JólaStraumur 2020

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Skoffín, Teiti Magnýssyni, Ella Grill, Trentemøller, Mac DeMarco, The Raveonettes, Andrew Bird, Phoebe Bridgers, Sharon Van Etten og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Santa Claus Is Coming To Town – Mac DeMarco 

2) Snowstorm – The Raveonettes

3) Ég Sá Mömmu Kyssa Jólasvein (ft. Salóme Katrín) – Skoffín

4) Steinka Steinka – Skoffín

5) Desembersíðdegisblús – Teitur Magnússon

6) Um Jólin (ft. Holy Hrafn) – Elli Grill 

7) Klukknahljóm 2.0 (ásamt. Þórir Baldursson) – MC Bjór

8) Silent Night – Trentemøller

9) Christmas Is Coming – Andrew Bird

10) Jingle Bells – Bleached 

11) Christmas In Hell – Crocodiles 

12) C U Christmas Day – Jacklen Ro 

13) Ebenezer Scrooge – Dr. Dog

14) Christmas All Over Again – Calexico 

15) If We Make It Through December – Phoebe Bridgers

16) Silent Night – Sharon Van Etten 

17) Just Like Christmas – Sugar World 

Straumur 4. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Metronomy og Blood Orange, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Skepta, Trentemöller, Hoops og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Back Together – Metronomy
2) Hang Me Out to Dry (ft. Robyn) – Metronomy
3) Night Owl – Metronomy
4) Division – Tycho
5) Cool 2 – Hoops
6) Shut Up Kiss Me – Angel Olsen
7) Coming Soon (ft. Makonnen & Céon) – Skepta
8) River In Me – Trentemøller
9) Best to You – Blood Orange
10) Squash Squash – Blood Orange
11) Better Than Me – Blood Orange
12) Take Me Higher (ft. Jake Page) – araabMUZIK
13) A.M. (ft. Mavati) – araabMUZIK
14) Alright – Young Summer

Lokakvöld Sónar

Mynd: A. Albert

Lokakvöld Sónar-hátíðarinnar fyrir mig hófst með tónleikum Low Roar í flóanum. Hljómsveitin sem leidd er af Ryan var á sinni fyrstu plötu á ljúfsárum akústískum nótum hefur nú aukið við hljóðheiminn og er komin út í talsvert rafrænni pælingar og er það vel. Sveitin kom fram í viðhafnarútgáfu en auk Loga Guðmundssonar sem sér um trommur og hljómborð nutu þeir liðsinnis Mike úr Tung og Leifs Bjarnasonar á synþa. Því miður voru fáir mættir svona snemma því tónleikarnir voru hreint afbragð og sérstaklega var flutningur lokalagsins tilkomumikill. Þvínæst hljóp ég upp í Norðurljósasal þar sem ég náði síðasta lagi með Highlands, en bílskúrs og hússkotin popptónlistin þeirra lofar mjög góðu.

 

Reif í bergið

 

Þá var röðin komin að Mind in Motion, íslenskri rafsveit sem var starfandi á rave-tímabilinu í byrjun 10. áratugarins, en hafði komið saman aftur í tilefni Sónar eftir hvatningu á facebook. Þeir léku hreint og tært óldskúl hardcore, með hröðuðum raddsömplum og öllum pakkanum, og köstuðu meira að segja glowsticks út í salinn. Þá voru aðdáendur þeirra fremst við sviðið með dómaraflautur og það mátti sjá miðaldra reivara með bros á vör út um allan sal.

 

Fm Belfast voru í feikna stuði í Silfurbergi en löngu nóturnar hans Árna Vil komu öllum í mikið stuð, ekki síst í nýlegri lögum eins og Faster Than You. Þá sá ég Sykur í flóanum en þau nýttu tækifærið einnig í að koma með nýtt efni og sérstaklega hljómaði lagið Strange Loops, frábærlega sungið af Agnesi söngkonu, eins og verðandi slagari. Það geislaði af þeim á sviðinu og hljómurinn var hreint út sagt óaðfinnanlegur.

 

Fínir penslar og breiðir bassar

 

Ég gat hreinlega ekki ákveðið mig hvort ég færi á Trentemöller eða Major Lazer svo ég rölti bara á milli og tók inn sitt lítið af hvoru. Bæði atriði voru frábær en á mjög svo ólíkan hátt. Trentemöller var með hljómsveit með sér af mjög færum músíköntum og bauð upp á drungalegt tekknó með útpældum uppbyggingum og alls konar hljóðrænum smáatriðum.

 

Major Lazer hópurinn keyrði hins vegar allt í botn og sló áhorfendur í hausinn með tónlistarlegu ígildi sleggju, samsettri úr dancehall, dub step og hip hoppi. Það voru engin fíngerð blæbrigði í tónlistinni en bassinn var blastaður og sjóið í fyrirrúmi, með dönsurum, konfettí-sprengjum og öllum pakkanum. Á ákveðnum tímapunkti steig svo forsprakkinn Diplo inn í risastóra glæra plastkúlu og rúllaði í henni yfir áhorfendaskarann sem öskraði af ástríðu.

 

Á sama tíma að ári

 

Þegar ég fór aftur inn í Norðurljósasalinn hafði Trentemoller heldur betur gefið í í lokalaginu en þá var gítarleikarinn kominn út í villtan feedback kafla í anda Sonic Youth. Ég hélt svo út í nóttina þrunginn af bassa og með suð í eyrunum sem entist langt fram á kvöld.

 

Hátíðin í ár var feikilega vel heppnuð í nánast alla staði, hljóð og myndskreytingar voru í heimsklassa, tímasetningar stóðust og framkvæmd og hegðun hátíðargesta var til fyrirmyndar. Það er þess vegna mikið gleðiefni að þegar sé búið að tilkynna að hátíðin verði haldin aftur að ári. Umfjöllun straums um fyrri kvöld hátíðarinnar má lesa hér og hér.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Sónar hefst í dag – 10 spennandi listamenn

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í dag og við hvetjum alla tónlistaráhugamenn sem vettlingi geta valdið til að mæta á þá þriggja daga veislu sem fram undan er. Hátíðin sem hefur verið haldin árlega í Barcelona síðan 1994 fór fram í fyrsta skipti hér á landi í Hörpu á síðasta ári og var feikilega vel heppnuð eins og lesa má um hér. Það eru meira en 60 tónlistarmenn og plötusnúðar sem spila á hátíðinni en hér verða kynntir 10 sem við mælum sérstaklega með. Fylgist vel með á straum.is næstu daga því við verðum með daglega tónleikarýni af hátíðinni.

Major Lazer

Major Lazer er tónlistarhópur sem er leiddur af ofurpródúsernum Diplo sem hefur undir því nafni framleitt tvær plötur þar sem Dancehall, dubstep, reggí og gamaldags dub er málað með breiðum penslum og skærum litum á striga nútímalegrar danstónlistar.

 

Trentemoller

Danski tekknóboltinn Trentemoller hefur þeytt skífum á Íslandi oftar en hönd á festir og er með þeim bestu í því stuðfagi. Eftir hann liggja margar meistaralegar endurhljóðblandanir og þrjár sólóskífur en sú síðasta, Lost, var með betri raftónlistarplötum síðasta árs og nokkuð poppaðari en fyrri verk hans þar sem margir gestasöngvarar komu við sögu. Hann mun koma fram með live hljómsveit á Sónar.

 

Gus Gus

Gus Gus eru aðals- og kóngafólk íslensku danstónlistarsenunnar og þurfa engrar frekari kynningar við. Fyrir utan það að sveitin er tilbúin með nýja plötu og ekki er ólíklegt að eitthvað af henni heyrist á tónleikunum.

 

Jon Hopkins

Hopkins er rúmlega þrítugur Breti sem hefur undanfarið starfað með Brian Eno auk þess að gefa út eigið efni. Með sinni þriðju breiðskífu, Immunity, sem kom út á síðasta ári skaust hann hins vegar upp á stjörnuhimininn en hún lenti ofarlega á árslistum margra tímarita og spekúlanta. Tónlistin þræðir einstigið milli sveimtónlistar og tekknós af miklu listfengi en hann sótti Ísland heim á síðustu Airwaves hátíð en þeir tónleikar voru einn af hápunktum hátíðarinnar.

 

Bonobo

Bonobo er einyrki en í tónlist sinni vefur hann persneskt teppi úr þráðum ólíkra hljóðbúta úr öllum áttum og heimsálfum. Hann er á mála hjá hinni virtu Warp útgáfu, sem m.a. gefur út Aphex Twin og Boards of Canada, en platan hans Dial M for Monkey er algjört meistarastykki og ævintýri fyrir eyrun.

 

James Holden

James Holden er breskur plötusnúður og tónlistarmaður sem lét fyrst að sér kveða með kosmískri endurhljóðblöndun á lagi Nathan Fake, The Sky Is Pink. Hans nýjasta skífa, The Inheritors, sem kom út á síðasta ári er tilraunakennd diskósúpa undir sterkum áhrifum frá súrkáls- og síðrokki.

 

Sykur

Ein af hressari elektrósveitum landsins skartar grípandi lagasmíðum og groddalegum synþahljóm, en þau er vön því að tjalda öllu til á tónleikum.

 

Paul Kalkbrenner
Kalkbrenner er þýsk tekknógoðsögn sem varð gerð ódauðleg í myndinni Berlin Calling sem kortlagði hina víðfrægu berlínsku klúbbasenu.

 

Hermigervill

Sveinbjörn Thoroddsen, betur þekktur sem Hermigervill, hefur um árabil verið í fremstu víglínu íslenskrar raftónlistar. Í byrjun ferilsins með hugmyndaríkum Trip Hop plötum en í seinni tíð með hljóðgervladrifnum útgáfum af íslenskum dægurlögum og samstarfi við Retro Stefson. Hann er nú að vinna að sinni næstu breiðskífu og mun flytja nýtt efni á tónleikum sínum á Sónar.

 

Tonik

Einn af innlendu hápunktum síðustu Airwaves hátíðar var raftónlistarmaðurinn Tonik en melankólískt og sálarþrungið tekknóið bræddi bæði hjörtu og fætur í salnum. Hann kemur iðulega fram með selló- og/eða saxafónleikara sem gaman er að fylgjast með á sviði.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Trentemøller og Diplo á Sónar

Rétt í þessu var tilkynnt að danska raftónlistarmanninum Trentemøller og hinum bandaríska Diplo hafi verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar sem fram fer í febrúar. Trentemøller er sannkallaður íslandsvinur en hann kom fram á hátíðinni í fyrra sem plötusnúður og lék fyrir pakkfullum Norðurljósasal. Í þetta skipti kemur hann hins vegar fram með live hljómsveit en hann sendi frá sér fyrr á árinu hina frábæru breiðskífu Lost. Diplo er forsprakki Major Lazer hópsins sem er eitt aðalnúmer hátíðarinnar í ár en hann mun einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpunnar.

Þá hefur í íslensku deildinni verið bætt við FM Belfast, Tonik, Cell 7 og Gluteus Maximus auk þess sem Högni Egilsson úr Hjaltalín og Gus Gus mun heimsfrumflytja sóló verkefni sitt, HE. Aðrir flytjendur á hátíðinni eru meðal annars Bonobo, James Holden, Paul Kalkenbrenner og Jon Hopkins sem gaf út eina bestu plötu ársins, Immunity, og stóð sig feikna vel á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi en hægt er að kaupa miða hér og skoða dagskrána hér. Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma munu fram. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.


Straumur 16. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra


Sónarskoðun – Fyrri hluti

Sónar hátíðin er mikill hvalreki fyrir tónlistarunnendur og fyrra kvöld hátíðarinnar var mögnuð upplifun og sannkölluð flugeldasýning fyrir skilningarvitin. Fyrsta atriðið sem ég sá dagskránni var plötusnúðatvíeykið Thugfucker í Silfurbergi sem samanstendur af hinum íslenska Hólmari og Greg frá New York. Þeir dúndruðu drungalegu tekknói í mannskapinn og stjórnuðu dansinum eins og brúðumeistarar með útpældum uppbyggingum og vel tímasettum taktsprengingum.

Kraftwerk á krakki

Þvínæst rölti ég yfir í Norðurljósasalinn og til að sjá Diomond Version sem ég hafði aldrei heyrt um áður en smekkvís kunningi hafði mælt með þeim. Sá vissi greinilega hvað hann söng því þetta var ein magnþrungnasta tónleikaupplifun sem ég hef orðið vitni að undanfarin misseri. Tveir menn á bakvið tölvur og græjur en fyrir framan þá var nokkurs konar hávaðalínurit og fyrir aftan þá tveir skjáir með alls konar grafík, svona pixlaðir skjáir með áferð eins og ljósaskilti í Vegas. Þetta var í stuttu máli sagt eins og Kraftwerk á krakki. Tónlistin var grjóthart iðnaðarsalt, rifið bassasánd, taktar úr pumpandi pistónum bílvéla og færibanda. Allt saman kalt, hrátt og steinsteypt. Sjónræna hliðin var svo dýrindis djöflasýra og allt virkaði þetta eins og stórskotahríð á skilningarvitin.

Kampavín og sígarettur

Modeselektor voru það band sem ég var spenntastur fyrir þetta kvöldið og voru stórgóðir en bliknuðu þó eylítið í samanburði við Diamond Version. Tónleikarnir voru þó skemmtilegir og fjölbreyttir og snertu á dubstep, tekknói, hip hop og almennri gleðitónlist. Á milli laga töluðu þeir með effekti á röddinni sem lét þá hljóma eins og íkorna og á ákveðnum tímapunkti tilkynntu þeir að nú myndu þeir taka sígarettulagið. Og kveiktu sér í. Ég fylgdi þeirra fordæmi. Þvínæst opnuðu þeir kampavínsflösku og sprautuðu yfir salinn eins og þeir hefðu sigrað í formúlu 1. Þetta var stórgóð skemmtun og tilraunakenndum myndböndum var einnnig varpað á skjá til að auka upplifunina.

Nýtt efni frá Gus Gus

Gus Gus byrjuðu tónleika sína á nýju lagi sem var sérdeilis æðislegt. Hljómaði eins og fyrsta smáskífa af væntanlegri plötu og viðlagið sungið af Högna var löðrandi í grípandi danstónlistarnostalgíu; „Do you remember the days, when we started to crossfade.“ Tónleikarnir voru heilt yfir frábær skemmtun en ég hef þó séð þau betri, fjarvera Urðar var nokkuð truflandi, en rödd hennar var spiluð af bandi í einstaka viðlagi. Högni og Daníel Ágúst stóðu sig þó með glæsibrag og fleiri ný lög ómuðu sem lofa góðu fyrir komandi plötu.

Ógrynni af Ást

Þá hljóp ég yfir í norðurljósasalinn og náði þremur lögum með Retro Stefson sem rokkuðu salinn í ragnarök. Það var ekki þurr flík í húsinu og Unnsteinn hafði salinn í hendi sér og lét fólk hoppa, skoppa og dansa asnalega milli þess sem hann kynnti hljómsveitina. Trentemoller var síðasta atriði á dagskrá og settið hans sveik engan. Dunandi og pumpandi tekknó sem var aðgengilegt en samt framsækið og helling af hnefum á lofti í salnum. Þegar hérna var komið við sögu var ölvun orðin umtalsverð og þegar hann spilaði I feel Love með Donnu Summer missti ég stjórn á öllum hömlum og hoppaði um og veifaði höndunum í algleymisdansi.

Eftir það sagði skylduræknin til sín og kíkti á dj-settið hjá James Blake í bílakjallaranum. Það var ekki alveg jafn mikið rave og ég hafði ímyndað mér, einungis smátt svæði hafði verið afmarkað í kjallaranum, en tónlistin var þó nokkuð góð. Dubstep, Dancehall og reggískotin danstónlist voru hans helstu vopn og krúnudjásnið var frábært remix af Drop it like it’s hot með Snoop Dogg. Hér gæti ég sagst hafa farið heim til að fylla á rafhlöðurnar fyrir síðara kvöldið, en það væri lygi. Allt í allt var fyrra kvöld Sónarsins frábærlega vel heppnað og sannkölluð árshátíð fyrir augu og eyru.

Davíð Roach Gunnarsson

Spennandi tónar á Sónar – Seinni hluti

Sónar tónlistarveislan hefst í dag og Straumur hvetur alla sem á hanska geta haldið til að sjá eftirtalda listamenn en þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á hátíðina.

James Blake

Hinn breski Blake er einungis 24 ára gamall en skaust upp á stjörnuhimininn með sinni fyrstu breiðskífu samnefndri listamanninum sem kom út í byrjun árs 2011. Þar blandaði hann saman dubstep og sálartónlist á einstaklega smekklegan hátt og var tilnefndur til hinnar virtu Mercury tónlistarverðlauna fyrir vikið. Fyrsta smáskífan af breiðskífu sem er væntanleg í vor kom út í síðustu viku og vonandi fáum við að heyra nýtt efni frá kappanum á tónleikum hans á laugardaginn. Þá mun hann einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu á föstudagskvöldinu.

Gus Gus

Gus Gus eru fyrir löngu orðin að stofnun í íslenskri raftónlist og tónleikar þeirra eru á heimsmælikvarða á alla hljóð- og sjónræna kanta. Þeirra síðasta plata, Arabian Horse, fékk nánast einróma lof gagnrýnandi og er af mörgum talin þeirra besta verk. Þeir munu frumflytja nýtt efni á hátíðinni.

Trentemøller

Anders Trentemøller er einn fremsti raftónlistarmaður í Danaveldi og hefur heiðrað Íslendinga ófáum sinnum bæði með live tónlistarflutningi og skífuþeytingum. Hann mun leggja stund á hið síðarnefnda á í Norðurljósasal Hörpu á laugardagskvöldið og undirritaður getur staðfest að enginn verður svikinn af Trentemøller dj-setti. Þau eru  þung en jafnframt aðgengileg þar sem hann spilar oft eigin remix af þekktum poppslögurum.

Mugison

Ólafur Örn Elíasson, betur þekktur sem Mugison, hefur verið ein helsta poppstjarna Íslands undanfarin ár og selt meira en 30.000 eintök af sinni nýjustu plötu. Í byrjun ferilsins spilaði þó raftónlistin meiri rullu í tónlist hans og á Sónar hátíðinni mun hann notast við hljóðgervil sem hann smíðaði sjálfur, ásamt Páli Einarssyni félaga sínum, frá grunni. Ekki er ólíklegt að hann muni sína á sér sjaldséða hlið á hátíðinni og enginn ætti að láta það fram hjá sér fara.

Hermigervill

Hermigervill er frábær tónlistarmaður sem á sínum tveimur síðustu plötum hefur dundað sér við að uppfæra helstu dægurlagasmelli Íslandssögunnar yfir í rafrænan búning. Tónleikar með honum eru einstök upplifun þar sem hann kemur fram einn ásamt lager af raftólum og djöflast af mikilli innlifun á hljóðgervla, samaplera, plötuspilara, þeramín, og grípur jafnvel í fiðlu ef vel liggur á honum. Heyrst hefur að hann sitji á nýju frumsömdu efni og verður spennandi að heyra það á tónleikum hans um helgina.