Straumur 6. janúar 2014

Í fyrsta Straumi ársins verður nýjasta plata Stephen Malkmus & The Jicks tekin fyrir, við heyrum einnig nýtt efni frá Danny Brown, Sbtrkt, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

Straumur 6. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Planetary Motion – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Houston Hades – Stephen Malkmus & The Jicks
3) Shibboleth – Stephen Malkmus & The Jicks
4) Chartjunk – Stephen Malkmus & The Jicks
5) My Molly – Sky Ferreira & Ariel Pink
6) Step (Remix) [ft. Danny Brown, Heems, and Despot] – Vampire Weekend
7) r u n a w a y – Sbtrkt
8) Argentina (Parts I, II, III) – Tokyo Police Club
9) Red Eyes – The War On Drugs
10) Birth In Reverse – St. Vincent
11) Digital Witness – St. Vincent
12) Faith – I Break Horses
13) Berceuse – I Break Horses
14) Weigh True Words – I Break Horses
15) Windstorm – School Of Seven Bells


Portishead og Interpol á ATP

Portishead og Interpol verða stærstu hljómsveitirnar á ATP-hátíðinni á Ásbrú  dagana 10.-12. júlí en hvorug hljómsveitin hefur komið fram áður á Íslandi. Portishead verður stærsta nafnið föstudaginn 11. júlí og Interpol stærsta nafnið laugardaginn 12. júlí. Hljómsveitirnar Mammút, For a minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar verða einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og íslenskum hljómsveitum til viðbótar.  Áætlað er að tónlistardagskrá hátíðarinnar standi frá 19:00-02:00 alla hátíðardagana og munu í heildina um 25 hljómsveitir koma fram.

Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. Þriggja daga hátíðarpassar kosta 18.500 kr. og dagspassar kosta 12.900 kr. Einnig er hægt að kaupa hátíðarpassa og dagspassa með rútuferðum frá BSÍ. Nánari upplýsingar á midi.is.

ATP verður haldin á Ásbrú, fyrrum varnarliðssvæðinu, sem á sér sögu sem rekur aftur til ársins 1941 en bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Svæðið er staðsett í fimm mínútna aksturfjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæ, um korter frá Bláa Lóninu og hálftíma frá höfuðborgarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem felur meðal annars í sér kvikmyndasýningar, Popppunkt, fótboltamót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti hátíðarinnar o.fl.

Tónleikahelgin 2.-4. janúar

Fyrsta helgi nýja ársins fer rólega af stað en þó eru nokkrir tónleikar sem vert er að drífa sig út úr húsi fyrir.

Fimmtudagur 2. janúar

Á Gamla Gauknum koma fram Leiksvið Fáránleikans, Casio Fatso og Gímaldin Magister. Það er frítt inn og hurðin opnar klukkan 21:00.

Föstudagur 3. janúar

Pascal Pinion koma fram á hinum nýopnaða stað Mengi á Óðinsgötu 2. Systurnar spila lágstemmt jaðarpopp þar sem ýmis hljóðfæri koma við sögu, lítil og stór hljómborð, gítarar, fótbassar og trommupedalar. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Blásið verður til allsherjar rokkveisla á Gamla Gauknum. Íslensku rokksveitirnar Coral og Telepathetics ætla að rísa upp frá dauðum þessa einu kvöldstund og rokka kofann eins og árið sé 2004. Pönkhundarnir í Morðingjunum koma einnig fram. Aðgangseyrir er 500 krónur og tónleikarnir hefjast uppúr tíu en aðstandendur lofa sveittasta giggi ársins 2014.

Laugardagur 4. janúar

Þjóðlagapoppsveitin The Evening Guests kemur fram ásamt öðrum gestum á Gamla Gauknum. Það er ókeypis inn og dyrnar opnast 21:00.

Ólöf Arnalds heldur fyrstu tónleika sína á árinu á afmælisdegi sínum 4. janúar. Gleðin verður haldin á Mengi við Óðinsgötu 2.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

15) Looped – Kiasmos

 

 

 

14) Speed Of Dark – Emiliana Torrini

 

 

13) Punta Rosarito – Tonmo

 

 

 

12) Rafstraumur – Sigur Rós

 

 

11) Empire – Plúseinn

 

 

 

10) Cupid Makes a Fool Of Me – Just Another Snake Cult

Titillag hinnar frábæru plötu Cupid Makes a Fool of Me er marglaga ævintýri með ótal óvæntum beygjum. Hugmyndaauðgin á sér lítil takmörk í frumlegum kaflaskiptingum og útsetningum sem eru bæði lágstemmdar og epískar í senn.

 

 

 

9) Numbers And Names – Ólöf Arnalds

Numbers And Names er eitt bjartasta og aðgengilegasta lag Ólafar til þessa. Systir hennar Klara syngur með henni í ógleymanlegu viðlaginu þar sem raddir þeirra kallast á.

 

 

8) Bragðarefir – Prinspóló

Gleðigengið í Prins Póló er þekkt fyrir tíðar tilvísanir í matvæli og titill lagsins vísar væntanlega til hinnar vinsælu nammiísblöndu. Refurinn er lágstemmdur stuðsmellur með fönkí bassalínu og hljómborðum í anda 9. áratugarins en textinn er hnyttinn og súrrealískur eins og Prinsins er von og vísa.

 

 

7) Ég Veit Ég Vona – Ojba Rasta

Ojba Rasta létu engan bilbug á sér finna á árinu sem leið og héldu áfram að vera í fararbroddi íslensku reggí-senunnar með breiðskífunni Friður. Ég veit ég vona er ljúfsár ballaða með vaggandi grúvi og en einlægur flutningur og kjarnyrtur texti Teits fleyta því á toppinn.

 

 

6) Everything Some of the Time – OYAMA

Flestum lögum á fyrstu ep-plötu Oyama er drekkt í töffaralegu dróni, fídbakki og allra handa óhljóðum en besta lagið að okkar mati var þó það einfaldasta. Skoppandi bassalína og brimlegur gítarhljómurinn faðma angurværan sönginn og útkoman er ævintýri fyrir eyrun.

 

 

5) We Are Faster Than You – FM Belfast

Fyrsta smáskífan af væntanlegri FM Belfast plötu (sem vonandi kemur út á næsta ári).  Á meðan hljómur lagsins er einkar framtíðarlegur þá er eitthvað við það sem minnir á teiknimynd frá 8. áratugnum.

 

 

4) Hver Er Ég? – Grísalappalísa

Hver er ég? er bæði aðgengilegasta og harðasta lag Grísalappalísu sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska tónlistarsenu á árinu. Byrjar á grípandi og trallandi kvenbakröddum en keyrir svo skyndilega út í skurð í ómstríðum harðkjarnakafla. Upphafin fegurð og hrár ljótleiki í jöfnum hlutföllum á hnitmiðuðum tveimur mínútum er eitthvað sem engin önnur íslensk sveit náði að afreka á árinu.

 

 

3) É Bisst Afsökunnar – Markus & The Diversion Sessions

Afsökunarbeiðni Markúsar er einn óvæntasti og frumlegasti smellur ársins. Með sterkan og skemmtilegan texta að vopni flæðir lagið á einstakan hátt líkt og ef Megas væri að fronta Pavement.

 

 

2) What’s Wrong With Your Eyes – Sin Fang

What’s Wrong With Your Eyes er enn ein framúrstefnulega poppperlan sem Sindri Már Sigfússon virðist framleiða áreynslulaust af færibandinu sínu. Marglaga raddanir og óaðfinnanlegur hljóðheimurinn eru eins og bútasaumsteppi utan um frábæra lagasmíð og einstaka söngrödd Sindra.

 

 

1) Candlestick – múm

Candlestick hefst á glettinni og nintendo-legri hljómborðslínu sem setur tóninn fyrir það sem koma skal. Þetta er eitt aðgengilegasta lag sem múm hafa gefið frá sér og laglínan límist við heilabörkinn við fyrstu hlustun. En það er líka yfirfullt af hljóðrænum smáatriðum og krúsídúllum þannig þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lagið er bæði gáskafullt og útpælt, grípandi en ekki eins og neitt annað í útvarpinu, hnitmiðað en samt losaralegt. Múm hafa sjaldan hljómað jafn sjálfsörugg í því sem þau gera best og hér.





Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Bestu íslensku plötur ársins 2013

 

 

 

 

20) Þórir Georg – Ælulykt

 

19) Tilbury – Northern Comfort

 

18) Útidúr – Detour

 

17) Oyama – I Wanna

 

16) Ojba Rasta – Friður

15) Nolo – Human

 

14) Sigur Rós – Kveikur

 

 

13) Emiliana Torrini – Tookah

 

12)  Ólöf Arnalds – Sudden Elevation

 

11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

Gasvinur:

      1. gasvinurmaster

 

10) Tonmo – 1

Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf  út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.

 

 

 

 

9) Cell7 – Cellf

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.

 

 

 

 

8) Snorri Helgason – Autumn Skies

Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.

 

 

 

 

 

7) Jóhann Kristinsson – Headphones

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.

 

 

 

 

6) Mammút – Komdu til mín svarta systir

Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari.  Útkoman er  þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.

 

 

 

5) Ruxpin – This Time We Go Together

Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.

 

 

 

4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna  Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.

 

 

 

3) Múm –  Smilewound

Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.

 

 

 

2) Grísalappalísa – Ali

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.

 

 

 

 

1) Sin Fang – Flowers

Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

21. desember: Cool Yule – Louis Armstrong

Árið 1953 gaf Louis Armstrong út hið svala jólalag Cool Yule sem samið var af Steve Allen sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið fyrsti kynnirinn í The Tonight Show sem í dag er stýrt af Jay Leno. Hlustið á Cool Yule með sjálfum Satchmo (Armstrong) hér fyrir neðan.

20. desember: Candy Cane Children – The White Stripes

Bandaríska blús rokk dúóið The White Stripes gáfu út jólalagið Candy Cane Children fyrir jólin 1998 á þriggja laga safnplötu sem nefndist Surprise Package Volume 2. Hljómsveitin gaf svo lagið út aftur á smáskífu í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2002. Á b-hliðinni má heyra Jack White lesa jólasögu og Meg White gera tilraun til að syngja jólalagið Silent Night með vafasömum árangri. Candy Cane Children var nafn sem The White Stripes gaf aðdáendum sínum.

b-hliðin 1. “The Reading of the Story of the Magi” 2. “The Singing of Silent Night