Ný My Bloody Valentine í vikunni

Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine tilkynnti það á tónleikum í kvöld að þriðja plata sveitarinnar muni koma út á næstu dögum. Hljómsveitin hóf tónleika sína í Brixton Electric í London á nýju lagi og eftir að því lauk tilkynnti söngvari sveitarinnar Kevin Shields að fyrsta plata My Bloody Valentine í rúm 20 ár myndi koma út á næstu tveimur til þremur dögum. Hljómsveitin gaf síðast út plötuna Loveless árið 1991. Horfið á hljómsveitina spila nýja lagið Rough Song hér fyrir neðan.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *