Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 21 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 11. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2015. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna er valin af fimmtán manna dómnefnd, svokölluðu öldungarráði. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Óli Dóri og Trausti Júlíusson.
Ráðið fór yfir á þriðja hundrað hljómplatna sem komið hafa út á árinu, en þar af voru 170 rafrænar útgáfur. Stærri dómnefnd hefur nú hafið störf og sér um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin.
Úrvalslisti Kraums 2015 – Listinn er birtur í stafrófsröð
asdfgh – Steingervingur
Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
Dulvitund – Lífsins þungu spor
Fufanu – Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder
Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt
Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl
Lord Pusswhip – … is Wack
Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Future
Myrra Rós – One Amongst Others
Nordic Affect – Clockworking
Ozy – Distant Present
President Bongo – Serengeti
Sóley – Ask The Deep
Teitur Magnússon – 27
Tonik Ensemble – Snapshots
TSS – Meaningless Songs
Vaginaboys – Icelandick