Tónleikahelgin 19.-21. desember

Föstudagur 19. desember

 

Vetrarsólstöðudansleikur Ojba Rasta verður haldinn á Gauknum föstudagskvöldið 19.desember. Byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Prins Póló og Dr. Gunni koma fram í Iðnó. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Auðn og Skuggsjá koma fram á Dillon. Hefst 22:00 og ókeypis inn.

 

Laugardagur 20. desember

 

FM Belfast spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur

 

Danstónlistarhópurinn Lazyblood kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og sýningin hefst 21:00.

 

Á Gauknum verða þungarokkstónleikar þar sem fram koma Ophidian I, Godchilla, MORÐ, DÖPUR, The Roulette og Seint.

Sunnudagur 21. desember

 

Högni Egils mun spila og syngja jólalög í Mengi. Aðgagngseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

Andkristnihátíð verður haldin á Gauknum en fram koma Svartidauði, Carpe Noctem, Sinmara, Abominor, Misþyrming, Mannvirki, Naðra og Úrhrak. Hátíðin hefst klukkan 17:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

18. desember: All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs

 

New York hljómsveitin Yeah Yeah Yeahs sendi óvænt frá sér jólalag fyrir jólin 2008. Lagið nefnist All I Want For Christmas og varð strax klassískt og minnir mikið á fyrsta efnið sem sveitin sendi frá sér í upphafi síðasta áratugar.  Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

 

Seinni árslistaþáttur Straums í kvöld

Seinni árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir plöturnar sem setja í 15. til 1. sæti í ár. Listinn birtist svo hér í heild sinni strax og þættinum líkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta listans sem farið var yfir í síðustu viku.

30) tUnE-yArDs – Nikki Nack

29) Mourn – Mourn

28) Arca – Xen

27) Little Dragon – Nabuma Rubberband

26) Damon Albarn – Everyday Robots

25) Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24) Metronomy – Love Letters

23) Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22) FKA twigs – LP1

21) Shamir – Northtown EP

20) Ben Khan – 1992 EP

19) Giraffage – No Reason

18) Mac DeMarco – Salad Days

17) Real Estate – Atlas

16) Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

14. desember: Wonderful Christmastime – The Shins

Bandaríska hljómsveitin The Shins sendi frá sér ábreiðu af jólalagi Paul McCartney frá árinu 1979 Wonderful Christmastime fyrir jólin 2012. Lagið er að finna á safnplötunni Holidays Rule.

MP3

      1. Wonderful Christmastime

13. desember – Christmas Is A Coming – Leadbelly

Jólalag dagsins er Christmas Is A Coming af barnaplötu hins frábæra Huddie Leadbelly – Lead Belly Sings for Children. Myndbandið sem fylgir laginu  er  tekið úr jólamynd að nafninu Santa Claus frá árinu 1898. Þess má geta að Leadbelly var dæmdur í fangelsi fyrir morð og seinna fyrir morðtiltraun og lét Bob Dylan eitt sinn hafa það eftir sér að Leadbelly væri líklega eini fyrrverandi tugthúslimurinn sem sent hefði frá sér vinsæla barnaplötu.

 

12. desember: Santa Claus – The Sonics

Bandaríska bílskúrsrokk hljómsveitin The Sonics gaf út sína fyrstu plötu  Here Are The Sonics árið 1965 sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil í gegnum tíðina. Þegar platan var endurútgefin árið 1999 var þremur jólalögum bætt við plötuna sem tekin voru upp um svipað leyti. Þar á meðal var lagið Santa Claus sem byggt er á laginu Father John eftir hljómsveitina The Premiers.