Þriðja plata My Bloody Valentine komin út

Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út sína þriðju plötu, þá fyrstu frá því að platan Loveless kom út árið 1991, í gærkvöldi. Platan heitir mbv, er níu laga og er vel biðarinnar virði. Söngvari sveitarinnar Kevin Shields skýrði frá því á síðasta ári að hann hefði hafið gerð plötunnar á tíunda áratugnum og sögusagnir segja að hann hafi hent gríðarlega miklu efni við gerð hennar. Hægt er að nálgast plötuna á heimasíðu hljómsveitarinnar. Hlustið á lögin Who Sees You, Only tomorrow og New You hér fyrir neðan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *