Jai Paul, Big Boy og Little Dragon

Platan Vicious Lies and Dangeruous Rumors með rapparnum Big Boy kom út snemma í desember. Á viðhafnarútgáfu af plötunni er að finna lagið Higher Res þar sem fram koma ásamt Big Boi þau Jai Paul og Yukimi Nagano úr Little Dragon.  Af listamönnunum þremur er Jai Paul mest áberandi í laginu og hljómar það ekki ólíkt og fyrri lög hans sem aðeins eru tvö; BTSTU og Jasmine.

Straumur 21. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum nýtt efni með Youth Lagoon, Oyama, Ra Ra Riot, Blue Hawaii, Ben Zel, Mozart’s Sister og mörgum öðrum! Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1. hluti:

      1. 235 1

2. hluti:

      2. 235 2

3. hluti:

      3. 235 3

1) Shuggie – Foxygen
2) Dropla – Youth Lagoon
3) Everything Some Of The Time – Oyama
4) White Noise (ft. AlunaGeorge) – Disclosure
5) Try To Be – Blue Hawaii
6) Mozart’s Sister – Mozart’s Sister
7) Fallin Love (Cashmere Cat remix) – BenZel
8) Eunoia – And So I Watch You From Afar
9) Big Thinks Do Remarkable – And So I Watch You From Afar
10) Miracle Mile – Cold War Kids
11) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
12) Secret Xitians – Unknown Mortal Orchestra
13) Stay I’m Changed – FaltyDL
14) Angel Please – Ra Ra Riot
15) Hey Tonight – Free Energy
16) Well You Better – Yo La Tengo

Kraftaverk frá Cold War Kids

Bandaríska rokkhljómsveitin Cold War Kids gaf í dag út nýja smáskífu sem nefnist Miracle Mile og er sú fyrsta af væntanlegri plötu sveitarinnar Dear Miss Lovelyhearts sem kemur út seinna á þessu ári. Óhætt er að fullyrða að Miracle Mile sé það besta sem komið hefur frá Cold War Kids í háa herrans tíð.

Nýtt efni á leiðinni með The Strokes

Útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle skýrði frá því í dag að hún væri með undir höndum tvö ný lög með New York hljómsveitinni The Strokes. Annað  lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Samkvæmt tilkynningu frá útvarpsstöðinni eru bæði lögin stór góð og annað þeirra syntha drifið. Útvarpsstöðin fékk lögin send frá plötufyrirtæki hljómsveitarinnar RCA og bíður eftir grænu ljósi til að fá að spila þau. Hægt er að fylgjast með fréttum af þessu nýja efni á heimasíðu 1077 The End. The Strokes hafa ekki sent frá sér efni frá því að fjórða plata þeirra Angles kom út fyrir tveim árum síðan.

Nýtt lag frá Youth Lagoon

Bandaríski tónlistarmaðurinn Trevor Powers sem gengur undir listamannsnafninu Youth Lagoon mun gefa út sína aðra plötu Wondrous Bughouse þann 5. mars. Youth Lagoon gaf út sína fyrstu plötu The Year Of Hibernation árið 2011 og var hún í  öðru sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins.  Fyrsta smáskífan af plötunni Dropla datt á netið rétt í þessu, hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Dropla:

      1. 06 Dropla

Jón Þór með útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður var söngvari og gítarleikari í hljómsveitunum Lödu Sport og Dynamo Fog mun halda útgáfutónleika fyrir sína fyrstu sólóplötu – Sérðu mig í lit? á Faktorý næsta föstudag. Platan er frábrugðin fyrri verkum Jóns á þann hátt að hún er öll sungin á  íslensku.  Ásamt Jóni mun reykvíska hljómsveitin Gang Related koma fram á tónleikunum sem hefjast á slaginu 23:00.  Ýmsir hljóðfæraleikarar sem léku með Jóni Þór á plötunni munu einnig leiða fram krafta sína með honum þetta kvöld. Miðaverð er 1000 krónur og platan Sérðu mig í lit? verður til sölu á góðu verði. Hlustið á lagið Tímavél og horfið á viðtal sem áttum við Jón Þór fyrr í vetur hér að neðan.


Nýtt frá Oyama

Fyrsta Ep plata íslensku hljómsveitarinnar Oyama kemur út á næsta mánudag þann 21. janúar. Platan sem heitir I Wanna er samin, tekin upp og hljóðblönduð af sjálfri hljómsveitinni. Plötuumslagið er hannað af  Júlíu Hermannsdóttur sem er meðlimur í bandinu.
Hljómsveitin efnir til útgáfutónleika á Faktorý, föstudaginn 25. janúar næstkomandi þar sem hljómsveitirnar Tilbury og Samaris koma fram ásamt Oyama. Tónleikarnir hefjast upp úr 22:00 og kostar 1000 kr inn – 2000 kr við inngang og platan fylgir með í kaupbæti. Hlustið á lagið Everything Some Of The Time af plötunni hér fyrir neðan.

Sin Fang gefa út á hjólabretti

þriðja plata íslensku hljómsveitarinnar Sin Fang – Flowers kemur út þann 1. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin mun gefa plötuna út sem hjólabretti í samstarfi við hjólabretta framleiðandann Alien Workshop áður en hún kemur út á plasti og á stafrænu formi. Tvö mismunandi hjólabretti verða framleidd skreytt málverkum eftir Sindra Má Sigfússon forsprakka Sin Fang ásamt kóða til að hlaða niður plötunni.  Áður hafa Alien Workshop framleidd bretti í samstarfi við Panda Bear og Gang Gang Dance.

Flowers var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion. Hlustið á væntanlega smáskífu af plötunni Look At The Light hér fyrir neðan.

Look At The Light 

      1. 03 Look At The Light