Babyshambles með plötu í bígerð

Rokkræfillinn Pete Doherty hefur náð að halda sér nógu lengi úr fangelsi til að taka upp plötu sem er væntanleg frá hljómsveit hans Babyshambles 2. September og hefur hlotið titilinn Sequel To The Prequel. Pete býr þessa dagana í París ásamt Macauley Culkin en sá hefur þurft að sitja einn heima undanfarið á meðan félegarnir úr Babyshambles tóku upp plötuna þar um slóðir ásamt upptökustjóranum Stephen Street. Sequel To The Prequel mun innihalda 12 lög, verður þriðja plata Babyshambles og fylgir á eftir Shooter‘s Nation sem kom út árið 2007. „Nothing Comes To Nothing“ verður fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu og kemur út 26. ágúst.
„Ég vil ekki að þetta verði eitthvað hálfkák, ég vil fokking stúta þessu. Babyshambles eru ekki að snúa aftur, þetta band hefur aldrei farið.“ Sagði 34. ára gamli Doherty um Sequel To The Prequel í viðtali við NME.

„Dr. No“ verður að finna á væntanlegri plötu Babyshambles.

Tónleikar helgarinnar

 

Miðvikudagur 3. júlí


Hljómsveitirnar Nóra, Boogie Trouble og dj. flugvél og geimskip spila á Faktorý. Efri hæð opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar litlar 1000 kr. inn.

 

Birgir Örn Steinarsson eða Biggi í Maus flytur safn laga af væntanlegri breiðskífu sinni á Loft Hostel. Auk þeirra verða leikin eldri lög úr höfundaverki Maus, Krónu og fleira í nýjum útsetningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

 

Fimmtudagur 4. júlí

 

Hin árlega götuhátíð Jafningjafræðslunnar verður haldin á Austurvelli frá 14:00 til 16:00. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Elín Ey, 12:00, Haffi Haff og Kjurr.

 

Hljómsveitin Blágresi ásamt Einari Má Guðmundssyni halda tónleika á Café Flóru í Grasagarðinum. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Ragnar Árni og val kyrja munu hita upp.

 

Bandaríska skógláps bandið Mice Parade spilar á Faktory. Um upphitun sjá Nini Wilson, Kría, Bob Justman og Snorri Helgason. Miðaverð eru 1500 kr. og fer miðasalan fram við hurð. Húsið opnar 21.00 og fjörið byrjar einhvern tíma eftir það.

 

Tónleikar á café haiti með The Bangoura Band kl: 21.00 kostar 1.000 kr inn.

 

KRAKKBOT og ENKÍDÚ spila á sumartónleikaröð Bíós Paradísar í anddyri bíósins kl. 22:00 og það er ókeypis aðgangur!

 

Rauðhærði rafgeggjarinn Hermigervill spilar á Boston í kvöld í boði Funkþáttarins. Það er orðið langt um liðið síðan gervillinn spilaði síðast á landinu þannig enginn ætti að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast á slaginu 23:00 og aðgangseyrir er enginn. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verða tónleikarnir í beinni útsendingu funkþáttarins á X-inu 977.

 

Danska kráin stendur fyrir tónleikahátíð til heiðurs Hróaskelduhátíðinni 4-7 júlí og er FRÍTT inn alla helgina. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 White Signal
19:15 Ferja
20:30 Yellow void
21:45 Kjurr

 

KEX Hostel stendur fyrir hátíðinni KEX Köntrí alla helgina þar sem bandarískri menningu verður fagnað með mat og tónlist frá Tennessee og Kentucky. Í kvöld er dagskráin þessi:
20:00 – Ryan MacGrath (CA)
21:00 – Brother Grass (IS)

 

 

Föstudagur 5. júlí

 

Tónleikar til heiðurs minningu og lífs Björns Kolbeinssonar, hann var einnig þekktur sem Bjössi Skáti og stundum sem El Buerno. Hann spilaði á bassa og gítar í hljómsveitunum Skátar, Petrograd og Boltrope og þótti oft fara framar öðrum í óbeislaðri sviðsframkomu og spilagleði. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóðinn til Kvennaathvarfsins. Fram koma:
Bloodgroup
Grísalappalísa
Jan Mayen
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Skátar & vinir Bjössa úr kimono & Bloodgroup

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:

19:00 Lame Dudes
20:15 Brimlarnir
21:30 Distort City
22:45 Stafrænn Hákon

 

KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:

20:00 – Hudson Wayne (IS)

21:00 – Blágresi (IS)

 

Laugardagur 6. júlí

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:

20:15 Momentum
21:30 We made god
22:45 Mammút

 

KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:

20:00 – Illgresi (IS)

21:00 – Lambchop (US)

 

 

Sunnudagur 7. júlí


Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop mun enda Evróputónleikaferð sína með tónleikum í Iðnó. Lay Low mun einnig koma fram á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa til miðnættis. Miðasala fer fram á www.midi.is og kostar 3990 kr inn.

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 Hjalti Þorkelsson
19:15 Trausti Laufdal
20:30 Myrra Rós
21:45 Bellstop

Beck gefur út lag og hellingur af efni á leiðinni

Hinn óútreiknanlegi tónlistarmaður Beck Hansen hefur sent frá sér lagið „I Won‘t Be Long“ mánuði eftir að hann gaf út raf-ballöðuna „Defriended“. Þessi tvö lög eiga ekki margt sameiginlegt fyrir utan að hvorugt lagið mun fá pláss á plötu frá Beck þó hann sé að vinna að tveimur breiðskífum þessa dagana. Önnur platan verður órafmögnuð og er fyrr væntanleg en hin á að fylgja eftir Modern Guilt sem kom út árið 2008 og var unnin í samstarfi við Danger Mouse.
„I Wont Be Long“ er draumkennt indí popp lag með þéttri bassalínu og skemmtilegu rafknúðu mynstri sem vinnur á þegar líður á lagið sem myndi sóma sig vel á rúntinum. Smáskífan kemur formlega út 8. júlí og mun 14 mínútna rímix af laginu fylgja með.

Nýtt myndband frá Phoenix

Franska „indie“ bandið Phoenix hefur sent frá sér myndband við lagið „Trying to Be Cool“ sem er að finna á nýjustu plötu þeirra Bankrupt!. „Trying to Be Cool“ er önnur smáskífan sem kemur út af plötunni og fylgir á eftir „stadium“ smellinum „Entertainment“. Sápukúlur, api og skvísur í bikiní eru eru dæmi um það sem bregður fyrir í myndbandinu sem fer um víðan völl í hljóðveri Phoenix.

Nýtt lag með Azealia Banks og Pharrell Williams

Fyrsta stóra plata Azealia Banks – Broke With Expensive Taste hefur verið lengi í bígerð. Samkvæmt Banks mun platan innihalda 16 lög – þar á meðal smellinn 212. Hún hefur einnig skýrt frá því að Pharrell Williams og þrír aðrir gestasöngvarar verði á plötunni og að hún sé 80% tilbúin. Fyrr í dag “lak” útvarpsupptaka af laginu Atm Jam þar sem Williams kemur fram með henni á netið. Hlustið á það hér fyrir neðan.

Straumur 1. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Pretty Lights, Blondes, Twin Peaks, Pixies, Lane 8, Run the Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. júlí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We Disappear – Jon Hopkins
2) Elise – Blondes
3) Be Mine – Lane 8
4) Let’s Get Busy – Pretty Lights
5) Press Pause – Pretty Lights
6) Perfect Form (ft. Shy Girls) – Cyril Hahn
7) Human Nature – Gauntlet Hair
8) Bad Apple – Gauntlet Hair
9) Bagboy – Pixies
10) Irene – Twin Peaks
11) Right Action – Franz Ferdinand
12) 1922 – Kristján Hrannar
13) Run The Jewels – Run The Jewels
14) DDFH – Run The Jewels
15) KΞR✡U’S LAMENT (犠牲) – Ellery James Roberts
16) Goodbye Horses – Hayden Thorpe & Jon Hopkins

Ferskt bílskúrsrokk frá Twin Peaks

Úr ómáluðum bílskúr í Chicago borg kemur hljómsveitin Twin Peaks sem inniheldur fjóra spólgraða „dropout“ pönkara á unglingsaldri. Þeir Cadien, Clay, Connor og Jack gáfu sjálfstætt út frumburð sinn Sunken í fyrra en útgáfufyrirtækið Autumn Tone hefur tekið Twin Peaks að sér og gefa plötuna út að nýju þann 9. júlí.
Twin Peaks fæst við draumkennt Lo-fi rokk sem hljómar svolítið eins og blanda af Beach House og Buzzcocks. Nýlega sendi hljómsveitin frá sér lagið „Irene“ og myndbönd við lögin „Fast Eddie“ og „Stand In The Sand“ sem öll verða að finna á væntanlegri plötu. Þó svo drengirnir séu ekki nógu gamlir til að koma fram á skemmtistöðum hefur hljómsveitin verið iðin við kolann jafnt á smáum hverfisbörum sem og stórum tónlistarhátíðum þar sem sagt hefur verið að þeir slái út stórum nöfnum með frammistöðu sinni.
Meðlimir Twin Peaks segja að lögin sín fjalli um sætar stelpur, drykkju, dóp og reykingar. Þeir standa vörð um ungdóminn, forðast kjaftæði og gefa út ferska tónlist beint úr bílskúrnum.

Nýtt lag frá Pixies

Hin goðsagnakennda og áhrifamikla hljómsveit Pixies gáfu í dag út lagið Bagboy en það er fyrsta nýja efnið með hljómsveitinni frá því að lagið Bam Thwok kom út árið 2004. Hægt er að nálgast lagið frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar. Bassaleikari sveitarinnar Kim Deal sagði á dögunum skilið við bandið en hún var höfundur Bam Thwok. Hlustið á Bag Boy hér fyrir neðan.

Tónleikar helgarinnar 27.-29. júní

Þessa síðustu helgi júlímánaðar er margt um að vera í tónleikadeildinni en stærsti viðburðurinn er þó líklega All Tomorrow’s Parties hátíðin sem fram fer á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Dagskrá hátíðarinnar má finna hér og umfjöllun straum.is um hátíðina má finna hér. Fréttamyndin er af tónleikum sýrurokksveitarinnar The Oh Sees sem spila á hátíðinni á föstudagskvöldið.

Fimmtudagur 27. júní

Þjólagasveitin Danielle Ate The Sandwich kemur fram ásamt Bluegrass-bandinu Illgresi á Loft Hostel í Bankastræti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangur er ókeypis.

Meira af þjóðlagatónlist á hostelum því hin angurværa sveit Árstíðir slær upp tónleikum á Kex Hostel. Þeir hefjast klukkan 9 og eru einu tónleikar sveitarinnar þangað til hún kemur fram á Airwaves hátíðinni í lok október.

í dag hefst sumartónleikaröð Cafe Flóru árið 2013! Tónleik mætti kalla hagsmunasamtök fátækra tónlistarmanna í Reykjavík og á þessu kvöldi koma fram:

Tryggvi heiðar
Pocket
Brynja
Ósk
Þorgerður Jóhanna
Þorvaldur Sigurbjörn
Raffaella
FrankRaven
Tinna Katrín
Sebastian Storgaard

Föstudagur 28. júní

All Tomorrow’s Parties tónlistarveislan hefst á Faktorý þar sem ótal íslensk og erlend bönd koma fram en fulla dagskrá má nálgast hér. Tilkynnt var í dag að Botnleðja hefði bæst við dagskránna á föstudeginum og við vísum fólki á umfjöllun straums um erlendar hljómsveitir hátíðarinnar hér.

Jaðarpoppdúettinn Nolo heldur tónleika í hliðarsal hins frábæra tónleikastaðar Faktorý, sem mun því miður verða jafnaður við jörðu von bráðar. Nolo segjast spila alla þá tónlist sem þeir komast upp með en hljóðfæra-skipan þeirra hefur tekið stakkaskiptum undanfarið, en í dag notast þeir við gítar, hljómborðs-syntha og HP-tölvu sem sér um ýmis hljóð, og jafnvel óhljóð. Sveitin gaf nýverið út plötuna Human á síðunni Bandcamp. Eftir tónleikana munu hljómsveitarmeðlimir þeyta skífum í hliðarsalnum ásamt Dj Alex J.E. a.k.a. Bob Blondie. Aðgangur er ókeypis og Nolo fara á svið klukkan 23:00.

Raftónlistarmaðurinn GERFiSykur spilar á Prikinu. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn eins og venjulega.

Laugardagur 29. júní

All Tomorrow’s Parties hátíðin verður áfram í blússandi gangi á laugardagskvöldinu en þar er Nick Cave & The Bad Seeds stærsta númerið.

Pollock bræðurnir eru lifandi goðsagnir í íslensku tónlistarlífi en þeir koma fram á tónleikum á Dillon. Þessir andlegu stríðsmenn og brautryðjendur í pönki lofa andlegri upplifun og engum aðgangseyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.