Tekknótryllingur, geimdiskó og kynfærameiðsli

 

Sónar var ýtt úr vör í gær og á sjötta aldursárinu en engan bilbug að sjá á hátíðinni. Harpan var full af útlendingum og flottum neonljósaskúlptúrum hafði verið plantað á víð og dreif til að auka á festivalstemmninguna.

 

Ég byrjaði föstudagskvöldið á móðurskipi íslenskrar danstónlistar, Gusgus. Það er ein af mínum allra uppáhalds íslensku hljómsveitum sem ég hef skrifað svo mikið um að ég er að renna út af myndlíkingum og lýsingarorðum til að nota um tónleikana þeirra. Ég hef ekki tölu á þeim Gusgus-tónleikum sem ég hef farið í meira en áratug og aldrei hefur mér leiðst. Daníel Ágúst og Biggi Veira lögðu mikla áherslu sína nýjustu plötu, Lies Are More Flexible, á tónleikum sínum í Silfurbergi, og léku fimm lög af henni. Þeir byrjuðu á „Featherlight“, fyrstu smáskífunni, sem að mínu mati er strax eftir sex mánaða tilveru komið í kanónuna af klassískum Gusguslögum, tímalaus raftónlist sem er aldrei út úr kú á dansgólfinu.

Dansinn hámarkaður

Stundum segir fólk að raftónlist flutt live sé bara einhver með Apple tölvu að ýta á play, það að vera satt í einstaka tilvikum en langt frá sannleikanum á tónleikum Gusgus. Þó þú sjáir kannski ekki beint hvað Biggi Veira er að gera á bakvið græjustæðuna sína þá heyrirðu það og finnur. Hann teygir á lögunum, leyfir hverju hljóði að fá sitt andrými, tvíkar þau til með uppbyggingum og taktsprengingum til að sníða þau að salnum og ná fram hámarksdansi. Hápunkturinn var þó „Add This Song“, í útgáfu sem ég hef ekki heyrt áður. Það var langt forspil áður en Daníel Ágúst hóp upp raustina og óvænt og groddaleg bassalína kom í kjölfar viðlagsins. Ljós og hljóð var til fyrirmyndar og Silfurberg er óðum að verða heimavöllur Gusgus á Íslandi.

 

Næst hélt ég yfir í Norðurljósasalinn til að sjá norska geimdiskógeggjarann Lindstrøm. Hann lék á als oddi í arpeggíum og sci-fi-laglínum sem flutu yfir salnum í sporbaug um eyrun mín. Ég hef verið aðdáandi hans lengi og missti nokkra líkamsvessa þegar hann tók sinn helsta „hittara“, lagið sem vakti fyrst athygli á honum, I Feel Space.

 Afmælisbarnið meiddi sig í typpinu

Næst á dagskrá var afmælisbarnið og Detroit-rapparinn Danny Brown sem var aðalnúmer kvöldsins hjá mér. Hann er einn mest spennandi rappari sem hefur komið fram undanfarin ár. Hann er með algjörlega einstaka rödd, ýlfrar og geltir út snjöllum myndlíkingum, skrýtnum sögum og klámfengnum húmor með hvellri hátíðnirödd yfir tilraunakenndum tryllingstöktum. Hann fór á mörgum kostum þetta kvöld og virtist gríðarlega ánægður í eigin skinni á sviðinu í Silfurbergi en hann varð 37 ára þennan dag, og auðvitað söng allur salurinn afmælissönginn fyrir þennan frábæra listamann.

 

Hann er performer á heimsmælikvarða og tætti af sér peysu, derhúfu, og skó eftir því sem leið á tónleikana, sem hann dúndraði jafnóðum út í salinn –einhvers konar öfug afmælisgjöf frá honum til þeirra heppnu áhorfenda sem náðu að grípa. Hann tók flest þau lög sem mig langaði til að heyra og allur salurinn tók undir í slögurum eins og „Dip“, „Grown Up“ og „Aint it Funny“.

 

Hann var stútfullur af sjarma og sviðsorku, hoppaði út um allt svið, fór í kolnhnís og snerist eins og skopparakringla, en í hamaganginum náði hann því miður einhvern veginn að meiða sig í kynfærunum, sem hann sagði ástæðu þess að hann hætti spila – sem var þú um það bil þegar hann átti að hætta samkvæmt áætlun. Ég vona innilega að hann jafni sig í typpinu sem fyrst, en hann getur allavega huggað sig við það hann heillaði heilan sal upp úr skónum við atganginn sem leiddi til meiðslanna.

A post shared by Óli Dóri (@olidori) on

Eftir Danny Brown var aðeins ein leið í stöðunni; Niður. Í bílakjallarann sem á Sónar breytist í alvöru berlínskan tekknóklúbb, þann eina sinnar tegundar á landinu. Þar dansaði fólk sig inn í nóttina við pumpandi ryþma bassatrommurnar á hverju slagi, þar sem taumlaus nautnahyggja réð ríkjum og fölskvalaus gleði skein úr hverju andliti.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Mynd: Facebooksíða Sónar

 

BESTU ÍSLENSKU LÖG ÁRSINS 2017

25) Þú munt elska mig þá – Vaginaboys
24) Vopanafjörður – Bárujárn
23) Random Haiku Generator – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
22) Sætari Sætari – Smjörvi
21) Blastoff – Pink Street Boys
20) 444-DSB – Andartak
19) B.O.B.A – Jóipé X Króli
18) Tail – Balagan
17) Unexplained Miseries II – Sólveig Matthildur
16) Kontrast – Án
15) Moon Pitcher – Högni
14) Solitaire – Hermigervill
13) Joey Cypher (feat. Herra Hnetusmjör, Birnir & Aron Can) – Joey Christ
12) Arabíska Vor – kef LAVÍK
11) Featherlight – GusGus
10) One Take Frímann – Rattofer
9) Upp – GKR
8) Fullir Vasar – Aron Can
7) Blurred (Bonobo remix) – Kiasmos
6) Lónólongó – Andi

5) Evil Angel – Singapore Sling

4) Ruins – aYia

3) Sama Tíma – Birnir

2) Airborne – JFDR

1) Hvað með það? – Daði Freyr

 

Straumur 3. júlí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Blood Culture, Gusgus, Matthew Dear, Sudan Archives, St. Vincent og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Moon – Blood Cultures
2) Featherlight – GusGus
3) Modafinil Blues – Matthew Dear
4) Paid – Sudan Archives
5) New York – St. Vincent
6) Go Deeper – Samatha Urbani
7) Hypocrisy – Skepta
8) 911/Mr. lonely – Tyler The Creator
9) You Push I’ll Go – Baby Dayliner
10) Gliss – Baywaves
11) Someone – Anna Of The North

Ariel Pink á Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.

Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.

 

Iceland Airwaves 2015 – nr.1 from Iceland Airwaves on Vimeo.

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Bestu íslensku plötur ársins 2014

10. Asonat – Connection

Rafpoppsveitin Asonat gaf út sína aðra plötu, Connection, þann 30. september. Platan er ákaflega heilsteypt og eru hápunktar hennar gullfallega opnunarlagið Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting, Before it Was og lokalagið This Is The End.

 

9. Gus Gus – Mexico

Á plötunni Mexico halda Gusgus-liðar áfram að fullkomna melódíska tekknóið sem þeir eru þekktastir fyrir með góðum árangri. Það sem stendur helst upp úr er hinar frábæru strengjaútsetningar sem binda plötuna saman.

8. Ben Frost – Aurora

A U R O R A er án efa aðgengilegasta og sterkasta verk Ben Frost hingað til. Á plötunni nær Frost að skapa einstakan hljóðheim með mögnuðu samspili hávaða og þagna.

 

7. Fm Belfast – Brighter Days

Á sinni þriðju plötu, Brighter Days, tekst FM Belfast að viðhalda þeirri gleði sem hefur einkennt þeirra fyrri verk ásamt því að sýna þroska í lagasmíðum og söngútsetningum.

6. Börn – Börn

Vandað íslenskt post-punk með skemmtilega hráum hljóðheimi og grípandi lögum.

 

 

5. Oyama – Coolboy

Fyrsta plata Oyama Cool boy er full af draumkenndu skóglápi með hljómi af bestu sort.

4. Grísalappalísa – Rökrétt framhald

Önnur plata Grísalappalísu, Rökrétt Framhald, er ekki eins rökrétt framhald og mætti skilja af titlinum. Munurinn liggur í að platan er ekki eins mikil eining og þeirra fyrsta plata. Hljómsveitin  blandar saman allskonar áhrifum án tillits til heildar og útkoman er sú að nokkur af sterkustu lögum ársins er að finna á einni og sömu plötunni.

3. Óbó – Innhverfi

Með plötunni Innhverfi hefur Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó gefið út eina af fegurstu plötum sem komið hafa út á Íslandi síðustu ár. Platan er þó alveg laus við þær klisjur sem oft einkenna slíkar plötur og rennur látlaust í gegn. Ljúf og nær áreynslulaus túlkun Óbó er til fyrirmyndar.

 

2. Pink Street Boys – Trash from the boys

Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys er ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Platan var unnið upp úr aukalögum frá bandinu og sett saman af plötufyrirtækinu Lady Boy Records sem gáfu hana svo út á kassettu. Innihaldi plötunnar mætti líkja við kalda vatnsgusu í andlitið og er hún mjög lýsandi fyrir tónleika sveitarinnar.

 

1. M-Band – Haust

Á sinni fyrstu stóru plötu, Haust, messar Hörður Már Bjarnason yfir hlustendum með drungalegu sálartekknói, sem stundum minnir á blöndu af hinum breska Jon Hopkins og Gusgus. Hápunktur plötunnar er hið stórbrotna Ever Ending Never sem er leitt áfram af hoppandi endurteknum hljóðgervli.

Straumur 16. júní 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Gusgus og Lone, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Hundred Waters, Gems, Essáy, Giorgio Moroder og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Restless City – Lone
2) Jaded – Lone
3) Vengeance Video – Lone
4) Giorgio’s Theme – Giorgio Moroder
5) Ocarina – Essáy
6) Scars – Gems
7) Another Life – GusGus
8) Not The First Time – GusGus
9) Mexico – GusGus
10) Murmurs – Hundred Waters
11) Innocent – Hundred Waters
12) The Chauffeur – Warpaint