Nýtt lag með Chromeo

Dúnmjúki dansfönkdúettinn Chromeo var að senda frá sér fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu, White Woman, sem ekki er kominn endanlegur útgáfudagur á. Í laginu Over Your Shoulder er ekki að greina mikla stefnubreytingu hjá strákunum, þeir sækja eins og oft áður í léttfönkað fullorðinspopp frá níunda áratugnum. Síðasta plata dúettsins, Business Casual, kom út árið 2010. Hlustið á lagið hér fyrir neðan og horfið á auglýsingarstiklu fyrir breiðskífuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *