Tónleikar helgarinnar 16. – 17 október 2015

Föstudagur 16. október

Extreme Chill Showcase kvöld á Húrra

Húsið opnar kl. 20.00 og það kostar 1000 kr inn.

Dagskráin:

20.00 – 21.30 – Beatmakin Troopa & Árni Vector (Dj Set)

21.40 – 22.20 – Murya (Live)

22.30 – 23.10 – Stereo Hypnosis (Live)

23.20 – 00.00 – Futuregrapher (Live)

00.10 – 00.50 – Mike Hunt (Live)

Rvk Felabratioin á Bravó. Það er ókeypis inn og viðburðinn hefst klukkan 21:00 með dj settum frá Lucky, Arnljóti, Samma og Magga. Frá klukkan 23 – 0:00 spilar svo hljómsveitin Afróbítarinir.

Hljómsveitirnar Brött Brekka og Brot spila á Bar 11 frá 22:30 það kostar ekkert inn.

Laugardagur 17. október

Úlfur Úlfur og Samúel Jón Samúelsson Big Band spila á upphitunarkvöldi á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.

Feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, neyta færis í Mengi og gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Húsið opnar klukkan 20:00. Ljóðfæri munduð klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur.

Hljómsveitirnar Agent Fresco og Vio koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Airwaves 2015 þáttur 1

Fyrsti þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977. Upptakan fór því miður ekki í gang fyrr en hálftími var búinn af þættinum og því vantar viðtalið við hljómsveitina Wesen. Í þættinum má heyra viðtal við rapparann GKR.

Airwaves sérþáttur 1 – 13. október 2015 by Straumur on Mixcloud

 

 

1) Sick Beat – Kero Kero Bonito

2) Garden – Hinds

3.Low Road – Wesen

4)Rough Hands – Wesen

5) Beach Boys – Wesen

6) Vinur Vina Minna – Oyama

7) Hey QT – QT

8) MSMSMSMSM – Sophie

9) Shout down – Skepta

10) Pary Zute/Learning To Love – La Priest

11) Ballin – GKR

12) Elskan afþví bara (GKR remix) – Vaginaboys

13) Oh Boy (ft. GKR) – Andreas Todini

14) Morgunmatur – GKR

15) Helloby – GKR

16) Bone Collector – H09909

17) Nude Beach A G-Go – Ariel Pink

18) Queen – Perfume Genius

19) Lemonade – Braids

20) 10:37 – Beach House

Hudson Mohawke og Squarepusher á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Hudson Mohawke og Squarepusher báðir koma til með að spila. Næsta hátíð verður haldin Í Hörpu 18.-20. febrúar og sjá má listann hér að neðan:

Hudson Mohawke

Squarepusher

Holly Herndon

Oneothrix Point Never

Rodhad

Recondite

Úlfur Úlfur

Sturla Atlas

AV AV AV

The Black Madonna

Apparat Organ Quartet

Gangly

Skeng

Vaginaboys

Check out the first 14 artists announced for Sónar Reykjavik 2016. 3 days5 stages70 artists and bands+ the northern lights

Posted by Sonar Reykjavík on Thursday, October 15, 2015

Arcade Fire The Reflektor Tapes í Bíó Paradís á laugardaginn

Þriðja tónlistarsýning Straums í samstarfi við Bíó Paradís verður næsta laugardag klukkan 20:00! Hin glænýja heimildamynd Arcade Fire: The Reflektor Tapes verður sýnd það kvöld. Í myndinni er fylgst með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni.

Airwaves sérþáttur Straums hefst í kvöld

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2015 er á næsta leiti mun Straumur á X-inu 977 hita upp fyrir hátíðina með sérþáttum öll þriðjudagskvöld frá klukkan tíu til tólf í samstarfi við styrktaraðila hennar Gulls og Landsbankans. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir kíkja í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Í fyrsta þættinum sem er í kvöld mun hljómsveitin Wesen og rapparinn GKR kíkja í heimsókn.

Straumur 12. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá listamönnum á borð við Madeira, Nicolas Jaar, Rival Consoles, Kelela, DJ Paypal, Courtney Barnett og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slagin 23:00 á X-inu 977.

Straumur 12. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Let Me Down – Madeira
2) Fight – Nicolas Jaar
3) Ghosting – Rival Consoles
4) A Message – Kelela
5) Gomenasai – Kelela
6) With Uuuuuuu (ft. Feloneezy & Jackie Dagger) – DJ Paypal
7) Spectrum – Goldlink
8) Lose Control – Joey Bada$$
9) Atlantis – The Flaming Lips
10) Ballin’ Chain – Dilly Dally
11) Shivers – Courtney Barnett

Tónleikahelgin 8.-11. október

 

Fimmtudagur 8. Október

 

Það verða tónleikar til styrktar sýrlensku flóttafólki á Loft Hostel þar sem fram koma Úlfur Úlfur, Jón Jónsson, Milkywhale, Axel Flóvent og Hinemoa. Pallborðsumræður um stöðu flóttafólks hefst 18:45, en tónleikarnir sjálfir byrja 20:00. Það kostar 1000 krónur inn og frjáls framlög eru einnig vel þegin.

 

Hinn belgíski Nicolas Kunysz sem er búsettur á Íslandi spilar sveim og drón tónlist á Boston. Tónleikarnir eru hluti af microgroove tónleikaseríunni og hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Tómas Manoury og Guðmundur Vignir Karlsson í Mankan koma fram í Mengi. Þeir bjóða upp á einstæða, víðómandi rafspunatónleika þar sem þeir flétta lifandi rafhljóðum og hljóðritunum saman við sínar eigin söngraddir, hljóðfæraleik og gagnvirk vídeó. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 9. október

 

Dikta og Friðrik Dór leiða saman hesta sína á Húrra. Miðaverð er 1500 krónur (tix.is) og leikar hefjast 22:00.

 

Þremenningarnir í djasstríóinu Jónsson & More koma fram í Mengi en þeir sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu. Aðgangseyrir er 2000 og djassinn byrjar að duna 21:00.

 

The Vintage Caracan blása til útgáfuteinleika vegna útgáfu plötunnar Arrival í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 (tix.is), húsið opnar 21:00 og rokkið hefst stundvíslega 22:00.

 

Laugardagur 10. október

 

Það verður heljarinnar rappveisla á Húrra þar sem Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti og nýstyrnið GKR koma fram. Miðaverð er 2000 (tix.is) og dyr gleðinnar opnast 21:00.

 

Austfirska rokksveitin Miri er að gefa út sitt fyrsta nýja lag eftir fimm ára þögn og mun fagna því með tónleikum á Dillon. Þeir hefja leik klukkan 2:00 og það er ókeypis inn.

 

Kjartan Sveinsson og Skúl Sverrisson koma fram í Mengi og flytja tónlist sem á rætur að rekja til Tectonics-tónlistarhátíðarinnar 2013 þar sem þeir komu tveir saman á tónleikum í Silfurbergi. Byrjar 21:00 og kostar 2000.

 

Fastakvöld RVK Soundsystem fer fram á Paloma. Snúðar hljóðkerfisins byrja að spila reggí á miðnætti og það er ókeypis inn.

 

Sunnudagur 11. október

 

Hljóðlistamaðurinn, hljóðfærasmiðurinn og slagverksleikarinn Simon Berz kemur fram í Mengi og flytur hljóðverk sem á rætur að rekja til vettvangsferða hans um Ísland undanfarnar vikur. Steinar úr Húsafelli koma við sögu sem og öldugjálfur, sandfjörur og íslenskur norðangarri. Aðgangseyrir er 2000 og Simon byrjar 21:00.

Hjaltalín gera myndband við lagið We Will Live For Ages

Högni Egilsson forsprakki hljómsveitarinnar Hjaltalín gerði myndband við hið frábæra lag sveitarinnar We Will Live For Ages þegar hann var staddur í Marokkó á dögunum. Lagið sem kom út fyrr á þessu ári hljómar eiginlega eins og ekkert annað sem Hjaltalín hefur sent frá sér.

Oyama breiða yfir Teit

Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama fékk áskorun í gegnum Twitter frá Birni Teitssyni upplýsingafulltrúa Rauða krossins síðasta gamlársdag um að gera ábreiðu af laginu Vinur vina minna.


Hljómsveitin tók áskorun Björns og hafa nú gefið út lagið með sínu nefi. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin syngur á íslensku.

Mynd: Sigga Ella

Straumur 5. október 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Kaytranada, Sophie, Autre ne Veut, Fred Thomas og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 5. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Go ahead – Kaytranada
2) Vinur Vina Minna (Teitur Magnússon cover) – Oyama
3) MSMSMSM – Sophie
4) Funk ( I Got This) – !!!
5) Cold Winds – Autre Ne Veut
6) The One – Louis La Roche
7) My Head Hurts – Wavves
8) 1994 – PWR BTTM
9) Dairy Queen – PWR BTTM
10) I Wanna Boi – PWR BTTM
11) Tearing Me Up – Bob Moses
12) Love Is In Bloom – Fred Thomas