Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Remix af skoskri raftónlist

Groundislava eða Jasper Tatterson er lítt þekktur tónlistamaður sem kemur frá Bandaríkjunum. Hans helstu einkenni eru frumleg hljóð úr hinum ýmsu áttum eins og tölvuleikjum og 80‘ tímabilinu. Nú á dögunum sendi Groundislava frá sér dansvænt remix af laginu „Gun“ með skosku rafhljómsveitinni CHVRCHES. Hann frískar vel upp á lagið og gefur rödd Lauren Mayberry söngkonu CHRCHES nýjan lit auk þess að bæta við þægilegu píanóspili undir lokin.

Robyn sendir frá sér myndband

Þó svo þrjú ár séu liðin frá útgáfu Body Talk sjöundu breiðskífu sænsku tónlistarkonunnar Robyn þá stoppar það hana ekki í að gefa út myndband við lagið „U Should Know Better“ sem er tekið af plötunni. Snoop Dog aðstoðaði Robyn við lagið en kemur þó ekkert fram í myndbandinu heldur er það kvenkyns tvífari Snoop sem bregður fyrir og karlkyns tvífari Robyn.

Nýtt lag frá jj

Það er alltaf nóg að frétta af sænskum tónlistarmönnum og nú sendir sænski rafdúettinn jj frá sér nýtt lag sem ber titilinn „Fågelsången“ eða „fuglalagið“. Bandið hefur gefið út tvær breiðskífur n°2 árið 2009 og n°3 árið 2010. Það eru þau Joakim Benon og Elin Kastlander sem mynda jj og hefur stíll þeirra verið kenndur við „balearic beat“ stefnuna sem er einn angi „house“ tónlistar. Tónlist þeirra er þó fjölbreytileg og draumkennt „indie“ og þjóðlaga raftónlist komast líka ágætlega upp með að lýsa stefnu jj og á það vel við lagið „Fågelsången“.

 

Tónleikar helgarinnar

Í hinu vikulega helgaryfirliti straum.is er stiklað á stóru og smáu í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu.

Fimmtudagur 20. júní

Jóhann Kristinsson og Loji munu hefja leikinn í sumartónleikaröð í Bíó Paradís  kl 22:00! Ókeypis inn!

Heiladans 25 á Litlu Gulu Hænunni kl. 21 – 01. Samaris, Tonik, Einar Indra og Dj Kári spila.

Föstudagur 21. júní

Ultra Mega Technobandið Stefán spilar á ókeypis tónleikum í kjallaranum á Bar 11. Hljómsveitin er þessa daganna að leggja lokahönd á næstu plötu sína og því ekki ólíklegt að nýtt efni fái að líta dagsins ljós á þessum tónleikum. Tónleikarnir byrja klukkan 12.

Ólöf Arnalds verður með árlega Sumarsólstöðutónleika í Café Flóru, Föstudaginn 21. júní. Þetta er í þriðja sinn sem Ólöf er með sumarsólstöðutónleika í Café Flóru. Ásamt Ólöfu koma fram Klara Arnalds söngkona og Ingibjörg Elsa bassaleikari sem helst eru þekktar sem meðlimir hinnar vinsælu danshljómsveitar Boogie Trouble. Prógrammið verður ljúf blanda af lögum úr pokahorni tónlistarkvennanna, þar sem sóldýrkun og leikgleði verða í fyrirrúmi. Tónleikar hefjast kl. 21.00.  Miðaverð 2.000kr og verða miðar seldir við inngang.

Laugardagur 22. júní

Saktmóðigur og Ofvitarnir spila í Lucky Records, Rauðarárstíg 6. Tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum,aðgengilegir fólki í hjólastólum og hefjast klukkan 14:00.

Mono Town, Leaves og Tilbury munu koma fram á útitónleikum á laugardaginn 22. júní kl. 15 í Vitagarðinum við KEX Hostel. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri tónleikaröð sem nefnist Vitinn. Röðin mun fara fram með reglulegu millibili á laugardögum í sumar fram að Menningarnótt. Aðgangur að garðinum og tónleikum þar er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir, ungir sem aldnir.

RVK Soundsystem kynnir ROTOTOM SUNSPLASH Launch Party á Faktorý! Kl. 22:00 Aðgangseyrir: 2.000 kr.
> HJÁLMAR
> OJBA RASTA
> AMABA DAMA
> PANORAMIX

 

Raftónlist með óperuívafi

Í gær þann 17. júní kom út platan Olympia sem er önnur breiðskífa kanadísku raf hljómsveitarinnar Austra. Bandið inniheldur þau Katie Stelmanis sem syngur og spilar á hljómborð,  bassaleikarann Dorian Wolf og Maya Postepski sem lemur skinn. Árið 2011 gaf Austra út frumraun sína Feel It Break við góðar viðtökur og fjölda tilnefninga til verðlauna. 

Mike Haliechuk úr  hljómsveitinni Fucked Up sá um upptökur á Olympia ásamt Damian Taylor sem vann með hljómsveitinni á fyrstu plötunni ásamt því að hafa unnið með t.d. Björk og Killers. Á nýju plötunni blandast saman léttleikandi danstónar og drungaleg svefnherbergistónlist og á hvort tveggja vel við kraftmikla rödd Katie Stelmanis. Hún er lærð óperusöngkona sem hikar ekki við að reyna á raddböndin og minnir helst á Florence Welch úr Florence and the Machine bæði hvað röddina og útlitið varðar. Gagnrýnendur sem hafa tjáð sig um Olympia eru flestir jákvæðir í garð plötunnar og telja margir hverjir hana framför frá Feel it Break. Textagerðin á plötunni er stundum ekki uppá marga fiska en Katie kemur þeim samt sem áður vel til skila og þeir ættu ekki að skemma áheyrnina fyrir neinum, það væri heldur umslagið sem gæti fælt einhverja frá.

-Daníel Pálsson


Toro Y Moi setur Billie Holiday í nýjan búning

Djass söngkonan Billie Holiday og tjillarinn Toro Y Moi eiga ekki margt sameiginlegt tónlistarlega séð en  sá síðarnefndi hefur nú séð til þess að svo sé.  Billie var ekkert sérstaklega afkastamikil á sínum ferli en „My man“ er eitt þeirra ódauðlegu laga sem hún skildi eftir sig þegar hún lést árið 1959, 44 ára gömul úr ofdrykkju. Toro Y Moi sem fyrr á þessu ári gaf út sína þriðju hlóðversplötu Anything in Return hefur nú í samstarfi við Verve Records gefið út remix af laginu „My Man“  og umbreytt því í sinn tjillbylgju stíl.

 

30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.  Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!

Kveikur komin á netið

Þó svo nýjasta plata Sigur Rósar Kveikur komi ekki út fyrr en á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa þeir Jónsi, Georg Hólm og Orri Páll leyft aðdáendum að taka smá forsmekk á sæluna og sett plötuna í heild sinni á vef Amazon til hlustunar. 16 ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa Sigur Rósar Von kom út en í fyrra sendi bandið frá sér Valtara og bæta þeir nú sjöundu plötunni safnið. Kveikur er fyrsta platan sem Sigur Rós gefur út undir merkjum XL Recordings þó svo XL hafi reyndar eitthvað komið að útgáfu Með suð í eyrum spilum við endalaust en Sigur Rós sleit upp samstarfi við EMI í fyrra. Kjartan Sveinsson kvaddi einnig hljómsveitina í fyrra og er þetta í fyrta skiptið sem Sigur Rós gefur út plötu sem tríó síðan Von kom út.
Kveikur inniheldur 9 lög og nú þegar hafa birst myndbönd við lögin „Ísjaki“, „Brennisteinn“ og nú síðast þann 6. júní bættu þeir við athyglisverðu sjónarspili við titillag plötunnar. Meðlimir sáu sjálfir um upptökur og hafa lýst afrakstrinum sem ágengara efni en áður hefur heyrst frá hljómsveitinni. Plötunni verður svo fylgt vel eftir og eru tónleikar víða um Evrópu á döfinni nú í súmar.

Hlustið á Kveik hér

-Daníel Pálsson

Empire of the Sun dreifir dansvænum tónum

Ástralski rafdúettinn Empire of the Sun hefur nú sleppt frá sér fleiri lögum af komandi plötu Ice on the Dune sem kemur út 14. júní. Luke Steele og Nick Littlemore gerðu aðdáendum kleift að streyma plötuna nú á dögunum og hafa lögin „DNA“ og titillagið bæst í hópinn með „Alive“ og verið gerð aðgengileg hlustunar þó svo sjóræningjar um víða veröld séu þegar farnir að gæða sér á gripnum í heild sinni.
Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa beðið óþreyjufullir eftir nýju efni síðan fyrsta plata sveitarinnar Walking on a Dream kom út árið 2008. Hún hlaut mjög góðar viðtökur, innihélt fimm smáskífur og fékk fjölda verðlauna. Þrátt fyrir góðar viðtökur vildu félagarnir í Empire of the Sun gera enn betur með nýju plötunni og fengu til liðs við sem menn sem hafa raðið inn lögum á topplista og ber helst að nefna Mark „Spike“ Stent sem hefur t.d. unnið með Madonnu, Lady Gaga, U2 og Björk. Markmiðið hjá Luke og Nick var að búa til góða plötu en ekki afsala öllu því sem fólk elskaði svo mikið við fyrstu plötuna. “Fólk verður að muna að veitingastaður getur misst kúnna með því að gleyma hvað fólk elskaði við staðinn fyrst þegar það kom sem við vildum  ekki“ sögðu þeir í samtali við Rolling Stone.
Ice on the Dune hefur að geyma 12 lög sem nánast öll hafa burði til að koma út sem smáskífur og gætu fengið ólíklegasta fólk til að dilla sér. Hvort grímuklæddu félagarnir nái að toppa frumburðinn með útgáfu þessarar plötu skal látið ósagt að svo stöddu en það er nokkuð greinilegt að að hér er á ferðinni ein af plötum sumarsins og þessir fersku synthapop/ambiant tónar framtíðarinnar munu eiga vel við í „blíðunni“.

-Daníel Pálsson