Kanadíski 80’s-legi diskófönkdúettinn Chromeo sendi í dag frá sér nýtt myndband við lagið Old 45’s. Lagið er af nýjustu plötu Chromeo, White Woman, sem kom út fyrr á árinu en í myndbandinu má sjá bregða fyrir systrunum úr hljómsveitinni Haim og Jon Heder, sem helst er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Napoleon Dynamite. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.
Tag: Chromeo
Straumur 16. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra
Nýtt lag með Chromeo
Dúnmjúki dansfönkdúettinn Chromeo var að senda frá sér fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu, White Woman, sem ekki er kominn endanlegur útgáfudagur á. Í laginu Over Your Shoulder er ekki að greina mikla stefnubreytingu hjá strákunum, þeir sækja eins og oft áður í léttfönkað fullorðinspopp frá níunda áratugnum. Síðasta plata dúettsins, Business Casual, kom út árið 2010. Hlustið á lagið hér fyrir neðan og horfið á auglýsingarstiklu fyrir breiðskífuna.