Fyrsti í Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.

Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.


View this post on Instagram

@countessmalaise #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist. 

 

 

 

View this post on Instagram

 

@auduraudur #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 

 

Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins.  Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og  Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.

Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.

 

View this post on Instagram

Skátar #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on


asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.

 

Ólafur Halldór Ólafsson

30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.  Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!

Tónleikar helgarinnar 4. – 6. apríl

 

Fimmtudagur 4. apríl:

Á Kex Hostel mun Grísalappalísa gefa áhugasömum formsmekk af nýrri plötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Hljómsveitirnar Legend, Muck og Japam slá til tónleikaveislu á Volta Tryggvagötu 22. Húsið opnar klukkan 21:00 og byrja tónleikarnir stuttu eftir það. Miðaverð er 1000 kr. 

Agent Fresco og Kiriyama Family halda tónleika á efri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og kostar 1500 kr inn.

 

Föstudagur 5. apríl 

Plötuverslunin 12 Tónar fagnar nú 15 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opið hús á Skólavörðustíg 15 næstkomandi föstudag, 5. apríl á milli 17 og 19. Hljómsveitin Rökkurró mun leika nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Boðið verður uppá veitingar að hætti hússins og eru allir vinir, velunnarar og viðskiptamenn 12 Tóna hjartanlega velkomnir.

Hljómsveitirnar Babies og Beatless leiða sama hesta sína með hjartslætti og rythma svo að allir geti farið dansandi inn í helgina á Faktory. Beatless hefja tónleikana kl 23:00 og Babies spila uppúr miðnætti. Miðaverð er 1000 kr. 

Skúli hinn mennski heldur tónleika á Rósenberg ásamt Þungri byrði. Tónleikarnir klukkan 22:00. Verðið er ákkúrat mátulegt eða 1500 krónur á mann og ofbeldi ógildir miðann.

 

Laugardagur 6. apríl

VORVINIR 2013: Í tilefni af væntanlegri plötuútgáfu hefur hljómsveitin Mammút ákveðið að blása til heljarinnar söfnunartónleika svo hægt sé að klára plötuna með stæl. Uppáhaldshljómsveitir Mammút voru svo yndislegar að leggja bandinu lið og eru þar samankomnar helstu kanónur og snillingar tónlistarsenunnar í dag. Ásamt Mammút munu OJba Rasta, Samaris og Oyama koma fram. Húsið (efri hæð Faktorý) opnar kl 21 og tónleikarnir hefjast STUNDVÍSLEGA kl 22. Miðaverð er 1500 kr. 

Tónlistarmaðurinn Jón Þór mun heiðra tónleikagesti á Bar 11 með nærveru sinni og flytja þar lög af sinni fyrsti breiðskífu, Sérðu mig í lit. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangur ókeypis.

Bestu íslensku lög ársins 2012

30) Weekends – Kiriyama Family

      1. 04 Weekends

 

 

29) Grasping For Air – Útidúr

      2. Grasping for Air

 

 

28) Rónablús – Skúli Mennski ásamt Þungri Byrði

      3. 03 Rónablús

 

 

27) Sometimes – Oyama

      4. Sometimes

 

 

26) Thrown (FaltyDL Remix) – Kiasmos

      5. 02 Thrown (FaltyDL Remix)

 

 

25) Born to be Free – Borko

      6. 01 Born to be Free (single version)

 

 

24) Treat Her Kindly – Ólöf Arnalds

      7. 04 TREAT HER KINDLY 24BIT

 

 

23) Gasvinur – Per: Segulsvið

      8. gasvinurmaster

 

22) New Kids / Night Kids – Japanese Super Shift and the Future Band

      9. 04 New Kids_Night Kids

 

 

 

21) Gin og Greip – Boogie Trouble

      10. Gin og greip

 

 

 

20) Sérðu mig í lit? – Jón Þór

 

 

19) God’s Lonely Man – Pétur Ben

 

 

18) Crazy Sun – The Dandelion Seeds


 

17) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson

      11. No Need to Hesitate

 

 

16) Letter To (…) – Hjaltalín

      12. 06 Letter To (...)

 

 

15) LoveHappiness (feat. RetRoBot) – M-band

      13. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

 

 

14) Stofnar falla (Subminimal remix) – Samaris

      14. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

13) Sumargestur – Ásgeir Trausti

      15. 03 Sumargestur

 

 

12) Everything Got Stolen – Captain Fufanu


 

 

11) Don’t Push Me – Ghostigital With Sensational + Nick Zinner

      16. 02 Don_t Push Me

 

 

10) I’m All On My Own – Dream Central Station

Verkefni Hallbergs Daða Hallbergssonar var ein óvæntasta ánægjan í íslensku tónlistarlífi á árinu sem leið. Hann vinnur hér með hefð sem er nokkuð fastmótuð en nær að hrista af sér skuggann sem Singapore Sling varpar iðulega á þessa senu og skapa sér sérstöðu. All On My Own er angurvær en þó töffaraleg rokkballaða þar sem samsöngur Hallbergs og Elsu Maríu Blöndal kallast á við framúrskarandi gítarleik.

      17. 01 I'm All On My Own

 

 

 

9) Tipp Topp – Prinspóló

Reykvíska stuðhljómsveitin Prins Póló gaf út þetta hressa lag á árinu sem nefnist Tipp Topp og  fjallar um að vera hress og óhress, ástir og afbrýði, og mikilvægi þess að tala saman.  Tipp Topp er fyrsta lagið sem Prins Póló flytur eingöngu á Casio skemmtara. Línan um að detta í slölla inni á Hlölla er eitt það subbulegasta en jafnframt fallegasta sem heyrst hefur á árinu.

 

 

 

8) Way Over Yonder in the Minor Key – Just Another Snake Cult

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári gerðist hann svo li-fo að hann gaf út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Á plötunni er ábreiða af laginu Way Over Yonder In The Minor Key eftir Billy Bragg og Wilco við texta eftir goðsögnina Woody Guthrie.

      18. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

7) Baldursbrá – Ojba Rasta

Að sögn hætti Arnljótur að syngja á unga aldri og byrjaði ekki aftur fyrr en með Ojba Rasta. Það var viturleg ákvörðun hjá honum (að  byrja aftur þ.e.) því Baldursbrá er framúrskarandi lag og ástæðan fyrir því er að stórum hluta söngur Arnljóts. Hann er angurvær og rómantískur en fer samt aldrei yfir í væmni. Lagið er bæði einstaklega íslenskt en hreinræktað döbb á sama tíma og fyrir það afrek fá Ojba Rasta sjöunda sæti listans.

 

 

6) Young Boys – Sin Fang

Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári um miðjan desember. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion.

      19. 01 Young Boys

 

 

 

5) Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

Pascal Pinion sýndu miklar framfarir á sinni annarri plötu og hafa nú bætt lágstemmdri elektróník við hljóðheim sem áður samanstóð helst af kassagíturum og sílafónum. Það er rökrétt framhald hjá stelpunum og Ekki vanmeta mig er líklega besta lag sveitarinnar hingað til.

      20. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Tenderloin – Tilbury

Hljómsveitin Tilbury spratt fram fullsköpuð eins og skrattinn úr sauðaleggnum með sínu fyrsta lagi, Tenderloin, og skyldi engan undra vinsældir hennar. Óheyrilega vandað og grípandi indípopp með þjóðlagabragði. Dúnmjúkur hljóðheimur og fáheyrilega smekkleg notkun hljóðgerfla eru svo komman yfir í-ið.

 

 

3) Romeo – Nolo

Nolo eru ein duglegasta hljómsveit landsins og þeir gefa reglulega út smá- og stuttskífur á gogoyoko vefnum sem margar fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Lagið Romeo er eitt það sterkasta sem sveitin hefur lagt nafn sitt við og er löðrandi í lágstemmdri lo-fi gleði og tilraunamennsku.

 

 

2) She Moves Through Air – Pojke

Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf út lagið She Move Through Air í október og ljóst er að þriðja heimsklassa verkefni Sindra er orðið að veruleika. Í samtali við Straum fyrr á þessu ári sagðist Sindri hafa ætlað að semja raftónlist þegar hann samdi lögin fyrir Pojke. Sindri er eini lagahöfundurinn til að eiga tvö lög á listanum enda einn allra duglegasti tónlistarmaður Íslands um þessar mundir.

 

 

1) Glow – Retro Stefson

Á samnefndri plötu stigu Retro Stefson út úr skápnum sem fullþroska hljómsveit og hvergi kom það betur í ljós en í fyrstu smáskífunni, Glow. Hér er búið að beisla eylítið ungæðislegan kraftinn sem einkenndi fyrstu tvær skífur sveitarinnar og kjarna hennar helstu styrkleika. Lagið er margslungið en það fyrsta sem grípur mann er dansvænn ryþminn sem er hlaðinn mörgum lögum af áslætti. Versin eru nánast jafn grípandi og viðlagið og uppbyggingin er útpæld til að ná fram hámarksáhrifum á hlustandann. Bakraddir Sigríðar Thorlaciusar negla þetta svo endanlega og fleyta laginu upp í hæstu hæðir.

 

 

Bestu íslensku plötur ársins

 

 

 

1) Ojba Rasta – Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is

 

2) Retro Stefson – Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á  plötunni.

viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

 

 

3) Pascal Pinon – Twosomeness

Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.

Ekki vanmeta:  

      2. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Sin Fang – Half Dreams EP

Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.

 

Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      3. Airwaves 2 1 hluti

 

5) Dream Central Station – Dream Central Station

Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.

 

 

 

6) Pétur Ben – God’s Lonely Man

Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.

 

 

7) Hjaltalín – Enter 4

Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.

 

 

 

8-9) Japanese Super Shift and the Future Band –  Futatsu

Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.

 

Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

 

8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.

 

 

10) Samaris – Stofnar Falla EP

Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.

Stofnar falla (Subminimal remix): 

      5. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

11)  Stafrænn Hákon – Prammi

Klump:

      6. 02 Klump

 

 

 

12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Sumargestur:

      7. 03 Sumargestur

 

 

13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism

 

 

14) Tilbury – Exorcise

 

 

15) Borko – Born to be free

Born to be free:

      8. 01 Born to be Free

 

 

16) Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

 

17) Nóra – Himinbrim

 

 

18) Futuregrapher – LP

 

 

19) Kiriyama Family – Kiriyama Family

 

 

20) M-Band – EP

LoveHappiness (feat. RetRoBot) 

      9. LoveHappiness (feat. RetRoBot)