Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Big Thief, Mugison, MSEA, Drasl, Yuné Pinku, Mitski, Sufjan Stevens og öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977.
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Nimino, Eyedress & Mac DeMarco, Ara Árelíus, Ariel Pink, MSEA, A Beacon School og öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977.
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Sunnu Margréti, Spacestation, Torfa, Mura Masa, MSEA, Alaska Reid, Hudson Mohawke og öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977.
MSEA er sólóverkefni Maria-Carmela Raso, kanadískrar söngkonu sem hefur verið búsett í Reykjavík síðan 2017. Undanfarin ár hefur MSEA eða Maria-Carmela gefið út þrjár EP plötur en von er á plötu í fullri lengd í september næstkomandi. Tónlist MSEA mætti helst lýsa sem martraðkenndu og yfirjarðnesku poppi sem minnir um margt á tónlist Julee Cruise eða Anhohni.
Síðan Maria-Carmela flutti til Íslands árið 2018 hefur verið tekið eftir henni í íslenskri tónlistarsenu. Hún hefur verið iðin við tónleikahald og spilað og unnið með fjölbreyttum hópi hljómsveita og listamanna. Þannig hefur hún unnið bæði með myndlistar og tónlistarfólki, en hún hefur lagt mikið upp úr skörun listforma með ýmsum hætti.
Smáskífa MSEA sem kom út í 25 apríl og nefnist „Mouth of the face of the sea“ og fjallar um þau áhrif sem annað fólk getur haft á okkur og hvernig við endurupplifum reynslu okkar ítrekað áður en við horfumst í augu við sársaukann. Lagið fjallar þannig um áföll sem endurtaka sig og skömmina sem okkur er jafnvel gefin í vöggugjöf. Spegilmynd þar sem við sjáum fjölmörg andlit en greinum varla okkur sjálf.
Myndband við lagið var leikstýrt af listamanninum Klāvs Liepiņš og tekið upp af Vikram Pradhan. En listræn stjórnun var í höndum Klāvs og Mariu sem leika einnig í myndbandinu sem að var að koma út og er frumsýnt hér á straum.is.
Platan, Our daily apocalypse walk, segir Maria-Carmela hafa orðið til í heimsfaraldrinum þegar hún hóf að skrifa niður drauma sína. Með tímanum urðu draumarnir skýrari og fáránlegri í senn þar sem aðrir heimar, heimsendir og óræður geim-hryllingur urðu innblástur plötunnar. Draumkenndur og viðkvæmur söngur MSEA blandast þannig rafmögnuðum og órafmögnuðum hljóðfærum á hljómplötu sem er varla þessa heims.
MSEA bætir við „að platan minni um margt á skuggalegt og fjarstæðukennt ferðalag í þoku. Ferðalangurinn sér aðeins næsta skref og líður jafnvel eins og einhver eða eitthvað vaki yfir honum og fylgist með.“ MSEA minnist bílferðar á Austfjörðum þar sem svartaþokan umlukti bílinn klukkutímum saman. „Fallegt, einmanalegt og kæfandi, allt í senn.“
Tónlistin á plötunni á margt sammerkt með tónlistarkonunum Zola Jesus og Sevdaliza, dimm og gotnesk, þar sem líkaminn og vélar renna saman í blöndu af hreinni fegurð og átakanlegri vanlíðan.
199 laga plata með Mac DeMarco, Dream Wife, Sunna Margrét, MSEA, Blawan, SBTRKT, bar Italia, og fleira kemur við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!
20190724 – Mac DeMarco
20190724 2 – Mac DeMarco
20200817 Proud True Toyota – Mac DeMarco
Out of Breath – Sunna Margrét
Orbit – Dream Wife
Punkt – Bar Italia
She Wonders – Alaska Reid
Mouth Of The Face of the Sea – MSEA
Pulsations – Delusional Paragon
A – Do You Believe Her – The Brian Jonestown Massacre