Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Phantogram

 

Phantogram hafa ekki gefið út nýtt efni frá því EP-platan Nightlife kom út árið 2011 en síðan þá hefur bandið tekið þátt í samstörfum við ekki ólíkari listamenn en  The Flaming Lips og Big Boy. Dúettinn vinnur að sinni annari plötu þó ekki sé kominn staðfestur útgáfudagur. Fyrsta smáskífan til að heyrast af væntanlegri plötu er „Black Out Days“ og ber lagið nafn með rentu þar sem dimmir og drungalegir raftónar eru einkennandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *