Tónleikar helgarinnar 13. – 14. mars

Föstudagur 13. mars

Hljómsveitin MUCK fagnar útgáfu Your Joyous Future með tónleikum á Húrra. Um upphitun sjá Pink Street Boys, Oyama og russian.girls (dj-sett fyrir tónleikana) Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

Altostratus & SíGull koma fram á Bar 11. Tónleikarnir byrja á slagin 22:00 og það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Auðn ásamt Grafir, Skuggsjá og Draugsól á Gauknum. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Laugardagur 14. mars

Hljómsveitirnar Börn og Kvöl spila á Bar 11. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Boogie Trouble og vinir halda ball á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00.

Pólska rappgrúppan Pokahontaz ásamt Blaz Roca á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 4500 kr inn.

Á Dillon fed farm fyrsta Microgroove Session  kvöldið og þar koma fram  russian.girls, A & E Sounds og Panos from Komodo

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *