Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Raftónlist með óperuívafi

Í gær þann 17. júní kom út platan Olympia sem er önnur breiðskífa kanadísku raf hljómsveitarinnar Austra. Bandið inniheldur þau Katie Stelmanis sem syngur og spilar á hljómborð,  bassaleikarann Dorian Wolf og Maya Postepski sem lemur skinn. Árið 2011 gaf Austra út frumraun sína Feel It Break við góðar viðtökur og fjölda tilnefninga til verðlauna. 

Mike Haliechuk úr  hljómsveitinni Fucked Up sá um upptökur á Olympia ásamt Damian Taylor sem vann með hljómsveitinni á fyrstu plötunni ásamt því að hafa unnið með t.d. Björk og Killers. Á nýju plötunni blandast saman léttleikandi danstónar og drungaleg svefnherbergistónlist og á hvort tveggja vel við kraftmikla rödd Katie Stelmanis. Hún er lærð óperusöngkona sem hikar ekki við að reyna á raddböndin og minnir helst á Florence Welch úr Florence and the Machine bæði hvað röddina og útlitið varðar. Gagnrýnendur sem hafa tjáð sig um Olympia eru flestir jákvæðir í garð plötunnar og telja margir hverjir hana framför frá Feel it Break. Textagerðin á plötunni er stundum ekki uppá marga fiska en Katie kemur þeim samt sem áður vel til skila og þeir ættu ekki að skemma áheyrnina fyrir neinum, það væri heldur umslagið sem gæti fælt einhverja frá.

-Daníel Pálsson