Útgáfufyrirtækið Lady Boy Records sem stofnað var árið 2013 gaf á dögunum út sína þriðju safnplötu Lady Boy Records 009. Safnplatan kom út á kassettu í 50 eintökum. Harry Knuckles, Weekend Eagle, Jóhann Eiríksson, Dr. Gunni, Talibam! O|S|E|, Nicolas Kunysz, Sigtryggur Berg Sigmarsson, ThizOne, Helgi Mortal Kombat, Dental Work og Vampillia. eiga lög á plötunni. Hlustið hér fyrir neðan.
Category: Fréttir
Tónleikahelgin 5.-7. mars
Fimmtudagur 5. mars
Tinna Þorsteinsdóttir og Borgar Magnason hittast í Mengi með dótapíanó og kontrabassa og leitast eftir að finna sameiginlega rödd hljóðfæra sinna. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Dirty Deal Blues Band kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.
Föstudagur 6. mars
Hljómsveitin Hellvar sem eru nýkomin úr tónleikaferð um England spilar á tónleikum á Dillon. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.
Brasilíski gítarleikarinn og tónskáldi Victor Ramil kemur fram í Mengi. Hann byrjar að spila 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 7. Mars
Tvær af hörðustu og svölustu rokksveitum landsins, Singapore Sling og Pink Street Boys leika á tónleikaröð Grapevine á Húrra. Rokkið startar 22:00 og aðgangseyrir er 15oo krónur.
Kanadíska tvíeykið Nadja og Aidan Baker koma fram í Mengi. Meðlimir Nadja eru þau Aidan Baker og Leah Buckareff en saman búa þau til tilraunakenna ambient tónlist sem er mörgum landsmönnum vel kunn. Tónleikar þeirra byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Public Enemy og Swans á ATP
Hip Hop goðin í Public Enemy eru væntanleg til Íslands í sumar á All Tomorrow’s Parties hátíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar en fjölda annarra listamanna hefur einnig verið bætt við dagskrána, og ber þar hæst Swans sem áttu að spila á Airwaves 2012 og margir voru svekktir þegar þeir neyddust til að afboða vegna fellibylsins Sandy. Þá kemur einnig fram að Lightning Bolt, Bardo Pond, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Oyama, Mr Silla og Kippi Kaninus muni koma fram.
All Tomorrow’s Parties hátíðin fer fram í þriðja skipti á Ásbrú í sumar dagana 2.-4. júlí, en áður hafa hljómsveitir eins og Belle and Sebastian, Iggy Pop, Run The Jewels og Godspeed you! Black Emperor verið kynntar til leiks á hátíðina. Hér fyrir neðan má horfa á „hið svarta CNN“, eins og Public Enemy sögðu sjálfa sig vera á hátindi sínum:
Straumur 2. mars 2015
Í þessum fyrsta Straumi mánaðarins verður tekið til skoðunar nýtt efni frá listamönnum á borð við Tobias Jesso Jr, Courtney Barnett, Lindrom And Grace Hall, Fred Thomas, SEOUL, Surf City og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 2. mars 2015 by Straumur on Mixcloud
1) The Line – SEOUL
2) Home Tonight (extended version) – Lindstrøm And Grace Hall
3) Cops Don‘t Care Pt. II – Fred Thomas
4) Depreston – Courtney Barnett
5) Can‘t Stop Thinking About You – Tobias Jesso Jr.
6) How Could You Babe – Tobias Jesso Jr.
7) Leaving LA – Tobias Jesso Jr.
8) One Too Many Things – Surf City
9) Leave Your Worries – Surf City
10) What Kind Of Man (Nicholas Jaar remix) – Florence & The Machine
11) Madonna – Black Honey
12) Sagres – The Tallest Man On Earth
Tónleikar helgarinnar 27. febrúar – 1. mars
Föstudagur 27. febrúar
BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram á Húrra. Epic Rain, Komfortrauschen og Christian Prommer koma fram. Dagskráin hefst klukkan 22:00.
Oyama og Brött Brekka spila á Bar 11. Tónleikar hefjast 22:00 og það er frítt inn.
Pink Street Boys og Caterpillarmen koma fram á Gamla Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1000 kr inn.
Laugardagur 28. febrúar
BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram á Húrra. Ensemble X, Emiliana Torrini, Alex Barack, Christian Prommer, Daniel Best og Borg koma fram. Dagskráin hefst klukkan 20:00.
Hljómsveitirnar Morgan Kane, Dreprún og Dorian Gray spila á bar 11. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Grísalappalísa heldur útgáfutónleika á Gamla Gauknum í tilefni útgáfu plötunnar Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin Börn og Teitur Magnússon sjá um upphitun og það kostar 1500 krónur inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Sunnudagur 1. mars
BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram í Mengi. Skúli Sverrison og Claudio Puntin koma fram. Dagskráin hefst klukkan 21:00
Raftónlistarmaðurinn O|S|E| AKA Sindri Geirsson kemur fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.
Straumur 23. febrúar 2015
Í Straumi í kvöld kíkir Pan Thorarensen, skipuleggjandi hátíðarinnar Reykjavík X Berlin Festival sem fram fer um næstu helgi á Húrra og Kex Hostel, í heimsókn. Auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Emily Yacina, Yumi Xouma, Will Butler, The Weather Station og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
Straumur 23. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud
1) Under A Rock – Waxahatchee
2) Bruise – Emily Yacina
3) Coming For You – Emily Yacina
4) Song For Zoe & Gwen – Yumi Zouma
5) Hard Luck Boy – Tom Brosseau
6) Love Like Mine – Miami Horrors
7) Gone Fishing – Miss Roisin Murphy
8) Time Ends – Stereo Hypnosis
9) Time Begins – Stereo Hypnosis
10) Son Of God – Will Butler
11) What I Want – Will Butler
12) Witness – Will Butler
13) The Ground Walks, with Time In a Box – Modest Mouse
14) Way It Is, Way It Could Be – THe Weather Station
Tónleikahelgin 20.-21. febrúar
Föstudagur 21. Febrúar
Hin knáa diskósveit Boogie Trouble leikur á Loft Hostel klukkan 21:30 og aðgangur er ókeypis.
Hljómsveitin Greyhound spilar á Dillon, byrja 22:00 og aðgangur er ókeypis.
Icelandic Sound Company kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 og sjóið byrjar 21:00.
Laugardagur 22. Febrúar
Götutímaritið Grapevine stendur fyrir tónleikum á Húrra sem verða þeir fyrstu í tónleikaseríu sem ritið hyggst halda. Á þessu fyrsta kvöldi koma fram Prins Póló og Páll Ívan frá Eiðum og Óli Dóri mun þeyta skífum. Inngöngugjald er 2000 krónur og veislan hefst 22:00.
Good Moon Deer og Futuregrapher koma fram á tónleikum í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Moses Hightower leikur á tónleikum og Hermigervill og Ívar Pétur verða með dj-sett á Loft Hostel. Leikar hefjast 20:30 og aðgangur er ókeypis.
Skúli Mennski treður upp á Rósenberg ásamt hljómsveit. Spilagleðin byrjar 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.
Fimmtugasta fastakvöld RVK Soundsystem verður haldið á efri hæðinni á Paloma. Plötusnúðar RVK munu spila reggí, döbb og dancehall alla nóttina en þeir byrja á miðnætti og aðgangur er ókeypis.
Nico á Íslandi
Tónlistargoðsögnin Nico kom til Íslands árið 1971 ásamt þáverandi sambýlismanni sínum, franska kvikmyndaleikstjóranum Philippe Garrell, og lék í hinni ljóðrænu kvikmynd hans ‘La Cicatrice Intérieure’ (Innra sárið) sem var að stórum hluta tekin upp á svörtum söndum suðurlands. Ljósmynd úr myndinni prýðir einmitt umslag ‘Desertshore’ og á henni sést einnig Ari Boulogne, sonur Nico og franska leikarans Alain Delon, en drengurinn lék með henni í myndinni.
La Cicatrice Intérieure verður sýnd í fyrsta skipti á Íslandi á kvikmyndahátíðinni Stockfish. Hún verður þannig fyrsta myndin í flokki mynda sem sýndar verða á Stockfish-hátíðum framtíðarinnar undir heitinu ‘Uppgötvun úr fortíðinni’ en það eru myndir sem teknar hafa verið á Íslandi án þess að lítið hafi borið á. Nú gefst íslenskum tónlistar- og kvikmyndaunnendum loks að sjá goðsögnina Nico í íslenskri birtu og landslagi. Myndi verður sýnd í Bíó Paradís 25. febrúar klukkan 20:30 og 1. mars klukkan 18:00
Nico (fædd Christa Päffgen 1938) söng lögin ‘All Tomorrows Parties’, ‘Femme Fatele’ og ‘Venus in Furs’ á ‘Andy Warhol’ plötu Velvet Underground & Nico, einni rómuðustu og áhrifamestu rokkplötu allra tíma. Hin djúpa rödd hennar og kaldi söngur er hluti af hljóðrás sjöunda áratugarins og andlit hennar eitt af þekktustu andlitum hans. Eftir að hún sagði skilið við Velvet Underground starfaði hún með Tim Buckley, Jackson Browne og Brian Eno m.a.. Fyrsta sólóplata hennar ‘Chelsea Girl’ hafði mikil áhrif á Leonard Cohen og á þeirri næstu, ‘Desertshore’, má heyra að hún er ein af uppáhaldsplötum Bjarkar.
M-band: Frumsýning á myndbandi
Tónlistarmaðurinn Hörður Már Bjarnason sem gengur undir listamannsnafninu M-band var að senda frá sér myndband við lagið Ever Ending Never af plötunni Haust sem kom út í fyrra og var plata ársins á þessari síðu. Myndbandi má sjá hér fyrir neðan.
Straumur 16. febrúar 2015
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Waxahatchee, Hot Chip, Twin Shadow, Unknown Mortal Orchestra, Kendrick Lamar, Fort Romeau, THEESatisfaction og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 16. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud
1) Huarache Lights – Hot Chip
2) I’m Ready – Twin Shadow
3) Multi-love – Unknown Mortal Orchestra
4) The Blacker the Berry – Kendrick Lamar
5) Breathless – Waxahatchee
6) La Loose – Waxahatchee
7) Poison – Waxahatchee
8) Planet For Sale – THEESatisfaction
9) Batyreðs Candy – THEESatisfaction
10) Meme Generator – Dan Deacon
11) All I want – Fort Romeau
12) Let It Carry You – José González
13) No Shade in the Shadow of the Cross – Sufjan Stevens
14) Just Like You – Chromatics