Tónleikahelgin 5.-7. mars

Fimmtudagur 5. mars

 

Tinna Þorsteinsdóttir og Borgar Magnason hittast í Mengi með dótapíanó og kontrabassa og leitast eftir að finna sameiginlega rödd hljóðfæra sinna. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Dirty Deal Blues Band kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 6. mars

 

Hljómsveitin Hellvar sem eru nýkomin úr tónleikaferð um England spilar á tónleikum á Dillon. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.

 

Brasilíski gítarleikarinn og tónskáldi Victor Ramil kemur fram í Mengi. Hann byrjar að spila 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 7. Mars

 

Tvær af hörðustu og svölustu rokksveitum landsins, Singapore Sling og Pink Street Boys leika á tónleikaröð Grapevine á Húrra. Rokkið startar 22:00 og aðgangseyrir er 15oo krónur.

 

Kanadíska tvíeykið Nadja og Aidan Baker koma fram í Mengi. Meðlimir Nadja eru þau Aidan Baker og Leah Buckareff en saman búa þau til tilraunakenna ambient tónlist sem er mörgum landsmönnum vel kunn. Tónleikar þeirra byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *