Nýtt frá Pojke

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sendi í dag frá sér annað lagið undir nafninu Pojke. Sindri gaf út hið frábæra lag She Move Through Air við góðar viðtökur í byrjun síðasta mánaðar og sleppir nú frá sér laginu Black Eye sem er engu síðra. Hægt er að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.

Viðtal við Sindra: 

      1. Airwaves 2 1 hluti

 

 

Jón Þór sjónvarpsviðtal

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku. Við kíktum heim til Jón Þórs og fengum hann til að taka lagið Ljáðu mér eyra og spurðum hann út í nýju plötuna.

Dream Central Station gefa út

 

Á næsta föstudag kemur út fyrsta plata hljómsveitarinnar Dream Central Station. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út á vegum útgáfufélagsins Kimi Records og mun fást í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins. Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre. Hljómsveitin mun halda útgáfutónleika um miðjan desember.

Im All On My Own:

      1. 01 I'm All On My Own

Feel So Good:

      2. 06 Feel So Good

The Fall:

      3. 10 The Fall

Hér má sjá viðtal sem við áttum við þau Elsu og Hallberg í sumar þar sem þau tóku órafmagnaða útgáfu af laginu Let The Rain (Wash Over Me) sem er á plötunni.  

Straumur 6. nóvember 2012

1. hluti

      1. 226 1

2. hluti

      2. 226 2

3. hluti

      3. 226 3

 

1) About To Die – Dirty Projectors
2) Here Til it Says Im Not – Dirty Projectors
3) Affection – Crystal Castles
4) Stand My Ground – Diamond Rings
5) So Many Details (remix ft. Hodgy Beats) – Toro Y Moi
6) Chum – Earl Sweatshirt
7) freaking out the neighborhood – Mac Demarco
8) Cooking Up Something Good – Mac Demarco
9) Secret Days – School Of Seven Bells
10) Drums On Parade – Adam Port
11) Despot – Ital
12) Devil Town – Marissa Nadler

Death Grips @ Pumpehuset

CPH:DOX heimildarmyndar hátíðin hófst formlega fyrir helgi og tónleikar með Californíska experemental hiphop þríeykinu ”Death Grips” frá Sacramento léku þar stóran þátt. Sveitin sem stofnuð var í lok desember árið 2010 samanstendur af söngvaranum Stefan”Mc Ride”Burnett og pródúsentateyminu Andy”Flatlander”Morin (hljómborð/sampler) og Zach Hill(trommur). Zach Hill þessi hefur getið af sér gott orð sem trommuleikari í hinum og þessum projectum þ.á.m ”Nervous Cop” með Greg Saunier(Deerhoof), “El Grupo Nuevo De Omar Rodriguez Lopez” með Omar Rodriguez Lopez(The Mars Volta, At The Drive In) og ”ONIBABA” með Mike Patton (Faith No More, Mr.Bungle, Fantómas ofl.).

Death Grips hafa útgefið tvennar plötur það sem af er þessu ári ”The Money Store” sem út kom um miðjan apríl sl á vegum ”Epic Records” útgáfufyrirtækisins, og sú seinni ”No Love Deep Web” láku þeir sjálfir út á internetið sökum ágreinings við ”Epic Records”, en album coverið hefur fengið mjög umdeild viðbrögð hjá tónlistarspekúlöntum víðsvegar um heiminn. Að lokum ber einnig að nefna að sveitin hefur áður remix-að tvö lög Bjarkar Guðmundsdóttur í ”Biophilia Remix Series” en það eru lögin ”Thunderbolt” og ”Sacrifice”.

Þetta hrekkjavöku kvöld er ”Mc Ride” málaður eins og  frontmaður afrísks kult’s frekar en hljómsveitar, íklæddur loðpelsi og leðurbuxum. Loðpelsinn fauk af strax í fyrsta lagi við mikinn fögnuð viðstaddra. Óhefðbundin uppsetning á trommusetti Zach Hill sem og trommuleikur hans er engum öðrum líkur, undirritaður man ekki eftir öðrum eins barningum. Tónleikarnir einkennast af þungum barningum bassatrommunar sem og lágtjúnuðum tom-toms í bland, og það sést langar leiðir að Zach þessi er sjálflærður þar sem hann sýnir trommunum enga miskun, trommustíllinn er engu að síður óaðfinnanlegur. Lagaval þessarar Californísku sveitar samanstóð af nokkrum af þeirra þekktustu lögum, þar ber helst að nefna; Guillotine, The Fever(AyeAye) og Beware en Beware lag þetta kom út á mixtape-i sem sveitin sendi frá sér í Apríl 2011 og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum síðan. Þetta voru einungis 12 laga tónleikar og lifðu í rétt rúmar 45 mínútur, en þeir félagar fá stórt hrós fyrir að það kom aldrei dauður punktur á meðan tónleikunum stóð, það var aldrei bil á milli laga, Mc Ride talaði aldrei við áhorfendur og Zach Hill stoppaði aldrei bassatrommuna, keyrslan var þvílík. Andy ”Flatlander” Morin steig aldrei á svið þetta hrekkjavökukvöld, en undirritaður þykist vita að ”Flatlander” þessi hafi leynst þarna á bakvið og stýrt þessu balli með dáleiðandi sampli í bland við taktfastar trommur Zach Hill.

Þrátt fyrir stutta og laga fáa tónleika áttaði undirritaður sig fljótt á því að hann gekk fullmettur út af einstaklega vel útfærðu setti sem margar hljómsveitir mættu taka sér til fyrirmyndar, ”Less is Often More”. CPH:DOX festival var sparkað í gang af öllu afli og Death Grips er hljómsveit sem ég hlakka hvað einna mest til að heyra meira frá í náinni framtíð.

Undirritaður,

Hjalti H. Jónsson

Kaupmannahöfn

Just Another Snake Cult Sjónvarpsviðtal

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári  gaf hljómsveitin út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Við kíktum heim til Þóris Heydal söngvara og lagahöfundar Just Another Snake Cult þar sem hljómsveitin æfði fyrir Iceland Airwaves. Just Another Snake Cult koma fram á  Reykjavík Backpackers klukkan 20:00 í kvöld, í Bíó Paradís klukkan 15 á morgun og svo eru tónleikar þeirra á Iceland Airwaves á Gamla Gauknum annað kvöld klukkan 20:00.

Airwaves þáttur 5 – 31. október 2012

Í gærkvöldi var síðasti þátturinn af Airwaves sérþáttum Straums árið 2012 á dagskrá X-ins 977. Íslensku hljómsveitirnar Reykjavik! og Bypass kíktu í heimsókn, auk þess sem birt voru viðtöl við Dirty Projectors og Django Django.  Ritstjórn Straum.is fór einnig yfir það helsta á  hátíðinni í ár. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.

 

1. hluti: viðtal við Reykjavík!

      1. air 5 1 reykjavík

2 hluti: viðtal við Django Django 

      2. air 5 2 django

3. hluti: viðtal við Bypass

      3. air 5 3 bypass

4. hluti: viðtal við Dirty Projectors

      4. Air 5 4 dirty

5. hluti: miði gefin og ritstjórn straum.is

      5. air 5 5 straum

 

 

 

 

Áhugavert á Airwaves fyrri hluti

Fjórtánda Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í dag en hún hefur verið haldin í Reykjavík í októbermánuði ár hvert síðan 1999. Hátíðin hefur á þessum tíma þróast og tekið breytingum, en segja má að meginmarkmið hennar sé enn það sama – að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum fjölmiðlum og plötuútgefendum. Á hverju ári er um margt úr að velja af öllum þeim frábæru erlendu og innlendu hljómsveitum og listamönnum sem fram koma á hátíðinni. Hér eru nokkur bönd sem við mælum með.

Dirty Projectors

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 0:00.

Hér má lesa um sögu Dirty Projectors

Hér er pistill um sögu Dirty Projectors:

      1. Útvarpspistill um Dirty Projectors

 

 

Purtiy Ring

Kanadíska dúóið Purity Ring gaf út nokkrar sterkar smáskífur á árinu 2011 og sendu frá sér sína fyrstu stóru plötu á þessu ári sem hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Purity Ring samanstendur af þeim James og Corin Roddick sem hafa gefið fá viðtöl og haldið myndum af sér frá fjölmiðlum. Purity Ring mun spila á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á fimmtudaginn.

 

DIIV

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð. Hljómsveitin kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 0:25.

 

I Break Horses

Sænska hljómsveitin I Break Horses gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber nafnið Hearts. Á plötunni blandar hljómsveitin saman áhrifum frá shoe-gaze rokki tíunda áratugarins við nútíma raftónlist með góðum árangri. I Break Horses kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 23:30.

Viðtal sem við tókum við I Break Horses: 

      2. Airwaves 3 2

 

Ghostpoet

Breski rapparinn Ghostpoet sem heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe kemur frá  Suður-London. Hann gaf út EP-plötu árið 2010 en hans fyrsta plata Peanut Butter Blues & Melancholy Jam kom út árið 2011 og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna.  Ghostpoet hefur verið líkt við listamenn á borð við Mike Skinner og Dizzee Rascal og má flokka undirspilið sem blöndu af allskyns nútíma raftónlist. Hann kemur fram á Þýska barnum á laugardaginn klukkan 23:20.

Friends

Nafnið á hljómsveitinni Friends kemur frá uppáhalds Beach Boys plötu Brian Wilsons. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og spilar metnaðarfullt popp sem sungið er af hinni frábæru söngkonu Samantha Urbani. Hljómsveitin sem  hefur getið sér gott orð fyrir  tónleikahald mun koma fram á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á laugardaginn.


Swans

Hljómsveitin Swans var stofnuð í New York árið 1982 af Michael Gira og starfaði til ársins 1997. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað Gira að endurvekja þessa goðsagnakenndu  No Wave hljómsveit með nýjum áherslum. Sveitin hefur síðan gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið góða dóma. Swans spila í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudaginn klukkan 23:30. Swans komast ekki útaf fellibylnum Sandy, en íslenski snillingurinn Mugison kemur í þeirra stað!

Viðtal sem við tókum við Swans: 

      3. Airwaves 2 4 hluti

Hér má heyra lagið Song For A Warrior af síðustu plötu Swans sungið af Karen O úr Yeah Yeah Yeahs

Haim

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin stefnir að útgáfu sinnar fyrstu plötu von bráðar. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.

Captain Fufanu

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson skipa raftónlistar dúóið Captain Fufanu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur getið sér gott orð fyrir öfluga tónleika sem svíkja engan sem hafa gaman af metnaðarfullri raftónlist. Captain Fufanu kemur frá á efri hæð Faktorý klukkan 0:20 á föstudaginn.

 

Pascal Pinon

Hljómsveitin sem  skipuð er tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum hefur verið virk frá árinu 2009. Hljómsveitin sendir frá sér sína aðra plötu Twosomeness í dag sem óhætt er að mæla með.  Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld.

Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

      4. 01 Ekki Vanmeta

 

Sin Fang

Sindri Már Sigfússon forsprakki Sin Fang lísti því yfir í Iceland Airwaves sérþætti straums á dögunum að ný plata með hljómsveitinni væri væntanleg snemma á næsta ári. Hlustið á viðtalið hér fyrir neðan. Sing Fang kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld og á Listasafni Reykjavíkur klukkan 22:00 á laugardaginn.

Viðtal við Sindra

      5. Airwaves 2 1 hluti

Nolo

Ívar Björnsson og Jón Lorange sem skipa hljómsveitina Nolo hafa sent frá sér nokkur frábær demó upp á síðkastið sem gefa til kynna að þriðja plata Nolo verði ekki úr þessum heimi. Sveitin kemur fram á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 20:00.

Elektro Guzzi

Austurríska teknósveitin Elektro Guzzi hefur vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu á mörgum af helstu tónlistarhátíðum í Evrópu undanfarið ár. Hljómsveitin spilar á efri hæðinni á Faktorý á föstudaginn klukkan 1:10.

The Vaccines

Ein af vinsælustu gítarrokk hljómsveitum breta síðustu misseri inniheldur íslendinginn Árna Hjörvar sem áður var í hljómsveitunum Future Future og Kimono. Hljómsveitin spilar á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 0:00.

Viðtal sem tókum við Árna Hjörvar úr The Vaccines: 

      6. Airwaves 2 2 hluti

Óli Dóri 

Lagalisti vikunnar – Straumur 225

1. hluti

      1. 225 1

2. hluti

      2. 225 2

3. hluti

      3. 225 3

1) Lost Songs – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead

2) Time Again – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead

3) So Good To Me – Chris Malinchak

4) Jolly Good (Hermigervill remix) – Ojba Rasta

5) Braves – John Talabot & Pional

6) Enemy (Poupon’s Take It Slow’ Edit) – The Weeknd

7) Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

8) Þerney (One Thing) – Pascal Pinon

9) Border Crosser – Trails And Ways

10) New York (King Krule remix) – Angel Haze

11) Cleanin’ Out My Closet – Angel Haze

12) Welcome To The Now Age – Prince Rama

13) Put Me To Work – PAPA

14) Here We Go – Christopher Owens

Önnur plata Pascal Pinon

Önnur plata íslensku hljómsveitarinnar Pascal Pinon  kemur út hjá þýska plötufyrirtækinu Morr Music á miðvikudaginn. Platan sem ber nafnið  Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009.

Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó á miðvikudagskvöld. Þar munu einnig koma fram hljómsveitarinnar FM Belfast, Prinspóló, Sóley og Sin Fang. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.

Ekki vanmeta – á íslensku

      1. 01 Ekki Vanmeta

Þerney (one thing) – á ensku

      2. 02 Þerney (One Thing)

Fernando – á sænsku

      3. 10 Fernando