Mike D úr Beastie Boys sendir frá sér lag

Þó svo Beastie Boys hafi lagt upp laupana eftir andlát Adam Yauch á síðasta ári hefur Mike D ekki lagt hljóðnemann endanlega á hilluna. Mike fékk beiðni frá tískuhátíð um að semja efni fyrir sýningu og úr varð 10 mínútna langt  lag „Humberto Vs the New Reactionaries (Christine and the Queens Remix“. Síðasta plata Beastie Boys Hot Sauce Committee Part Two innihélt lagið To Many Rappers (New Reactionaries) en rapparinn Nas átti einnig þátt í því lagi. Með  útgáfu lagsins vill Mike heiðra harðkjarna bönd eins og Bad Brains og Cirle Jerks sem höfðu mikil áhrif á tónsmiðar hans.
Mike D er greinilega ekkert mýkjast upp með aldrinum og stendur vel undir nafni því lagið er þungt framtíðar raf pönk þar sem hann lætur hljóðnemann finna vel fyrir því. Mike segir þetta ekki sitt síðasta verk en þó sé ekkert væntanlegt frá honum í bili.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *