Daniel Johnston til Íslands

Hinn goðsagnakenndi tónlistarmaður Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum mun spila á tónleikum í Fríkirkjunni þann 3. júní næstkomandi. Johnston vakti fyrst athygli á níunda áratugnum fyrir heimagerðar upptökur sínar og kom meðal annars fram í þættinum Cutting Edge á MTV árið 1985. Það var svo snemma á tíunda áratugnum að frægðarsól Johnston hóf að rísa þegar að Kurt Cobain og fleiri vinsælir tónlistarmenn á þeim tíma hófu að mæla með honum. Árið 2006 var heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston frumsýnd en hún fjallar um baráttu Johnston við geðhvarfasýki og geðklofa auk þess sem farið er yfir feril hans í myndinni. Tónleikarnir er haldnir til minningar um tónlistarmennina Biogen og Sigga Ármanns sem báðir glímdu við geðræn vandamál.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *