Arcade Fire The Reflektor Tapes í Bíó Paradís á laugardaginn

Þriðja tónlistarsýning Straums í samstarfi við Bíó Paradís verður næsta laugardag klukkan 20:00! Hin glænýja heimildamynd Arcade Fire: The Reflektor Tapes verður sýnd það kvöld. Í myndinni er fylgst með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *