Straumur 26. nóvember 2012

1. hluti

      1. 229 1

2. hluti

      2. 229 2

3. hluti

      3. 229 3

1) Cheery – Chromatics
2) The Eco – Nicolas Jaar
3) T R I U M P H – WU LYF
4) What That Was – Majical Cloudz
5) Mirror Maru – Cashmere Cat
6) Cold Dayz (Maribou State Remix) – Ultraista
7) Trouble (Lunice Remix) – Totally Enormous Extinct Dinosaurs
8) Galice – Hype Williams
9) Let Me Be Him (Joe’s Dub) – Hot Chip
10) Feels Like We Only Go Bachwards (Tame Impala cover) – Young Dreams
11) Steve McQueen (Maps Remix) – M83

WU LYF hætta

Ellery James Roberts söngvari bresku hljómsveitarinnar WU LYF setti tilkynningu inn á Youtube síðu sveitarinnar í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti um endalok sveitarinnar. Ásamt tilkynningunni lét hann fylgja með lagið  T R I U M P H sem er líklega síðasta lag sem WU LYF sendir frá sér. Hljómsveitin sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain í fyrra við einróma lof gagnrýnenda. Hér er hægt að lesa tilkynninguna frá Roberts sem er meira en lítið áhugaverð – þar minnist hann m.a. á möguleika á heimsenda í næsta mánuði. Hlustið á síðasta lag WU LYF hér fyrir neðan sem er með því besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér.

Nýtt frá Hjaltalín

Íslenska hljómsveitin Hjaltalín sleppti í dag frá sér tveim lögum sem verða á væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út á morgun. Lögin sem heita We og Letter To verða á þriðju plötu Hjaltalín  Enter 4 sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009. Platan mun fara í forsölu á tónlist.is og á heimasíðu Hjaltalín á morgun en kemur í verslanir í næstu viku. Hlustið á lögin hér fyrir neðan.

Turn On The Bright Lights 10 ára

 

Þann 19. ágúst 2002 gaf hljómsveitin Interpol út sína fyrstu stóru plötu Turn On The Bright Lights. Platan var tekin upp í nóvember árið 2001 í Tarquin hljóðverinu í Connecticut. Eftir að þessi fyrsta plata sveitarinnar kom út komu upp á yfirborðið mörg bönd sem þóttu minna á  Interpol sem þóttu sjálfir minna mikið á bresku hljómsveitina Joy Division. Segja má að Turn On The Bright Lights sé ein áhrifamesta plata síðasta áratugar þegar kemur að rokktónlist.

Þann 4. desember mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni í gegnum plötufyrirtækið Matador. Á plötunni verður allskyns viðbótarefni – sjaldgæfar upptökur og demó. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á og hlaða niður demóinu af laginu Roland sem var tekið upp í æfingarhúsnæði þeirra í Brooklyn í New York í júní árið 1998.

 

      1. Roland (Demo)
 
      2. Roland (Demo)

 

Hér má sjá þegar þeir Daniel Kessler og Sam Fogarino úr hljómsveitinni heimsóttu nýlega fyrsta æfingarhúsnæði Interpol – Context Studios.

Hér ræða Interpol um sína fyrstu plötu Turn On The Bright Lights.

Straumur 19. nóvember 2012

1. hluti:

      1. 228 1

2. hluti:

      2. 228 2

3. hluti:

      3. 228 3

1) Coming True – Guards
2) Beta Love – Ra Ra Riot
3) Alligator – The Babies
4) Stofnar falla (Subminimal remix) – Samaris
5) Woo – Maxmillion Dunbar
6) Straight & Arrow – FaltyDL
7) Wayne Country Roads – Tyvek
8) My Party – Icona Pop
9) Flash – Featureless Ghost
10) Turns Turns Turns – Majical Cloudz
11) Klump – Stafrænn Hákon
12) Leyfið Þeim Að Lifa – Gímaldin
13) Ballad Of The Golden Hour – Widowspeak
14) Roland (demo) – Interpol

Stafrænn Hákon sjónvarpsviðtal

Ólafur Örn Josephsson tónlistar­maður hefur gefið út tónlist undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon frá árinu 1999. Stafrænn gaf út sína 7. plötu Prammi í síðustu viku. Við spjölluðum við Ólaf um verkefnið, nýju plötuna og glussa auk þess sem hann tók fyrir okkur lagið Klump órafmagnað. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér fyrir neðan.

 

Nýtt frá Suuns

Montreal hljómsveitin Suuns gaf í dag út lagið Edie’s Dream sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu þeirra sem kemur út í mars á  næsta ári á vegum Secretly Canadian. Platan hefur fengið nafnið Images Du Futur og fylgir á eftir plötunni Zeroes QC frá árinu 2010. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves í fyrra við góðar undirtektir. Hlustið á lagið Edie’s Dream og viðtal við  Liam O’Neill trommara sveitarinnar hér fyrir neðan.

Viðtal við Liam O’Neill trommara sveitarinnar í Airwaves þætti Straums 2011

      1. Suuns

 

 

Coming True með Guards

New York hljómsveitin Guards var að senda frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar  In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Hlustið á lagið Coming True hér fyrir neðan.

Coming True

      1. mp3

hlaða niður 

      2. mp3

 

Straumur 12. nóvember 2012

1. hluti:

      1. 227 1

2. hluti:

      2. 227 2

3. hluti:

      3. 227 3

1) Transgender – Crystal Castles
2) Kerosene – Crystal Castles
3) Black Eye – Pojke
4) Clair De Lune (ft. Christine Hoberg) – Flight Facilities
5) Northern Lights – Kate Boy
6) Forever – Cities Aviv
7) I Love Thousands Every Summer – Paradise
8) I’m All On My Own – Dream Central Station
9) Feel – Dream Central Station
10) Teenage – Veronica Falls
11) Sunshine (Shlohmo remix) – Little Dragon
12) Peach Bloosom – Eels
13) She Lives In An Airport – Guided By Voices
14) The Challenge Is Much More – Guided By Voices

 

 

Giorgio Moroder fann upp dubstep

Lagið Looky Looky með upptökustjóranum Giorgio Moroder frá árinu 1969 hefur nú verið nefnt sem fyrsta dubstep lagið. Moroder póstaði broti úr laginu á facebook síðu sinni í dag og baðst afsökunar þegar að einn aðdáandi hans sagði hann hafa skapað skrímsli. Hlustið á dubstep bútinn úr laginu hér fyrir neðan og horfið á Moroder flytja lagið í frönskum sjónvarpsþætti frá árinu 1969.