Airwaves sérþáttur Straums hefst í kvöld

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2015 er á næsta leiti mun Straumur á X-inu 977 hita upp fyrir hátíðina með sérþáttum öll þriðjudagskvöld frá klukkan tíu til tólf í samstarfi við styrktaraðila hennar Gulls og Landsbankans. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir kíkja í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Í fyrsta þættinum sem er í kvöld mun hljómsveitin Wesen og rapparinn GKR kíkja í heimsókn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *