Straumur 5. júní 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Anda, Com Truise, Saint Etienne, Todd Terje, Bok og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) I Don’t Care About Anything But You – Luke Reed
2) Lay Down – Touch Sensitive
3) Island Hopping – Bok
4) Everything Now – Arcade Fire
5) Summer Breeze – TSS
6) () – Andi
7) Isostasy – Com Truise
8) Wet (Get Me Sober) – Pink Street Boys
9) Petals – TOPS
10) Maskindans – Todd Terje
11) Something New – Saint Etienne
12) Dive – Saint Etienne

Bestu erlendu lög ársins 2016

50. Neon Dad – Holy Fuck

49. Everybody Wants To Love You – Japanese Breakfast

48. Play On – D.K

47. Naive To The Bone – Marie Davidson

46. With Them – Young Thug

45. Run – Tourist

44. Hey Lion – Sofi Tukker

43. Snooze 4 Love  (Dixon remix) – Todd Terje

42. All Night – Romare

41. Bus In These Streets – Thundercat

40. Never Be Like You (ft. Kai) – Flume

39. Dis Generation – A Tribe Called Quest

38. State Of The Nation – Michael Mayer

37. Do It 4 U (feat. D∆WN) – Machinedrum

36. VRY BLK (ft. Noname) Jamila Woods

35. Come We Go – Jamie XX & Kosi Kos

34. Reichpop – Wild Nothing

33. Cool 2 – Hoops

32. Car – Porches

31. Come Down – anderson .paak

30. Horizon – Tycho

29. All To Myself – Amber Coffman

28. The Mechanical Fair (Todd Terje Remix) – Ola Kvernberg

27. Keep You Name – Dirty Projectors

26. Revenge (ft. Ariel Pink) – NY Theo (Theophilus London)

25. All Or Nothing (ft. Angelica Bess) – Chrome Sparks

24. untitled 03 | 05.28.2013. – Kendrick Lamar

23. Boo Hoo (Cole M. G. N. remix) – Nite Jewel

22. Brickwall – Fred Thomas

21. Landcruisin – A.K. Paul

20. Can’t Stop Fighting – Sheer Mag

19. Lying Has To Stop – Soft Hair

18. Back Together – Metronomy

17. On the Lips – Frankie Cosmos

16. Closing Shot – Lindstrøm

15. Shut Up Kiss Me – Angel Olsen

14. Big Boss Big Time Business – Santigold

13. Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley

12. A 1000 Times – Hamilton Leithauser + Rostam

11. Out of Mind – DIIV

10. BULLETS (feat. Little Dragon) – Kaytranada

9. Hold Up – Beyoncé

8. Dance… While The Record Spins – Kornél Kovács

7. White Ferrari (Jacques Greene) – Frank Ocean

6. Nobody Speak (feat. Run The Jewels) – DJ Shadow 

5. FloriDada – Animal Collective

Florida með Animal Collective á heima í sömu sólbrenndu síkadelísku veröld og meistaraverkið Merriweather Post Pavilion. Lagið er á stöðugri hreyfingu í margar áttir í einu þar sem eina endastöðin er útvíkkun hugans.

4. Summer Friends (feat. Jeremih, Francis, The Lights) – Chance The Rapper

Tregafullur sumarsöngur rapparans Chance The Rapper um vináttu er fullkominn kokteill af hip-hop, gospel og R&B.

3. (Joe Gets Kicked Out of School for Using) Drugs With Friends (But Says This Isn’t a Problem) – Car Seat Headrest

Í Joe gets kicked out of school lýsir Will Toledo sem gefur út tónlist undir nafninu Car Seat Headrest misheppnuðu sýrutrippi þar sem í stað andlegrar uppljómunar líður honum eins og skít og er stöðugt hræddur við lögguna. En þrátt fyrir þessa raunasögu endar lagið á samsöng út í hið óendanlega um hvernig vinátta og eiturlyf séu jafn fullkomin blanda og gin og tónik.

2. It Means I Love You – Jessy Lanza

Hápunktur plöturnar Oh No er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo

1. Famous – Kanye West

Eitt umdeildasta lag ársins og jafnframt það besta. Famous er fyrsta smáskífan af sjöundu breiðskífu Kanye West The Life of Pablo sem kom út í febrúar. Lagið er fullkomið dæmi um glöggt eyra West þegar kemur að því að blanda saman sömplum og gera eitthvað algjörlega nýtt úr þeim. Hann tekur sönglínu úr Do What You Gotta Do með Nina Simone og fær Rihönnu til að syngja en lætur upprunalegu upptökuna enda lagið. Hápunturinn kemur í seinna hluta lagsins þegar hann notar sampl úr laginu Bam Bam með Sister Nancy og lætur það fylgja taktinum. Eitthvað sem á pappír hljómar eins og sæmilegt mashup verður í meðförum Kanye að listrænum kjarnasamruna sem er töfrum líkastur. Lögin hljóma eins og þau hafi alltaf átt heima saman en enginn nema Kanye West hefur tæknilega hæfileika og rödd til þess að vera bindiefnið á milli þeirra. Bara stórkostlegir listamenn geta stolið svona fallega og komist fullkomlega upp með það. Kanye er í þeim hópi. Myndbandið við lagið er svo listaverk út að fyrir sig.

Straumur 23. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Chance The Rapper, Andi, Buspin Jieber, h.dór, Okkervil River, Todd Terje og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Summer Friends” (featuring Jeremih & Francis and the Lights) – Chance The Rapper
2) Same Drugs – Chance The Rapper
3) All night (featuring Knox Fortune) – Chance The Rapper
4) Firecracker – Todd Terje & The Olsens
5) New Money Walk – Scott Hardware
6) Sound Asleep – h.dór
7) Radio Shock – Buspin Jieber
8) Automatic – Wolf Parade
9) Fútúrismi Feminisimi – Andi
10) Góðkynja – Andi
11) M O T H E R – East Of My Youth
12) Woozy – The Suburban Spaceman
13) Just What I needed / Not Just What I needed – Car Seat Headrest
14) Neon Dad – Holy Fuck
15) Okkervil River RIP – Okkervil River

 

Tólf góð atriði á Sónar

Sónar hátíðin hefst í Hörpu í dag og Straumur mun að sjálfsögðu verða á svæðinu næstu daga með daglegar fréttir af hátíðinni. Til þess að hita upp höfum við tekið saman lista yfir 12 atriði á hátíðinni sem við mælum sérstaklega með. Listinn er þó alls ekki tæmandi þar sem yfir 60 atriði eru á hátíðinni og mjög mikið af rjóma þannig að erfitt var að velja. En hér er listinn og gleðilegan Sónar!

Todd Terje

 

Terje-inn hefur verið í uppáhaldi hjá ritstjórn Straums um alllangt skeið, en hann átti eina allra bestu breiðskífu síðasta árs, It’s Album Time, sem var hans fyrsta plata í fullri lengd. Hann er jafnfær á ítalódiskó og evrópskt spæjarafönk og algjör meistari í hljóðgervlum.

 

SBTRKT

 

Breski pródúsantinn SBTRKT hefur getið sér geisigott orð fyrir dubstep-skotið rafpopp af bestu sort. Smellurinn Wildfire sem söngkonan Yukumi Nagato syngur tröllreið dansgólfum beggja vegna Atlantshafsins árið 2011.

 

Randomer

 

Bretinn Randomer sækir jöfnum höndum í tekknó-arfleið Detroit og Berlínar í dökkum og dúndrandi hljóðheimi sínum.

 

Tonik Ensemble

 

Raftónlistarmaðurinn Anton Kaldal sem leiðir Tonik Ensemble er einn allra fremsti pródúsant þjóðarinnar og í Tonik Ensemble fær hann til liðs við sig selló- og saxafónleikara ásamt söngvaranum Herði Má úr M-Band. Útkoman er tregafullt sálartekknó sem hittir beint í mark og miðar bæðið á mjaðmir og hjarta. Hans fyrsta breiðskífa, Snapshots, kom út í vikunni og er feikilega sterkur frumburður.

 

Jamie xx

 

Forsprakki mínímalísku indípoppsveitarinnar xx er með allra heitustu plötusnúðum Bretlands um þessar mundir.

 

Yung Lean

 

Þessi knái sænski rappari er einungis 19 ára gamall og textarnir hans eru uppfullir af tilvísunum í samtímapoppmenningu minecraft kynslóðarinnar.

 

Paul Kalkbrenner

 

Þýski tekknójálkurinn Paul Kalkbrenner átti að koma á síðustu Sónar hátíð en neyddist til að afboða koma sína vegna augnsýkingar. Það eru því margir sem bíða komu hans með mikilli eftirvæntingu í ár.

 

Kindness

 

Kindness er listamannsnafn hins breska Adam Bainbridge sem er þekktur fyrir að blanda saman poppi, sálartónlist, R&B og diskói í ómóstæðilegan bræðing.

 

M-Band

 

Hörður Már Bjarnason framleiðir vandaða dansmúsík undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Jon Hopkins, Gus Gus og Caribou. Hann átti að mati Straums bestu íslensku plötu síðasta árs, Haust, og eitt af bestu lögunum líka, Never Ending Never.

 

Nina Kraviz

 

Hin rússneska plötusnælda Kraviz hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhiminn alþjóðlegu plötusnúðasenunnar. Frumleg blanda af tekknói og acid house hefur fleytt henni í helstu dansklúbba veraldar.

 

Ametsub

 

Japanskur tónlistarmaður sem skapar undurfalleg hljóðræn landslög úr ambíent og umhverfishljóðum.

 

Páll Ívan frá Eiðum

 

Tónskáldið, myndlistarmaðurinn, forritunarneminn og djókarinn Páll Ívan frá Eiðum var einn óvæntasti nýliðinn í raftónlistinni á árinu. Með laginu Expanding og glæsilegu myndbandi stimplaði hann sig rækilega inn, meðan lög eins og Lommi farðu heim og Atvinnuleysi fyrir alla eru þrusugóð þó þau séu gerð með glott á brá.

 

Dagskráin á Sónar Reykjavík klár

Dagskráin fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík er nú tilbúin. Hægt er að skoða hana í heild sinni hér. Alls munu 64 atriði vera á dagskrá á hátíðinni sem fram fer 12. – 14. febrúar í Hörpu. Meðal þeirra eru: Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, TV On the Radio, Kindness, Nina Kraviz, Jimmy Edgar, Elliphant, Ryan Hemsworth, Sophie, Samaris, Mugison, Prins Póló og Sin Fang.

Meðal þeirra sem bætt var við dagskrána í dag eru: Tonik Ensemble, M-Band, Thor, Valgeir Sigurðsson, DJ Flugvél og Geimskip, Lily the Kid, Lord Pusswhip og Hekla Magnúsdóttir.

Hægt er að kaupa miða á hátíðina http://sonarreykjavik.com/en/pg/tickets.

Bestu erlendu lög ársins 2014

50. Master Pretender – First Aid Kit

 

49. Salad Days – Mac DeMarco

 

48. Gold Coins – Charli XCX

 

47. 5thep – Todd Osborn

 

46. Archie Marry Me – Alvvays

 

45. Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz

 

44. You Stessin – Bishop Nehru

 

43. Fiona Coyne – SAINT PEPSI

 

42. Talking Backwards – Real Estate

 

41. Drive, Pt. 1 – Ben Khan

 

40. 1998 – Chet Faker

 

39. Chandelier (Four Tet Remix) – Sia

 

38. Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels

 

37. Love Letters (Soulwax remix) – Metronomy

 

36. Hey Life – tUnE-yArDs

 

35. Birthday Song – Frankie Cosmos

 

34. Got To My Head – Waters

 

33. Mister Main – Ty Segall

 

32. Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts

 

31. Completely Not Me – Jenny Lewis

 

30. Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin

 

29. Never Catch Me (ft .Kendrick Lamar) – Flying Lotus

 

28. Little Fang – Avey Tare

 

27. Put Your Name In My Phone – Ariel Pink

 

26. Mr Tembo – Damon Albarn

 

25. Lay-by – Tennyson

 

24. King Bromeliad – Floating Points

 

23. The Lens – The Oh Sees

 

22. The British Are Coming – Weezer

 

21. 11 O’Clock Friday Night – Hamilton Leithauser

 

20. Better Blues – Chance The Rapper

Er hægt að gera hugljúft og bjartsýnt lag sem fjallar um hatur á öllum sköpuðum hlutum og sálum, hatur sem beinist jafnt að samfélaginu og sjálfum sér? Chance The Rapper svaraði þeirri spurningu játandi með laginu Better Blues. Við hötum það ekki.

19. Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware

Í þessari hugvitssamlegu endurhljóðblöndun er komin dansvænleg bassatromma á hvert slag, en fínleg og allt að því loftkennd rödd Jessie Ware trónir hins vegar yfir öllu saman og nýtur sín einstaklega vel.

18. Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

Chaz Bundick, betur þekktur sem Toro Y Moi, sýndi á sér ferska hlið á árinu með þessum fönk- og diskóskotna danssmelli. Áferðin er organísk og söngurinn einlægur en bassatromman en þyngri en oft áður, svo lagið flýtur beinustu leið á dansgólfið.

17. Digital Witness – St. Vincent

Það er deginum ljósara að St. Vincent hefur drukkið í sig áhrif frá samstarfinu við David Byrne, því Digital Witness hljómar eins og nýstárlegur snúningur á týndum Talking Heads smelli. Textinn fjallar um póstmódernískra tæknifyrringu nútímamannsins og ofgnótt upplýsingasamfélagsins með brassaðri uppsveiflu og firnagóðu gripi í viðlaginu.

16. Alfonso Muskedunder – Todd Terje

Þó að Todd Terje hafi mest unnið innan geimdiskórammans er hann þó mikið ólíkindatól og jafnfær á ýmsar strauma og stefnur. Í Alfonso Musketer er hann að vinna úr arfleið kvikmyndatónlistar 8. áratugarins, djassað spæjarafönk í sjö áttundu þar sem sótt er jöfnum höndum í smiðju Lalo Schifrin og Henry Mancini. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli þegar þú ert í villtum dillidansi sem er óhjákvæmilegt þegar lagið berst til eyrna.

15. Flashlight – Bonobo

Bonobo átti frábæra tónleika á Sónar hátíðinni og sýndi það í þessu lagi að hann hefur þróast talsvert frá trip hop-inu sem kom honum á kortið fyrir um áratug síðan. Flashlight er fönkí house-lag sem er dregið áfram af grófum bassaslætti í bland við ótal tegundir af exótískum ásláttarhljóðum.

14. Back, Baby – Jessica Pratt

Back, Baby hljómar eins það hafi verið tekið upp fyrir 50 árum síðan og ég veit ekkert hvaðan þessi rödd kemur. Ekki af þessum heimi allavega, til þess er hún of skrýtin og falleg.

13. True Love – Tobias Jesso jr

Tobias Jesso jr sækir innblástur til helstu meistara melódramatíkurinnar, Billy Joel og Elton John, í þessari lágstemmdu en þó mikilfenglegu píanóballöðu.

12. Alena – Yumi Zouma

Alena er svo létt og leikandi að það er næstum því þyngdarlaust. Undurfögur röddin svífur yfir house píanói og alls konar hljóðum sem minna á strandir og sjávarföll.

11. Soda – Azealia Banks

Töffarlegt rapp og attitúd Banks er fullkomið lím fyrir þá 50/50 blöndu af House og hip hoppi sem þessi óstöðvandi danssmellur er gerður úr.

10. 2 Is 8 – Lone

2 is 8 hljómar eins og takturinn úr einhverjum gullaldar hip hop slagara nema í eylítið hraðara tempói. Í stað rapps fáum við svo hljóðgervlamelódíur sem tvístrast eins og lækjarsprænur í ótal áttir yfir hoppandi bítinu.

9. minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin

Í þessu fyrsta lagi frá Aphex Twin í óralangan tíma mátti heyra níðþungan og margbrotinn takt í bland við draugalegar raddir, bjagaða píanóhljóma og ægifögur synþahljóð í súpu sem gæti ekki hafa verið framreidd af neinum öðrum en séní-inu sjálfu. Það er eins og Alberto Balsam, Windowlicker og Iz-Uz í hárréttum hlutföllum. Það var gott að fá Aphex-inn sinn aftur.

8. Pretty Girls – Little Dragon

Óaðfinnanlegur hljómur, frumlega strengjaútsetningar, endalaus smáatriði í hverju horni og rödd söngkonu Little Dragon gera Pretty Girls að nánst ósnertanlegu popplagi, á ári með harða samkeppni í þeirri deild.

7. Rocketship (Daniel Johnston cover) – The Unicorns

Hin fornfræga indísveit Unicorns sneri aftur á árinu með túr um heiminn og þessa dásamlegu ábreiðu af Daniel Johnston í farteskinu. Þeir heiðra gamla meistarann og furðufuglinn með ótrúlega frjórri útgáfu sem sækir jöfnum höndum í skynvillutónlist og gamaldags vísindaskáldskap.

6. Two Weeks – FKA Twigs

FK Twigs hafði lengi byggt upp hæpið fyrir sína fyrstu breiðskífu sem loksins kom á árinu. Two Weeks var hæsti tindurinn í þeim mikla fjallgarði sem platan er, loksins er komin söngkona til að leiða trip hoppið inn í framtíðina.

5. Silver – Caribou

Caribou virðist vera ófær um að gera lélega eða leiðinlega tónlist, og þrátt fyrir stærðfræðigráðuna og nákvæmnina er mannleg hlýja í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Á Our Love er hann í hugljúfum og allt að því væmnum gír, en í besta lagið að okkar mati var Silver. Það hefur seigfljótandi synþabassa með höktandi raddsampli, smekklegum strengjum og dúnmjúkum söng Daniel Snaith. Bara það hefði nægt því til að komast á þennan lista, en hækkunin og kaflaskiptingin sem hefst á 3:23 fleytir því alla leið í fimmta sætið. Þá eru allir synþar tvíkaðir í botn og endalausar arpeggíur og melódíur fossast yfir þig og valda gæsahúð á gæsahúð ofan og hækkandi sálarhita. Hljómar eins og að troða alsælu í eyrun á sér.

4. How Can You Really – Foxygen

Okkur hættir til þess að gleyma því að í rauninni fögnum við jólunum því þá fara dagarnir að lengjast aftur, með öðrum orðum, þá er styttra í sumarið. Foxygen áttu bestu plötu ársins 2013 að okkar mati en platan sem kom út í ár var nokkuð mistæk. Hún gaf okkur þó eitt allra besta lag ársins sem er svo mikið sumar að það drýpur sólskin af hverjum píanóhljómi og saxafónblæstri. Við hlökkum til sumarsins í hver sinn sem við hlustum.

3. L – Tycho

L er eins og heitt teppi í svartasta skammdeginu, ekki svona sem stingur heldur úr mjúkri flís sem þú hjúfrar þig inn í eins og púpa. Lagið hreinlega umvefur þig á alla vegu og gerir slæma daga bærilega og góða daga eins og lúr á bleikfjólubláu skýi. Angurvær elektróníkin fyllir út í og aðlagast hverju því herbergi þar sem hún ómar og er alltaf og alls staðar viðeigandi.

2. Wave 1 – Com Truise

Com Truise verður ólíkt rímnafna sínum í vísindakirkjunni bara betri og betri með tímanum. Það heyrist glöggt á hans nýjustu skífu, Wave 1, og hvergi betur en í titillaginu þar sem öldur af melódíum skella á hlustandanum hver á eftir annarri. Þetta er raftónlist með sammannlega eiginleika, þú skynjar ástríðuna og natnina á bak við hvert einasta hljóð og nótu.

1. On The Regular – Shamir

Frumburður hins 19 ára gamla Shamir Baily, Ep-platan Northtown, var algjört afbragð og lagið If It Wasn’t True hefði lent ofarlega á árslistanum ef við takmörkuðum okkur ekki við eitt lag á hvern listamann. Í október staðfesti Shamir hins vegar undraverða tónlistarhæfileika og það að hann ætlaði sér langt, því On the Regular er það sem á ensku er stundum kallað Calling Card. Lag sem segir “Hér er ég og mættur á svæðið!”, með sjálfstraust og attitúd vigtað í tonnum. On The Regular hefst á kúabjöllu og inniheldur groddalegt elektró, óldskúl rapp, sungna brú og stórkostlegt myndband. En það er flutningur Shamirs sem heldur því saman; naívur en samt fullorðins, macho og kvenlegur á sama tíma, glettinn en samt alls ekki að grínast. Í okkar bókum verðskuldar það lag ársins 2014 og við munum fylgjast stíft með Shamir á því næsta.

Bestu erlendu plötur ársins 2014

Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

29. Mourn – Mourn

28. Arca – Xen

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

26. Damon Albarn – Everyday Robots

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24. Metronomy – Love Letters

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22. FKA twigs – LP1

21. Shamir – Northtown EP

20. Ben Khan – 1992 EP

19. Giraffage – No Reason

18. Mac DeMarco – Salad Days

17. Real Estate – Atlas

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste

Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.

14. Aphex Twin – Syro

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.

13. Les Sins – Michael

Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.

 

12. Com Truise – Wave 1

Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.

11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea

Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.

10. Jessie Ware – Tough Love

Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.

9. Frankie Cosmos – Zentropy

Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.

8. The War On Drugs – Lost In the Dream

Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári.  Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki  9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.

7. St. Vincent – St. Vincent

Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu.  Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.

 

6. Caribou – Our Love

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.

5. Tycho – Awake

Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.

4. Ty Segall – Manipulator

Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.

3. Todd Terje – It’s Album Time

Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.

2. Sun Kil Moon – Benji

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra.  Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.

1. Lone – Reality Testing

Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári.  Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.

Todd Terje og Skrillex á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Það eru norski geimdiskó-gúrúinn Todd Terje, EDM tryllirinn Skrillex og þýska tekknó-goðsögnin Paul Kalkbrenner, sem átti að spila á síðustu Sónar hátíð en forfallaðist. Næsta Sónar hátíð verður haldin Í Hörpu 12.-14. febrúar en hér má lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.

Spennumælir: It’s Album Time með Todd Terje

Norsarinn Todd Terje hefur í yfir áratug verið einn af fánaberum hinnar svokölluðu geimdiskó-senu ásamt samlöndum sínum Lindstrom og Prins Thomas. Sá geiri keyrir mikið á samruna diskótónlistar og bernskuára raftónlistarinnar, retrófútúrisma með áherslu á  rómantíska framtíðarsýn 7. og 8. áratugarins á tækniframfarir og geimferðir. Hugsið um kokteilboð í skýjaborginni úr Empire Strikes Back, diskótek í Deep Space Nine geimstöðinni, grafíkina á Moon Safari plötunni og búningahönnun og leikmynd Barbarellu.

 

Hann hefur getið sér gott orð fyrir ep-plötur og smáskífur á borð við Eurodans, Ragysh, Here come the Arps og nú síðast Inspector Norse sem tröllreið öllum dansgólfum sem fætur á festi sumarið 2012. Þá liggja eftir hann tugir ef ekki á annað hundrað endurhljóðblandanir, bæði af gömlum diskósmellum og nýrri listamönnum. En þrátt fyrir langan feril hefur hann aldrei áður reynt við breiðskífuformið fyrr en nú, á plötu sem ber hinn sjálfsmeðvitaða og galsafulla titil It’s Album Time … with Todd Terje.

Ástæðan fyrir þessum langa biðtíma er augljóslega ekki skortur á efni heldur að hann vildi vanda til verka og árangurinn er auðheyrður. Þetta er ekki samansafn af smáskífum heldur breiðskífa með stóru B- og R-i og áherslu á breidd. Hún hefur upphaf, miðju, endi og útpældar brýr og uppbyggingar þar á milli. Á plötunni er Terje er með annan fótinn á ströndinni en hinn út í geimi. En svo er hann líka með fullt af aukafótum sem hlaupa um dansgólf, kokteilboð, kvikmyndir, karnívöl og bara hvert sem þeim og Terje sýnist. Hann er tónlistarmaður með húmor fyrir sjálfum sér – en hann tekur húmorinn alvarlega og af barnslegri einlægni frekar en útjaskaðri kaldhæðni.

 

Upphafs- og titillagið er eins og tónlistin áður en tjaldið fellur og sýningin byrjar, upptaktur sem er ætlað að skapa eftirvæntingu. Leisure Suit Preben er fágaður lounge-djass með kosmískum undirtónum og Alfonso Muskedunder er 70’s spæjarafönk af bestu sort sem hljómar eins og eitthvað úr smiðju argentínska kvikmyndatónskáldsins Lalo Schifrin. Delorean Dynamite flýgur með þig upp fyrir gufuhvolfið og í fullkomnum heimi væri Strandbar þematónlist Ibiza frekar en David Guetta.

Terje sannar á plötunni að hann er algjört sándséní og hljóðheimurinn er hreint út sagt virtúósó. Þar dansa sembalar samba við sílófóna og bongótrommur bjóða léttfönkuðum gíturum upp í villtan vals. Í honum má líka finna píanó, strengi og örugglega tugi fermetra af effektarekkum sem líma alla þessa mismunandi parta saman. En hryggjarstykkið er samt hljóðgervlarnir sem eru undirliggjandi og alltumlykjandi og Todd Terje er yfirburðarmaður í þeirri deild. Hljómurinn stundum bjartur og tær eins og lækir í vorleysingum eða ægidjúpur bassi úr botni Kyrrahafsins. Synþarnir  hljóma sitt á hvað eins og geimskip í flugtaki, ölduniður eða geislabyssur, allt eftir því hvaða andrúmslofti lagið kallar eftir. Sólóið í Preben goes to Acapulco á eftir að framkalla bros út að eyrnasneplum og glott upp að hársverði hjá öllum með púls sem á það hlýða.

Um miðbik plötunnar róar hann hana niður með hægasta tempóinu og eina sungna laginu, Johnny and Mary, sem Bryan Ferry ljær rödd sína og aldraðan elegans. Það líður þó ekki á löngu áður en hann keyrir allt í gang aftur og Swing Star Pt. 1 og 2 eru crescendó-ið yfir í lokahluta verksins. Oh Joy er sjö mínútna lúxusútsýnisferð um fjarlægar vetrarbrautir og innan þess má finna kjarnað þykkni af Giorgio Moroder, Vangelis, Jean Michel Jarre og Yellow Magic Orchestra. Lotningarfullur virðingarvottur við synþameistara fortíðarinnar og það lag á plötunni sem er mest í anda I Feel Space, flagggeimskips senunnar sem Lindstrom lagði úr höfn með fyrir ríflega tíu árum síðan.

Rúsínan í háfleygum pylsuendanum er svo Inspector Norse sem með sínu hoppandi skoppandi sci-fi diskói gæti fengið hreyfihamlaðan mann til að rísa upp úr hjólastólnum og valhoppa í takt. Það sem einkennir plötuna er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa. Þetta tónlistarár þarf að vera virkilega gott ef að þetta telst ekki með því allra besta sem gerðist á því við lok þess. Todd Terje hefur með þessum fljúgandi diski tekið forystuna í geimkapphlaupinu.

It’s Album Time with Todd Terje: 21 Volt af 24 mögulegum.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 31. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Todd Terje og Mac DeMarco. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Darkside, Gus Gus, Wye Oak og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 31. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Alfonso Muskedunder – Todd Terje
2) Crossfade – Gus Gus
3) Preben Goes to Acapulco – Todd Terje
4) Swing Star (Part 1) – Todd Terje
5) Swing Star (Part 2) – Todd Terje
6) Water Fountain – tUnE-yArDs
7) Digital Witness (Darkside remix) – St. Vincent
8) Salad Days – Mac DeMarco
9) Let Her Go – Mac DeMarco
10) Goodbye Weekend – Mac DeMarco
11) Heartless – Sean Nicholas Savage
12) Specters – kimono
13) All I Got – RAC
14) Before – Wye Oak
15) Bein’ Around (Lemonheads cover) – Courtney Barnett