alt-j flytja nýtt lag á tónleikum

Ekkert nýtt efni hefur heyrst frá indí rokkurunum í Alt-J frá því þeir gáfu út frumburðinn An Awesome Wave fyrir rúmu ári síðan (fyrir utan kvikmyndatónlist) og margir beðið spenntir síðan. Síðustu helgi fór hljómsveitin á heimaslóðir og koma fram á Reading Festival í Englandi þar sem hún frumflutti nýtt lag sem ber titilinn „Warm Foothills“.
Rólegheit , flautuleikur og þægindi eru í fyrirrúmi í þessu nýja lagi sem gefur góð fyrirheit um nýtt efni frá bandinu sem stefnir í hljóðver í næsta mánuði.

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Iceland Airwaves tilkynnir síðustu listamennina sem spila í ár

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag restina af þeim listamönnum og hljómsveitum sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo’s Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna!

Jón Þór sendir frá sér myndband

Reykvíski tónlistarmaðurinn Jón Þór sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Uppvakningar í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Lagið er að finna á fyrstu sólóplötu Jón Þórs sem kom út í fyrra við góðar undirtektir. Hluti myndbandsins var tekið upp á árlegum snakkdegi lýðveldisins samkvæmt Jóni Þór.

Icona Pop nútímavæðir 60‘ smellinn „It‘s My Party“

 

Sænsku partýpíurnar í Icona Pop hafa verið afkastamikilar undanfarið og hafa nú í samstarfi við landa þeirra Zebra Katz gefið út lagið „My Party“. Tríóið styðst við lag Lesley Gore „It‘s My Party“ frá árinu 1965 þó útgáfurnar eigi lítið sameiginlegt.

Esben & the Witch spila á Íslandi

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem næstkomandi laugardag 31. ágúst kl. 22. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Brim. Miðar munu einnig fást við hurðina.

Esben & the Witch koma frá Brighton í Englandi og eru á mála hjá hinu frábæra plötufyrirtæki Matador Records, sem meðal annars gefa út plötur hljómsveita á borð við Queens of the Stone Age og Yo La Tengo. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og sú seinni, Wash the Sins Not Only the Face, kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Stroff er spáný hljómsveit frá Hafnarfirði skipuð þungavigtarmönnum úr íslenskri jaðarrokksenu. Good Moon Deer er austfirzkur raftónlistardúett. 

Straumur 26. ágúst 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Roosevelt, Courtney Barnett, Okkervil River, Holy Ghost!, Tears For Fears, Diarrhea Planet, Two Step Horror og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 26. ágúst 2013 by Straumur on Mixcloud

 

1) Ready To Start (Arcade Fire cover) – Tears For Fears
2) Elliot – Roosevelt
3) Cabaret – Escort
4) Okay – Holy Ghost!
5) Unbreak my mixtape – M.I.A
6) Avant Gardener – Courtney Barnett
7) Kids – Diarrhea Planet
8) Skeleton Head – Diarrhea Planet
9) Down Down the Deep River – Okkervil River
10) Where the Spirit Left Us – Okkervil River
11) Stay Young – Okkervil River
12) Thorn In her pride – King Khan & The Shrines
13) Lonesome Town (demo) – Two Step Horror
14) Girl, I Love You (4ever) – Jonathan Rado
15) Nirvana – Sam Smith

Tónleikar helgarinnar

Straum.is heldur áfram að leiðbeina lesendum um helstu tónlistarviðburði helganna. Þessi helgi er sérstök fyrir þær sakir að á laugardeginum er menningarnótt sem er langstærsti tónleikadagur ársins.

Föstudagur 23. ágúst

Melodica hátíðin sem helguð er órafmagnaðri tónlist fer fram á Rósenberg í kvöld. Þar koma fram Lucy Hall, Bernhard Eder, Myrra Rós, Gariboff, Honig og leynisgestur sem ekki verður ljóstrað upp um hér. Dagskráin hefst klukkan 21:00.

Tónleikarnir Nýjar Víddir Orgelsins fara fram í Hallgrímskirkju. Nokkrir fremstu ungu raftónlistarmenn Íslands framkalla nýjan hljómheim m.a. með endurgerðum tölvubúnaði Klaisorgelsins. Þar verða flutt ný verk eftir Inga Garðar Erlendsson, Arnljót, Pál Ivan Frá Eiðum, Gudmund Stein Gunnarsson, Aki Asgeirsson og Jesper Pedersen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

Laugardagur 24. ágúst menningarnótt

Ef við ættum að útlista öll þau tónlistaratriði sem fara fram á þessum viðburðaríka degi yrði þessi grein á við doktorsritgerð að lengd þannig að hér á eftir fara þau tónlistaratriði sem að við mælum sérstaklega með.

Í Silfurbergsal í Hörpu koma fram Vök, Grísalappalísa og Muck, en tónleikarnir standa frá 16:00 til 18:00.

Á Loft Hostel í Bankastræti koma fram Einar Lövdahl, Solar, Helga Ragnarsdóttir, Babies og Húsband Loft Hostel, Gold Funk and Geysir. Gleðin hefst klukkan 16:00.

Í garðinum við Ingólfsstræti 21a spila Útidúr, Samaris og Helgi Valur. Þá verður einnig boðið upp á kaffi og vöfflur. Helgi Valur stígur á stokk 14:10, Samaris, 14:40 og Útidúr klukkan 15:30.

Á Kex Hostel verða tónleikar frá 18:00 til 21:00. Fram koma í þessari röð; Borko, Retro Stefson og Megas & Uxa

Í æfingarhúsnæðinu Járnbraut á Hólmaslóð 2 út á Granda verður eftirfarandi tónlistardagskrá í boði:
14:30 – Dj Flugvél og Geimskip
15:00 – ROKKMARAÞON – Hlaupið verður hring um Grandasvæðið. Leðurjakki og strigaskór skilyrði!
16:00 – Gaupan
16:30 – Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýrri bók
17:00 – Babies
18:00 – Gunnar Gunnsteinsson
19:00 – Pétur Ben + Brautin
20:00 – Jóhann Kristinsson
21:00 – Útidúr
22:00 – Grísalappalísa

Á Kalda barnum á klapparstíg verða tónleikar og dj-ar að spila í portinu;
19:30 – DjDeLaRosa
20:45 – Sísý Ey
21:20 – Sometime DJ
22:00 – Pedro Pilatus

Festisvall er árlegur listviðburður sem að þessu sinni er haldinn í Artima gallery Skúlagötu. Ótal myndlistarmenn sýna verk sín en einnig koma fram tónlistarmennirnir Björn Halldór Helgason, Dj Alex Jean, Futuregrapher, Georg Kári Hilmarsson, Good Moon Deer, LXC [DE], Tanya & Marlon, Tonik og Urban Lumber.

Hústónlistarútgáfan Lagaffe Tales blæs til allsherjar húsveislu með rjómanum af íslenskum plötusnúðum í Hjartagarðinum frá 14:00 til 23:00.

Ísfirðingurinn Skúli Mennski flytur frumsamda tónlist við upplýsingamiðstöðina Around Iceland, Laugavegi 18b. Kjörorð Skúla eru frelsi, virðing og góð skemmtun.