Just Another Snake Cult Sjónvarpsviðtal

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári  gaf hljómsveitin út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Við kíktum heim til Þóris Heydal söngvara og lagahöfundar Just Another Snake Cult þar sem hljómsveitin æfði fyrir Iceland Airwaves. Just Another Snake Cult koma fram á  Reykjavík Backpackers klukkan 20:00 í kvöld, í Bíó Paradís klukkan 15 á morgun og svo eru tónleikar þeirra á Iceland Airwaves á Gamla Gauknum annað kvöld klukkan 20:00.

Remix og myndband með Ojba Rasta

Lagið Jolly Good með reggíhljómsveitinni Ojba Rasta hefur nú verið klætt upp í spánýjan búning með endurhljóðblöndun og myndbandi. Það er svuntuþeysarasérfræðingurinn Hermigervill sem sér um remixið en hann hefur á síðustu tveimur plötum sínum klætt íslensk dægurlög í rafrænan búning og telst því sérfræðingur í faginu. Myndbandið er eftir Hauk Valdimar Pálsson en í því fylgjumst við með einmana mótorhjólakempu í asa stórborgar sem að hverfur inn í afrískt draumaland eftir að hafa reykt skrýtna sígarettu. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Önnur plata Pascal Pinon

Önnur plata íslensku hljómsveitarinnar Pascal Pinon  kemur út hjá þýska plötufyrirtækinu Morr Music á miðvikudaginn. Platan sem ber nafnið  Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009.

Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó á miðvikudagskvöld. Þar munu einnig koma fram hljómsveitarinnar FM Belfast, Prinspóló, Sóley og Sin Fang. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.

Ekki vanmeta – á íslensku

      1. 01 Ekki Vanmeta

Þerney (one thing) – á ensku

      2. 02 Þerney (One Thing)

Fernando – á sænsku

      3. 10 Fernando

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt lag og myndband frá Lay Low

Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.

Bedroom Community bæta við sig listamanni

Hin íslenska útgáfa Bedroom Community hefur nú samið við bandaríkjamanninn Paul Corley um útgáfu á hans fyrstu plötu. Corley hefur unnið náið með meðlimum útgáfunnar í fjölmörg ár, en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost og Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sigurðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl.

Plata Paul Corley – Disquiet- kemur út þann 5. nóvember á heimsvísu, en sérstök forsala verður á bandcamp síðu hans sem og í völdum búðum hér á landi fyrir Iceland Airwaves, en þar kemur Corley einmitt fram í fyrsta sinn. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.

Nýtt lag frá Nolo

Reykvíska hljómsveitin Nolo senda á næstunni frá sér lagið Human. Hljómur lagsins er mjög “lo-fi” og verður það á væntanlegri smáskífu sem sveitin hyggst gefa út í náinni framtíð. Hlustið á þetta frábæra lag hér fyrir neðan.

      1. Human 12 okt