Public Enemy og Swans á ATP

Hip Hop goðin í Public Enemy eru væntanleg til Íslands í sumar á All Tomorrow’s Parties hátíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar en fjölda annarra listamanna hefur einnig verið bætt við dagskrána, og ber þar hæst Swans sem áttu að spila á Airwaves 2012 og margir voru svekktir þegar þeir neyddust til að afboða vegna fellibylsins Sandy. Þá kemur einnig fram að Lightning Bolt, Bardo Pond, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Oyama, Mr Silla og Kippi Kaninus muni koma fram.

 

All Tomorrow’s Parties hátíðin fer fram í þriðja skipti á Ásbrú í sumar dagana 2.-4. júlí, en áður hafa hljómsveitir eins og Belle and Sebastian, Iggy Pop, Run The Jewels og Godspeed you! Black Emperor verið kynntar til leiks á hátíðina. Hér fyrir neðan má horfa á „hið svarta CNN“, eins og Public Enemy sögðu sjálfa sig vera á hátindi sínum:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *