Straumur 14. maí 2018

Í Straumi í kvöld kíkir tónlistarmaðurinn Indriði í heimsókn og segir okkur frá plötunni ding ding sem kemur út seinna í þessum mánuði. Auk þess verður farið yfir nýtt efni frá Ric Wilson, André 3000, Teiti Magnússyni, Westerman, Munya, Gang Gang Dance og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Evan Finds the Third Room – Khruangbin

2) Sinner – Ric Wilson

3) Me & My (To Bury Your Parents) – André 3000

4) Hverra manna – Teitur Magnússon

5) Edison – Westerman

6) Des Bisous Partout – Munya

7) Slow Rise II – Sun June

8) December – Indriði

9) Tinder – Indriði

10) J-Tree – Gang Gang Dance

11) Honey – salute

12) The Dream And The Light – Okkervil River

Straumur 7. maí 2018

Í Straumi í kvöld verður nýja DJ Koze platan Knock Knock tekin til skoðunar, auk þess sem spiluð verður ný tónlist frá The Goon Sax, Trizah, Dirty Projectors, Childish Gambino, Michael Christmas og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Planet Hase (ft. Mano le tough) – DJ Koze
2) Moving In a liquit (ft. Eddie Fummler) – DJ Koze
3) Music On My Teeth (ft. Jose González) – DJ Koze
4) Break-Thru – Dirty Projectors
5) This Is America – Childish Gambino
6) She Knows – The Goon Sax
7) Gladly – Tirzah
8) Girlfriend – Michael Christmas
9) Þú og ég – Mio Dior
10) Womp Womp (ft. Jeremih) – Valee
11) Dynamic – Voyage
12) Death Money – Vive La Void
13) Substitutes – Sink Ya Teeth
14) End of time – Boys

Straumur 30. apríl 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýjar plötur frá Jon Hopkins, Prins Póló og Janelle Monáe, auk þess sem kíkt verður á ný lög frá Kedr Livanskiy, Machinedrum, GKR, The Endorphins og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Hype Up – Machinedrum
2) Bilo Vremya (there was a time) – Kedr Livanskiy
3) Rigna (ft. Nguvo) – GKR
4) Ye Vs The People – Kanye West
5) All Night (ft. Joe Lefty) – The Endorphins
6) Everything Connected – Jon Hopkins
7) Luminous Beings – Jon Hopkins
8) Prins Drjóló – Prins Póló
9) Raddir efans – Prins Póló
10) Final Fight – Thundercat
11) Take a Byte – Janelle Monáe
12) I Like That – Janelle Monáe
13) Cool (ft. Satchy) – hana vu
14) Frá Mána Til Mána – Julian Civilian
15) Driving – Grouper

Fever Ray og fleiri bætast við Iceland Airwaves 2018

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem bætast við er sænska tónlistarkonan Fever Ray, hinn norski Cashmere Cat og Julian Casablancas og félagar í The Voidz Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 20. skipti dagana 7. – 10. nóvember nk

Listamennirnir sem bætast við eru:

Erlendir:

ALMA (FI)
AV AV AV (DK)
BEDOUINE (US)
BLOOD ORANGE (US)
CASHMERE CAT (NO)
DESCARTES A KANT (MX)
FEVER RAY (SE)
GAFFA TAPE SANDY (UK)
HAK BAKER (UK)
HUSKY LOOPS (UK)
JARAMI (SE)
JMSN (US)
POLO & PAN (FR)
REJJIE SNOW (IE)
SMERZ (NO)
SNAIL MAIL (US)
SORRY (UK)
STEREO HONEY (UK)
THE VOIDZ (US)
TRUPA TRUPA (PL)
WWWATER (BE)

Íslenskir:
AXEL FLÓVENT
AMABADAMA
CEASETONE
FLONI
VÖK
GKR
HATARI
HILDUR
HIMBRIMI
HÓRMÓNAR
JÓIPÉ x KRÓLI
LOGI PEDRO
MAMMÚT
MÁNI ORRASON
PINK STREET BOYS
SYCAMORE TREE
TEITUR MAGNÚSSON
UNNSTEINN
YLJA
YOUNG KARIN

Early Bird miðar eru í sölu núna í takmarkaðan tíma. 

Straumur 23. apríl 2018

Í Straumi í kvöld verður frumflutt glænýtt lag frá Markúsi Bjarnasyni auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá John Maus, The Voidz, Yuno, Lotic, Mac Demarco og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Lazy Boy – The Voidz
2) Permanent High School – The Voidz
3) Seinasta tegundin – Markús Bjarnason
4) Indian Summer – Mac DeMarco
5) Bout De Toi – Anemone
6) Why For – Yuno
7) At Least The Sky Is Blue (Johnny Jewel’s Moody Midnight Mix) Ssion
8) Outer Space – John Maus
9) Figured It Out – John Maus
10) Essentil Four – Soulwax
11) Controller – Channel Tres
12) Hunted – Lotic
13) Andrei Rublev – The Vryll Society
14) LA Confidential – Bella Boo

Straumur 9. apríl 2018

Í kvöld í Straumi verða ný lög með listamönnum á borð við Keys Zuna, Chrome Sparks, Sudan Archives, Melody’s Echo Chamber og Juliana Daugherty tekin fyrir. Straumur í umsjón Óla Dóra hefst á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

1) Creeping the light – Keys Zuna

2) O, My Perfection – Chrome Sparks

3) Obsession – No Joy / Sonic Boom

4) Face up – Washed Out

5) Batshit – Sofi Tukker

6) Nont For Sale – Sudan Archives

7) Episode – John Maus

8 ) Make Me A Song – Eleanor Friedberger

9) Breath In, Breath Out – Melody’s Echo Chamber

10) Cr-V – Cuco

11) Logout (ft. Chance The Rapper) – Saba

12) Player – Juliana Daugherty

Straumur 26. mars 2018

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá  Unknown Mortal Orchestra, Launder, Frankie Cosmos, JFDR, Johnny Blaze & Hakki Brakes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Not In Love We’re Just High – Unknow Mortal Orchestra
2) How Many Zeros – Unknow Mortal Orchestra
3) Keep You Close – Launder
4) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes
5) White Ferrari – JFDR
6) All We Got (SBTRKT remix) – Chance The Rapper
7) Havana – Superorganism
8) Caramelize – Frankie Cosmos
9) This Stuff – Frankie Cosmos
10) Pristine – Snail Mail
11) Lucy – Still Woozy
12) Rascal – Annabel Allum
13) Execution – A Place To Bury Strangers
14) Blame (ft. VYNK) – YellowStraps

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves 2018

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 27 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 7. til 10. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Fontaines D.C, Girl Ray, Girlhood, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism, The Orielles og Tommy Cash.


Hátíðin tilkynnti einnig um 14 íslenska listamenn; Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiryama Family, Rytmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur Úlfur, Una Stef og Valdimar,

 

Stórskotahríð á skilningarvitin á seinna kvöldi Sónar

Ég byrjaði seinna kvöldið á Sónar með tónleikum Sykurs í Norðurljósasalnum. Dúndrandi elektró-poppið sem pumpaðist út úr hljóðkerfinu kikkstartaði blóðrásinni í gang og útlimirnir byrjuðu ósjálfrátt að kippast til, stundum kallað að dansa. Agnes söngkona sveitarinnar er síðan náttúrafl út af fyrir sig og ein allra kraftmesta rödd og frontkona landsins. Hún er jafnvíg á söng og rapp og með sjarma og sviðsframkomu í gámavís. Það sem hún leggur svo í hárgreiðslu og föt er síðan listaverk út af fyrir sig. Það er meira skúlptúr heldur en outfit, í anda dívna eins Grace Jones og Lady Gaga. Þegar þau enduðu á Reykjavík og allur salurinn söng með og hoppaði í takt.

 Armageddon fyrir flogaveika

Næst á dagskrá voru gömlu tekknóbrýnin í Underworld. Þrátt fyrir að vera orðnir í kringum sextugt var engin ellimerki að sjá á sviðinu í Silfurbergi þetta kvöld. Það er ástæða fyrir því að þeir fylla fótboltaleikvanga af fólki, raftónlistin þeirra er kraftmikil, lífræn og full af orku. Sjóið þeirra er svo á einhverju allt öðru leveli. Þetta var eins og armageddon fyrir flogaveika, heimsstyrjöld háð með leysibyssum, snjóflóð af strobeljósum, sannkölluð stórskotahríð á skilningarvitum úr öllum áttum.

 

Það var erfitt að fylgja eftir Underworld en bresku rappynnjunni Nadiu Rosa fórst það mjög vel úr hendi. Hún hristi fram úr erminni hvern grime-bangerinn á fætur öðrum og fór svaðilförum á sviðinu í dansi, töffaratöktum og almennri útgeislun. Með henni í för voru þrjár hype-píur skástrik dansarar skátrik plötusnældur þannig það var allftaf hreyfing og flæði í atriðinu. Það var ungæðislegur kraftur sem flæddi í stríðum straumum um Norðurljósasalinn og orkan var áþreyfanleg í slögurum eins og Skwod.

 

Eftir Nadiu hélt ég aftur í Silfurberg að sjá Bjarka. Nafnið lætur ekki mikið yfir sér og hann er mun þekktari á heimsmælikvarða en heimavelli, er gefinn út af tekknótæfunni Ninu Kravitz og mjög alþjóðlega þekktur í þeirri kreðsu. Hann hefur undanfarið troðfyllt tónlistarhús, næturklúbba og hátíðarsvið um heim allan, þar á meðal tekknókirkjuna Berghain í Berlín. Þetta eru fyrstu stóru tónleikarnir hans á Íslandi og það var öllu til tjaldað.

Gúrkutekknó

Ef það væru gefin Eddu og/eða íslensku tónlistarverðlaun fyrir leikmynd á tónleikum þá ætti sá sem ber ábyrgðina á sviðnu hans Bjarka þau fyllilega skilið. Það voru þrjár gínur með sjónvarpsskjái í hausastað, reykur, leiserar og rúmlega tveggja metra hár maður í algalla sem væflaðist og ráfdansaði um sviðið. Annar maður í algalla tók myndbönd, kastaði gúrkum af sviðinu og hljóp hringi í kringum salinn. Tónlistin var grjótljónhart tekknó þar sem hver einasta bassatromma nísti inn að beini. Ég hafði bara hlustað á eitt lag með Bjarka áður en starði og hlustaði heillaður allan tímann. Þetta var besta atriði hátíðarinnar og skyldi mig eftir með öll skynfærin gapandi af lotningu.

 

Ég þurfti 15 mínútur af fersku lofti og sígarettureyk til að jafna mig eftir helgeggjunina sem var Bjarki, en síðan var Sónarferðalaginu haldið áfram niður í bílakjallarann þar sem Yamaho og Cassie spiluðu back to back sett. Það byggðist upp með stigmagnaðri sturlun og villtum dansi og setti fullkominn lokapunkt á hátíðina. Ég hlakka til á næsta ári.

 

Davíð Roach Gunnarsson