Tame Impala snúa aftur

Nýsjálensku sýrurokkararnir í Tame Impala hafa nú sleppt lausu fyrsta laginu af væntanlegri breiðskífu, Let it Happen, sem er næstum átta mínútna epík um ókannaðar hugarlendur. Þau nýmæli eru þó að lítið fer fyrir rafmagnsgíturum en þeim mun meira fyrir hljóðgervlum. Von er á enn ónefndri breiðskífu frá sveitinni síðar á þessu ári en síðasta plata þeirra, Lonerism sem kom út 2012, hlaut feikna góðar viðtökur. Hlustið á Let it Happen hér fyrir neðan og/eða rifjið upp hugsprengjandi myndbandið við Feels Like We Only Go Backwards.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *