Tónleikar helgarinnar 16. – 17 október 2015

Föstudagur 16. október

Extreme Chill Showcase kvöld á Húrra

Húsið opnar kl. 20.00 og það kostar 1000 kr inn.

Dagskráin:

20.00 – 21.30 – Beatmakin Troopa & Árni Vector (Dj Set)

21.40 – 22.20 – Murya (Live)

22.30 – 23.10 – Stereo Hypnosis (Live)

23.20 – 00.00 – Futuregrapher (Live)

00.10 – 00.50 – Mike Hunt (Live)

Rvk Felabratioin á Bravó. Það er ókeypis inn og viðburðinn hefst klukkan 21:00 með dj settum frá Lucky, Arnljóti, Samma og Magga. Frá klukkan 23 – 0:00 spilar svo hljómsveitin Afróbítarinir.

Hljómsveitirnar Brött Brekka og Brot spila á Bar 11 frá 22:30 það kostar ekkert inn.

Laugardagur 17. október

Úlfur Úlfur og Samúel Jón Samúelsson Big Band spila á upphitunarkvöldi á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.

Feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, neyta færis í Mengi og gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Húsið opnar klukkan 20:00. Ljóðfæri munduð klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur.

Hljómsveitirnar Agent Fresco og Vio koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *