Tónleikahelgin 30. jan – 1. feb

Fimmtudagur 30. janúar 

Rafdúettinn Haust heldur ókeypis tónleika á Kex hostel sem hefjast klukkan 19:00.

Two Toucans, DJ Flugvél og Geimskip og CELL7 koma fram á Kex Hostel í tilefni af útgáfu fyrsta tölublaðs Neptúns. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:00 og er frítt inn.

Hljómsveitin Mammút heldur útgáfutónleika fyrir sína þriðju breiðskífu “Komdu til mín svarta systir” í Gamla Bíó. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar miðinn 2900 krónur á midi.is

Söngvaskáldið Myrra Rós kemur fram á ókeypis tónleikum á Hlemmur Square klukkan 20:00.

Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika á Rósenberg ásamt Smára Tarf. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það er frítt inn.

Raftónlistarmennirnir Futuregrapher og Skurken koma fram á Café Ray Liotta (kjallarinn á Celtic Cross). Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Hljómsveitin Urban Lumber heldur tónleika á Dillon ásamt TInnu Katríni. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00

 

Föstudagur 31. janúar

Rapp, ást og kærleikur á Loft Hostel! Reykjavíkurdætur stíga á stokk með trylltum látum og nýjum spilltum rímum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.

 

Hljómsveitin Morgan Kane fagnar nýútkominni EP-plötu sinni, The Way to Survive Anything, með tónleikum á Dillon. Modnine-sveitin Casio Fatso kemur einnig fram en tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Laugardagur 1. febrúar

Úlfur úlfur, Emmsjé Gauti, Larry Brd (Hlynur og Heimir Skyttumeðlimir) og Kött Grá Pjé ætla sjóða saman töfrandi tóna laugardaginn 1. febrúar á Gamla Gauknum. Allur ágóði tónleikanna mun renna óskiptur til Barnaspítala Hringsins en listamenn og aðrir sem að þeim koma gefa vinnu sína. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Jim Black er einn áhrifamesti jazz-trommuleikari okkar tíma. Hann hefur leikið um allan heim með Tim Berne, Uri Cain, Ellery Eskelin, Dave Liebman, Dave Douglas og mörgum fleirum. Hann er íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann margoft leikið hér á landi undanfarin 20 ár. Í þetta sinn leikur hann ásamt Eiríki Orra Ólafsyni á trompet og Hilmari Jenssyni á gítar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *