Good Moon Deer með nýtt lag

Íslenska raftónlistarsveitin Good Moon Deer senda frá sér sitt annað lag – Black í dag. Hljómsveitin hefur verið starfandi í ár og samanstendur af þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni Miri. Good Moon Deer mun spila í fyrsta sinn á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hægt er að hlusta og niðurhlaða laginu Black hér fyrir neðan.

 

Myndband frá Halleluwah

Íslenska hip-hop tvíeykið Halleluwah sem samanstendur af þeim Sölva Blöndal og rapparanum Tiny sendi í dag frá sér myndband við lag sitt K2R sem kom út fyrir örfáum vikum. Í lok október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu sem mun innihalda lögin ”K2R” á A-hlið, og ”Whiplashes” á B-hlið. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sindri Már Sigfússon með nýtt verkefni

 

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf í dag út lagið She Move Through Air sem er eitt af ferskari íslensku efni sem greinarhöfundur hefur heyrt á þessu ári. Myndband við lagið sem leikstýrt er af Mána M. Sigfússyni er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.

 

Frumraun Ojba Rasta

Fyrsta plata reykvísku reggí hljómsveitarinnar Ojba Rasta kemur út næsta þriðjudag. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út hjá Records Records og hefst forsala á henni hjá Gogoyoko.com í dag. Platan verður bæði gefin út á geisladisk og vinyl. Auk laganna – Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn sem sveitin hefur sent frá sér sem smáskífur eru fimm önnur lög á plötunni. Hlustið á lögin Gjafir Jarðar og Í ljósaskiptunum hér fyrir neðan.

Fyrsta plata Angry Bones

Reykvíska indie-rokk hljómsveitin Angry Bones hyggst gefa út sína fyrstu plötu sem fengið hefur nafnið Lots Of Voluntary Effort á næstunni. Hljómsveitin sem er frekar ný af nálinni hefur nú þegar gefið út tvær smáskífur af plötunni – Kim Peek og My Little Box sem hægt er að hlusta á og hlaða niður hér fyrir neðan.

Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.