Fyrrum hljómborðsleikari Of Monsters and Men með nýtt band

Árni Guðjónsson hljómborðsleikari sem yfirgaf hljómsveitina Of Monsters and Men síðasta haust hefur nú stofnað rafpopphljómsveitina Blóðberg. Hljómsveitin hefur seinustu þrjá mánuði unnið að sex laga smáskífu þar sem sungið er bæði á íslensku og ensku. Upptökur fóru fram í Hljómi á Seltjarnarnesi og upptökustjórn var í höndum Páls Orra Péturssonar.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Valborg Ólafsdóttir (söngur), Árni Guðjónsson (hljómborð,synthar), Helgi Kristjánsson (slagverk, rafgítar og synthar), Hjörvar Hans Bragason (synthabassi, rafbassi) og Orri Guðmundsson (raftrommur).

Þau hafa komið víða við á sínum tónlistarferli og hafa leikið með hljómsveitum á borð við Lovely Lion, Ásgeiri Trausta, Ylju, Orphic Oxtra, Útidúr, Fjallabræður, Vicky og Of Monsters and Men.

Hlustið á fyrstu smáskífu Blóðberg – Óskir hér fyrir neðan. Á upptöku lagsins leikur Hrafnkell Gauti Sigurðsson á rafgítar en hann er þekktastur fyrir leik sinn í hljómsveitum á borð við Ojba rasta og Berndsen.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *