The Strokes gefa út Comedown Machine

Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York hefur fengið nafnið Comedown Machine og mun koma út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kemur út 19. febrúar. Í síðustu viku sendi hljómsveitin frá sér lagið One Way Trigger sem einnig verður að finna á plötunni. Fyrir ofan má sjá plötuumslag Comedown Machine sem sýnir nafn hljómsveitarinnar og plötunnar á gömlu hulstri utan um upptökubönd frá plötufyrirtæki The Strokes RCA. Hlustið á One Way Trigger hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *