Esben & the Witch spila á Íslandi

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem næstkomandi laugardag 31. ágúst kl. 22. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Brim. Miðar munu einnig fást við hurðina.

Esben & the Witch koma frá Brighton í Englandi og eru á mála hjá hinu frábæra plötufyrirtæki Matador Records, sem meðal annars gefa út plötur hljómsveita á borð við Queens of the Stone Age og Yo La Tengo. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og sú seinni, Wash the Sins Not Only the Face, kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Stroff er spáný hljómsveit frá Hafnarfirði skipuð þungavigtarmönnum úr íslenskri jaðarrokksenu. Good Moon Deer er austfirzkur raftónlistardúett. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *