Fimmtudagur 29. janúar
Fertugasti Heiladans Möller Records verður fimmtudagskvöldið 29. janúar á Bravó. Fram koma listamennirnir Futuregrapher, Nuke Dukem og Bistro Boy en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa sent frá sér plötur nýlega. Í Nóvember sendi Futuregrapher frá sér plötuna Skynvera sem hlaut góðar viðtökur og var valin af Morgunblaðinu ein af plötum ársins. Nuke Dukem sendi frá sér plötuna Liberty í október á síðasta ári. Möller Records fagnar jafnframt 30. útgáfu sinni sem er platan Rivers and Poems, með Bistro Boy og japanska tónlistarmanninum Nobuto Suda. Dagskráin hefst 21:00 og aðgangur er fríkeypis.
Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily halda tónleika í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.
Rapparinn Sesar A heldur tónleika og frumsýnir ný tónlistarmyndbönd á Gauknum. Sérstakir gestir verða Blazrocka, Herra Hnetusmjör og Anita Þórsdóttir. Dj Kocoon og Dj Moonshine þeyta skífum en gleðin byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 30. janúar
Tvær kynslóðir íslenskra síðpönkara koma saman á Dillon en hljómsveitirnar Börn og Q4U halda hljómleika. Þeir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.
Pólski trompetleikarinn Tomasz Dabrowski spilar á tónleikum í Mengi. Hann ferðast um heiminn þessa dagana og spilar 30 tónleika í 30 borgum í tilefni þrítugsafmælis síns en svo skemmtilega vill til að föstudagurinn er 30. janúar. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 31. janúar
Hljómsveitirnar Ceasetone og Lockerbie spila á tónleikum á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast 20:30 og aðgangur er ókeypis.
Pétur Ben ásamt úrvalsliði hljóðfæraleikara spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.
Hljómsveitin Valdimar heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Batnar Útsýnið í Gamla Bíói. Miðaverð er 3990 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.