Tónleikahelgin 19.-21. desember

Föstudagur 19. desember

 

Vetrarsólstöðudansleikur Ojba Rasta verður haldinn á Gauknum föstudagskvöldið 19.desember. Byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Prins Póló og Dr. Gunni koma fram í Iðnó. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Auðn og Skuggsjá koma fram á Dillon. Hefst 22:00 og ókeypis inn.

 

Laugardagur 20. desember

 

FM Belfast spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur

 

Danstónlistarhópurinn Lazyblood kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og sýningin hefst 21:00.

 

Á Gauknum verða þungarokkstónleikar þar sem fram koma Ophidian I, Godchilla, MORÐ, DÖPUR, The Roulette og Seint.

Sunnudagur 21. desember

 

Högni Egils mun spila og syngja jólalög í Mengi. Aðgagngseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

Andkristnihátíð verður haldin á Gauknum en fram koma Svartidauði, Carpe Noctem, Sinmara, Abominor, Misþyrming, Mannvirki, Naðra og Úrhrak. Hátíðin hefst klukkan 17:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *