Straumur 28. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni með Ducktails, The Knife, The Ruby Suns, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti:

      1. 236 1

2. hluti:

      2. 236 2

3. hluti:

      3. 236 3

 

1) Defiant Order – Birdy Nam Nam
2) Full Of Fire – The Knife
3) Anomaly – Doldrums
4) Higher Res (ft. Jai Paul and Little Dragon) – Big Boi
5) Gun Shy (Lindstrøm remix) – Grizzly Bear
6) Dramatikk – The Ruby Suns
7) Pretty Boy – Young Galaxy
8) One Way Trigger – The Strokes
9) Timothy Shy – Ducktails
10) Max Can’t Surf – FIDLAR
11) Wooly Mammoth – Local Natives
12) November Baby – Torres
13) When Winter’s Over – Torres
14) Numbers And Names – Ólöf Arnalds
15) Grievances – Daniel Johnston

Daniel Johnston til Íslands

Hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum mun spila á tónleikum í Fríkirkjunni þann 3. júní næstkomandi. Johnston vakti fyrst athygli á níunda áratugnum fyrir heimagerðar upptökur sínar og kom meðal annars fram í þættinum Cutting Edge á MTV árið 1985. Það var svo snemma á tíunda áratugnum að frægðarsól Johnston hóf að rísa þegar að Kurt Cobain og fleiri vinsælir tónlistarmenn á þeim tíma hófu að mæla með honum. Árið 2006 var heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston frumsýnd en hún fjallar um baráttu Johnston við geðhvarfasýki og geðklofa auk þess sem farið er yfir feril hans í myndinni. Tónleikarnir er haldnir til minningar um tónlistarmennina Biogen og Sigga Ármanns sem báðir glímdu við geðræn vandamál.