesota í Bandaríkjunum. Tónleikar Mould voru kraftmiklir og spilaði hann lög frá sólóferlinum í bland við lög með Hüsker Dü og Sugar,sem er band sem Mould stofnaði á tíunda áratugnum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hann endaði settið með Hüsker Dü slagaranum Celebrated Summer af plötunni New Day Rising. Cloud Nothings lauk svo kvöldinu með frábærum tónleikum sem innihéldu aðallega lög af nýjustu plötu þeirra – Attack On Memory sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir þetta kvöld komst ég ekki aftur á tónleika á Stay Out West.

 

Föstudagur 10. ágúst

Philadelphiu rokkarnir í The War On Drugs hófu leikinn á föstudeginum í Slottsskogen. Hljómsveitin, sem áður innhélt sjálfan Kurt Vile, gáfu út hina frábæru breiðskífu – Slave Ambient í fyrra. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru frábærir og voru þeir einir af fáum listamönnum sem voru klappaðir upp í ár. Strax á eftir þeim kom svo St. Vincent, öðru nafni Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens. Hún átti ekki síðri tónleika og sannaði það hún er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð. Systurnar í First Aid Kit spiluð svo á stóra sviðinu og þeyttu flösu milli þess sem þær spiluðu lög af hinni einstöku plötu The Lion’s Roar, sem kom út í byrjun ársins í bland við árbreiður frá listamönnum líkt og Fleet Foxes og Fever Ray.


Söngkonan Feist kom svo á eftir þeim og merkti sviðið með borða sem á stóð Free Pussy Riot. Feist átti mjög góða tónleika og spilaði efni af öllum fjórum plötum sínum. Næst á dagskrá voru svo tónleikar Best Coast, sem ég ákvað að fara á vegna þess að mér þykir mikið til fyrstu plötu þeirra koma en það sama get ég ekki sagt um þá nýjustu. Sem betur fer voru flest lögin sem þau tóku á tónleikunum af fyrri plötunni.Eftir að Best Coast lauk sér af dreif ég mig fremst fyrir framan stóra sviðið til að sjá mögulega næstsíðustu tónleika sem hljómsveitin Blur munu spila á.

 

Hljómsveitin átti, þegar þarna var komið við sögu, aðeins eftir að spila á viðburði sem tengdur var lokaathöfn Ólympíuleikana á sunnudeginum í Bretlandi. Blur áttu í engum erfiðleikum að koma fólki í stuð og hófu tónleikana á smellinum Girls and Boys af plötunni Parklife frá árinu 1994. Hljómsveitin spilaði flest sín frægustu lög og einnig tvö þau nýjustu  – Puritan og Under The Westway við mikinn fögnuð viðstaddra. Ég hef séð Blur þrisvar áður – í Laugardalshöll árið 1996 og 1997 og á Hróaskeldu 2003, en aldrei hef ég séð þá í eins góðu formi og nú. Þeir enduðu tónleikana á þremur af mínum uppáhalds Blur lögum End of a Century, For Tomorrow og The Universal.

 


Laugardagur 11. ágúst

A$AP Rocky hóf síðasta dag hátíðarinnar með krafti og fékk áhorfendur fljótlega á sitt band. Fjórða hvert lag á tónleikunum var óður til hugtaksins SWAG, þar sem hann og félagi hans endurtóku hugtakið í sífellu við kröftugan takt. Eftir tónleika A$AP heyrði ég þær hræðilegu fréttir að tónleikum Frank Ocean á hátíðinni hefði verið aflýst. Þetta voru verstu tíðindi helgarinnar, því ég hlakkaði mikið til að sjá Ocean og ekkert sérstakt kom í stað hans. Ég hlýddi stuttlega á Mogwai áður en ég hélt á tónleika  sænsku hljómsveitarinnar Miike Snow, sem sýndu að þeir eru sterkt tónleikaband með tvær frábærar plötur í fartaskinu. Hápunktur tónleikanna var þegar að Lykke Li kom fram með þeim í laginu Get Out Of The Black Box. Næstir á dagskrá voru sjálfir Kraftwerk sem ég hafði séð í Kaplakrika árið 2004. Munurinn á þessum tónleikum og þeim voru að í þetta skipti var myndbandið sem var fyrir aftan þá í 3D og flest allir tónleikagestir skörtu slíkum gleraugum sem dreift var um svæðið um daginn. Kraftwerk sviku engan með einstökum tónleikum þó maður velti oft fyrir sér hvað nákvæmlega þessir fjórir herramenn gera á sviðinu, þeir hefðu alveg eins getað verið að leggja kapal í tölvunum, þeir hreyfðust ekki allan tímann.


Eftir Kraftwerk var röðin komin að síðasta atriði Way Out West í ár – Odd Future Wolf Gang Kill Them All, sem ég hafði séð árið áður á Hróaskeldu. Gengið átti fína tónleika og enduðu þessa frábæru helgi á skemmtilegan hátt.

Það sem stóð upp úr að mínu mati í ár var St. Vincent, Blur og A$AP Rocky. Vonbrigði helgarinnar voru raðirnar og staðsetninginn á Stay Out West og aflýsing Frank Ocean. Þrátt fyrir það er Way Out West ein af skemmtilegri hátíðum sem ég hef farið á og ég get auðveldlega mælt með henni fyrir alla tónlistaráhugamenn sem vilja upplifa þá stemmingu sem einkennir stórar tónlistarhátíðir og kosti þess að vera staðsettur í miðborg stórborgar.

Óli Dóri