Toro Y Moi setur Billie Holiday í nýjan búning

Djass söngkonan Billie Holiday og tjillarinn Toro Y Moi eiga ekki margt sameiginlegt tónlistarlega séð en  sá síðarnefndi hefur nú séð til þess að svo sé.  Billie var ekkert sérstaklega afkastamikil á sínum ferli en „My man“ er eitt þeirra ódauðlegu laga sem hún skildi eftir sig þegar hún lést árið 1959, 44 ára gömul úr ofdrykkju. Toro Y Moi sem fyrr á þessu ári gaf út sína þriðju hlóðversplötu Anything in Return hefur nú í samstarfi við Verve Records gefið út remix af laginu „My Man“  og umbreytt því í sinn tjillbylgju stíl.