Daft Punk á Diskóteki

Skiptar skoðanir voru um ágæti Random Access Memories, nýjustu plötu Daft Punk, sem kom út í vor eftir mikla flugeldasýningu af auglýsingum og hæpi. Get Lucky varð þó stærsti smellur sumarsins en nú hefur fyrsta myndbandið af plötunni litið dagsins ljós, við lagið Loose Yourself To Dance. Það er að mati ritstjórn þessa vefs eitt sterkasta lag plötunnar og eins og í Get Lucky njóta vélmennin þar góðs af gítarleik Nile Rodgers og falsettusöng Pharrel Williams. Í myndbandinu er vísað grimmt í glamúrarfleið diskóteka eins og Studio 54 frá ofanverðum 8. áratugnum. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *